Vísir - 04.07.1968, Blaðsíða 5

Vísir - 04.07.1968, Blaðsíða 5
V1SIR . Fimmtudagur 4. júlí 1968. 5 í ferðalagið — á auðveldastan hátt I íara sumarleyfi að hefjast fyrir alvöru. Margar ykkar minw vilja skipta um umhvérfi og f samráði við bónda og böm leggja á ráðin hvemig sumar- leyfinu verði bezt variö. Áður hðfom við rætt um utanlands- ferðir, nú snúum við okkur að ferðalögum innanlands. Hvort sem þið veljið þann kost inn að ferðast sem mest eftir þjóðvegum landsins eða farið upp til öræfa gilda sömu undir- búnmgsreglumar. Ferðaútbúnaður: Tjald með botni og ef þið ætlið að dvelja um lengri tíma á á- kveðnum stað — tjaldútbúnað- ur, borð og stólar. Svefnpokar, vindsængur og ábreiður, sem eru ómissandi á köldum nóttum. Gera þær tjaldið líka miklu vist- legra, þegar þær eru breiddar jrfir svefnpoka og tjaldbotn að tiltekt lokinni. Góð regla á öll- um hlutum er fyrsta boðorð úti- legumanna. Suðutæki em margvís leg. Prímus, gleymið ekki prímus- nálunum og steinolíunni, sem þið verðið að vera birgar af þv£ ekki fæst hún á öllum stöðum úti á landi. Gastæki eru vinsæl og hafa jafnvel leyst prímusinn af hólmi. Gætið þess að hafa nálamar með og fyllingu. Sjóðiö matinn aldrei inni f tjaldi — prímusar og sér- staklega ga^tæki geta verið hættu leg meðferðar — einkum er hætta fyrir hendi í nælontjöldum. Ef þið eigið útigrill — hvers vegna ekki að taka það með. Ennþá héntugra er þó að taka aðeins með sér viðarkol og kveikjaralög. Nóg er að grafa holu f jörðina setja í viðarkol hella kveikjara- legi yfir, bíða þess að loginn deyi út og myndazt hafi glóö, setja þá réttinn t. d. kjöt, kart- öflur, feiti, grænmeti innvafið í álpappír í glóðina — og matur- inn er tilbúinn eftir nokkra stund — uppþvottur enginn. Að máltíö lokinni er öllu msli safnað sam- an í viöarkolspottinn eftir að slökkt hlefur verið í glóöunum og moldin breidd yfir. Geymsla fyrir matinn: Fáiö ykkur kassa úr tré, pappakassi nægir þó. Klæðið hann aö innan mað álpappír og þá einangrunar- plasti, raðið matvælunum í hann, setjið lok á og gætið þess aö hafa hann neðst í bílnum. Matarkassinn á ávailt að vera neðst í farangursgeymslu bílsins þar sem minnstur hiti kemst aö honum. Þegar komið er á áfanga- stað er rétt að hafa kassann áfram í bílnum eða setja hann undir moldarbarð þar sem ekki gætir sólar. Matvæli: Réttur fvrsta dags getur verið smurt brauð og heit súpa eöa drykkur á hitabrúsa, harðsoöin egg, ávextir o. fl. Sparið ykkur matartilbúning þann daginn. Upp vafin hangikjötsrúlla er ferðanesti sem enginn sér eftir að hafa tek- ið með sér. Sjóðið hana áður en lagt er af stað, ef þiö viljið losna við matseld fyrstu dagana. Harð fisk þarf varla að minna á — ekkert er betra I langferöir. Til þess að létta undir matartilbún- inginn f ferðinni getið þið unnið að matseldinni heima áður en lagt er af stað. Léttsteikið kjötið eða saltið. Geymist það þá lengur. Léttsteikt kjöt getur cevmzt á, fjórða dag í matarkassanum. Ó- hætt er einnig að taka með mjólk til tveggja til þriggja daga, en eftir það tímabil verðiö þið að grípa til gervimjólkur og er þá þurrmjólkin bezt. Hana má kaupa hjá Osta- og smjörsölunni f V2 kilóa plastpokum. Er hún ágæt í rétti og drykki. Vefjið plasti ut- an um brauðið og kælið og geym ið f matarkassanum. Pylsur eru auðvelt ferðanesti — nægir í útilegum er hársbreidd milli þess að lifa fábrotnu lífi og algjörrar villimennsku. steikja þær yfir prímusloganum. Áætliö vel matarskammta fyrstu dagana með tilliti til þess að mat reiöa þá í viöarkolspottinum inn an í álpappír. Eftir fyrstu dagana verður að grípa til pakkarétta og niöursoðinna. Ýmsir tilbúnir réttir fást í pökkum, en þeim fylgir oftast nokkur matreiðsla. Gætið þess að hafa með ykkur plast- poka og álpappír. Álpappírinn er eitt það nauðsynlegasta. Sparið ykkur uppþvottinn á þennan hátt. Setjið álpappír innan í plastboil- ana, pappadiskana og önnur mataráhöld sem þið kunnið að taka með ykkur. Að máltíð lok- inni hefur öll fita og úrgangur setzt innan á álpappírinn, og þið takið hann úr og fleygið, upp- þvottinum er lokið. GönSunesti: Appelsínur og súkkulaði til að varna þorsta og sulti. Fatnaður: Hafið föt til skiptanna á aila fjölskylduna. Tvennar síðbuxur, skyrtur eða .blússur, lopapeysur og jakka. Vind- og vatnsheldir, léttir nælonjakkar eru beztir. Gleymið ekki lopaleistunum, sem gott er að hafa, þegar kólnar á kvöldin og nauðsynlegir, ef ein- hver skyldi vökna f fætuma. Sjáif sagt er að ’aafa með sér vettl- inga.- Góðir gönguskór eru atriði sem vert er að gefa gaum. Þeir veröa að ná upp á ökklann til að korna í veg fyrir að sandur og möl særi fæturna. Uppháir striga skór hafa dugað mörgum vel. Stfg vél eru ómissandi. Bí’Iinn getur stöðvazt í miðri ársprænu, og þá verður aö vaöa f land, e.t.v. lendið þið Ifka í þvf að vaða f votu m-* 10. síða Nýjung — Nýjung HÚSEIGENDUR — SKIPAEIGENDUR Höfum háþrýsta vatns- og sandblástursdælu (10.000 Ibs.) til hreinsunar á húsum, skips- lestum, skipsskrokkum 0. m. fl. Ath.: Sérstaklega hentug til hreinsunar á hús- um undir málningu. Uppl. í síma 32508 e. kl. 19.00. Hef opnað skrifstofu að Smáragötu 6, sími 19930. Hrafn Haraldsson, viðskiptafræðingur löggiltur endurskoðandi. Góð umgengni er aðalsmerki ferðalangsins. Myndin sýnir hvernig umgengni á ekki að vera. Laxveiði I júlí og ágúst eru nokkur veiðileyfi laus í Hvítá í Borgarfirði. Allar nánari upplýsingar í síma 83960. Verzlunin Valva Skóla- vörðustíg 8, sími 18525 Nýkomnar vörur, telpnasíðbuxur krá 102,00, telpnasokkabuxur frá kl. 99,00, telpnasund- bolir frá kr. 247,00, telpna bikini frá kr. 247,00 barnagammósíur frá kr. 166,00, einnig frúarsundbolir frá kr. 480,00, frúarsíðbuxur frá kr. 577,00. Verzlunin VALVA FILMUR QG VELAR S.F. FRAMKÖLIUN KOPIERI SVART HVITT & LITFIIMÖR FILMUR OG VELAR S.F. RAFVELAVERKSTÆÐI S. MELSTEÐS SKEIFAN 5 SÍMl 62120 Oj>. TÖKUM AÐ OKKUR: ■ MÓTORMÆUNGAR. ■ MÓTORSTILUNGAR. ■ VIOGERÐIR A' RAF- KE^FI, oýNAMÓUM, OG STÖRTURUM. ■ RAKAÞÉTTUM RAF- KERFIÐ ■VARAHLUTIR Á STAÐNUM »AfHtX»VCbUR /GTTTn rn 11 rnm rnTTi iiiiiiihii.i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.