Vísir - 08.07.1968, Blaðsíða 5

Vísir - 08.07.1968, Blaðsíða 5
VÍSIR . Mánudagur 8. júlí 1968. 5 sSswSÍW'SiSSSSS' SJlggg 1 ■ ■ mmmmm 9H P|||§jP|g|| ■:•: ■;•. ■:■ »:> t; V Spgw5§» Sif-wí Siglufjörður 1818 - 1918 - 1968 Ffó hátíðahöld- unum á Siglufirði Hliöið að hátíðarsvæðinu. — Ljósm. H. G. Fimleikar á slám voru meðal skemmtiatriða hátíðardagskrárinnar. Þrátt fyrir sól og hlíðu síðustu daga sjást þó enn í fjöllunum leifar hins harða vetrar, sem nú er liðinn. Ljósm. J. R. Helgi Sveinsson, leikfimi- kennari, færir þakkir fyrir heiðursviðurkenninguna, en hjá honum stendur Júlíus Júííusson, framkvæmdastjóri hátíðarnefndar. Ljósm. H. G. ISli s lilií ||iíí if iii ,r3 1 llltf • ~~X*' riirs 31 “hsi e«r , Ufi .............................................. Fyrir framan barnaskólann safnaðist saman nær 3 þúsund manns og hlýddi á ávörp og söng karlakórsins „VÍSIS“ í glamp- andi sólskini og sumarblíðu. — Ljósm. Hafliði Guðmundsson. TTvaðanæva af landinu streymdi fólk til Siglufjarð- ar — flest burtfluttir Siglfirö- ingar —til þess að vera viö- statt hátíðahöldin, sem fram fóru á laugardag og sunnudag, þegar 150 ára afmælis verzlunar staðarins og hálfrar aldar af- mælis kaupstaðarins var minnzt. Hátt á þriðja þúsund manns var samankomiö á leikvellinum fyrir framan barnaskólann, þeg ar bæjarstjórinn, Stefán Frið- bjarnarson, setti hátfðina á laug ardag og bauð gesti velkomna, sem sumir hverjir komu frá vinabæjum Siglufjarðar á Norð- urlöndum, færandi hamingjuósk ir, vinarkveðjur og gjafrr. Glampandi sólskin var og strllt veöur strax um morgun- inn, sem hélzt út allan daginn, svo hvert mannsbam var komið í hátíðarskap um leið og það sté út úr dyrunum fyrst um morguninn. Flutt vom ávörp, en þess á milli söng karlakórinn „VÍSIR“ og kvennakór, og sérstakir gest ir kaupstaðarins bám fram gjaf- ir í tilefni dagsins. Siglfirðing- ar búsettir f Reykjavík færðu kaupstaðnum 250 þús kr., sem varið skyldi til kaupa á skíða- lyftu. Frá Vestmannaeyjum barst fagurt málverk og steinn úr Surtsey og þannig mætti lengi telja. Ræðumenn minntust helztu at burða úr sögu kaupstaðarins og verzlunarstaðarins og létu í ljós beztu framtíðaróskir. Með al gesta og ræðumanna Voru forsætisráðherra, dr. Bjami Benediktsson, og félagsmálaráð- herra Eggert G. Þorsteinsson. Til skemmtunar gestum sýndi fimleikaflokkur Siglfirðinga und ir stjóm Helga Sveinss., leik- fimikennara, listir sínar á slá og hlaut gott klapp fyrir. Það rifj aðist upp fyrir viðstöddum, að stjórnandinn, Helgi Sveinsson, hafði einnig stjómað fimleika- sýningu á 25 ára afmælishá- tíð kaupstaðarins, en Helgi átti fyrir stuttu fimmtugsafmæli. Fimleikamennimir heiðruðu stjómanda sinn að lokinni sýn- ingunni með sérstakri gjöf, styttu af fimleikamanni úr silfri. Meöan böm og unglingar skemmtu sér við að horfa á þá Bessa Bjamason og Gunnar Eyjólfsson við bamaskólann, hröðuðu aðrir sér að íþróttavell inum, þar sem fram fór knatt- spymukeppni milli heimamanna og Siglfirðinga búsettra annars- staðar. Vildu flestir ógjaman missa af því að sjá heimamenn veita „flóttamönnunum", eins og heimamenn glottandi nefndu þá burtfluttu, veröskuldaða ráðn ingu. Urðu þeir heldur ekki fyrir vonbrigðum því að leikn- um lyktaði með glæsilegum sigri heimamanna. Síðan dreiföist mannfjöldinn — sumir til þess að skoða mál- verka- og ljósmyndasýningu, sem opnuö hafði verið í gagn- fræöaskólanum, en aðrir til þess að tryggja sér aðgöngumiöa að músíkkabarett, sem sýndur var í bíóinu um kvöldið. Fram eftir nóttu var svo stiginn dans i sam komuhúsinnu báðum, en á sunnudag var hátíðardagskránni haldið áfram. tj&öÉ *: u

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.