Vísir - 12.07.1968, Blaðsíða 1

Vísir - 12.07.1968, Blaðsíða 1
58. árg. — íbúar Árbæjarhverfis segja sauðkindinni stríð á hendur — Sauð/éð eyðileggur fyrir f>úsundir króna i g'órðum okkar □ íbúar við Vorsabæ í Ár- bæjarhverfi gripu til sinna ráða í gær gegn sauðfé, sem lengi h fur angrað þá í hverf- inu. Húsmæður, börn og eig- inmenn í sumarfrii tóku sig til og smöluðu nokkrum ám með íömbum inn í fokheldan bflskúr við EÖtuna. MikiII elt- ingarleikur var í götunni áð- ur en tókst að koma sauð- fénu í hús, en þar verða kind- urnar geymdar þar til eigend- ur þeirra vitja beirra og koma þeim fyrir á beit á betri stað en í skrúðgörðum þeirra í Ár- bæjarhverfi. Sauðfjárhald er bannað i Ár- bæjarhverfi eins og annars stað ar í borgarlandinu, en allt kem ur fyrir ekki. Sauðfé er dagleg- ur gestur f þeim fáu skrúðgörð um, sem þegar hafa verið gerðir í hverfinu. — Sauðfé eyðilegg- ur fyrir þúsundir króna í görð- unum hérna, sögðu þau hjónin Theódór Marinósson og Magda- lena Elíasdóttir að Vorsabæ 20, en þau hafa staðið í stríði við sauðkindina síðan þau fluttu inn í hverfið. — Við höfum sauð fjáreigendur jafnvel grunaða um að hleypa fénu hingað í hverfið af ásettu ráði, enda er hér víða ágætis beit. Þaú hafa komið sér upp mjög fallegum garði umhverfis húsiö, m->- 10. fða Æfingar hafnar fyrir Ólympíuskákmótið í október Friðrik Ólafsson stjórnar æfingunum fram í Sviss og byrjar í endaðan október, en stendur fram í lok nóv ember. Við getum m.a.s. varla sofið um nætur vegna jarms fyrir utan húsið, sögðu Theodór og Magdalena. f Friðrik Ólafsson stjórnar þess- I um æfingum, sem fara fram í Isiendingar eru þegar byrjaðir skákheimilinu við Grensásveg. — að æfa fyrir næsta Olympíu- Tólf skákmenn hafa verið valdir skákmót, sem aö þessu sinni fer ; til æfinganna, en endanlegt val ólympíuliðsins verður ákveðið fyrir næstu mánaðamót. Skáksamband íslands hefur á prjónunum ýmsar fjáröflunarleiðir til þess að kösta ólvmpíufarana. Verður meðal annars efnt til happ- drættis í ágúst og firmakeppni í haust, áöur en sveitin heldur utan. Islenzk skáksveit er nú ytra um þessar mundir til þess að keppa á skákmóti stúdenta í borginni Ybs í Austurríki. — Hingað til lands er — Misskilningur að eldhúsinnrétting hafi verið gölluð — Raki i ibúð og ónýtt parketgólf ■ „Við erum algjörlega hætt við að flytja inn í íbúðina. Okkur leizt ekkert á hana fyrir þetta verð, er við loksins fengum að skoða hana. Það var svo mikill raki í gólfi, í stofu og borð- stofu, og parketgólfið gapti frá við veggina. Þetta er engin íbúð fyrir 985 þús. krónur.“ Þetta sagði einn þeirra, sem fengið hafði úthlutað íbúð f Breiðholtshverfi í fjölbýlishúsi þvf, sem byggt er á vegum Framkvæmdanefndar byggingaáætlunar, er Vísir hafði tal af honum í morgun. ingana, þótt næði,“ sagði að mann vanti hús- hann aö lokum. Eins og kom fram i Vísi í gær hafa komið fram gailar á íbúðum í Breiðholti. Það er þó ekki rétt, eins og sagt var í fréttinni i gær, að eldhúsinnrétting hafi falliö saman, heldur var þar um leiðin- iegan misskilning að ræöa, sem Vísir biðst afsökunar á. Hins vegar er skylt að geta þess, að eldhús- innréttingar þær, sem framleiddar hafa verið í fjölbýlishúsin í Breið- holti á vegum .Smíöastofu Kristins Itagnarssonar, hafa reynzt mjög vel og engir gallar eða kvartanir um þær borizt. önnur atriði frétt- arinnar frá í gær, eru hins vegar rétt. Jón Þorsteinsson, formaður, Framkvæmdanefndar byggingaáætl unar sagði í vlðtali við Visi í gær, að gallar hefðu komiö fram í tréverki i útveggjum íbúðanna, og bvf miður hefðu sumar af hinum gölluðu einingum verið sett- Vísir í vikulokin fylgir blaðinu til áskrifenda á morgun ar upp, áöur en komizt var að . um degi, en ákveðinn annar dagur , sama hvað maður gerir við pen- I var tiltekinn f bréfinu. Þau hjónin ' ■ fóru svo aö skoða nýju íbúðina, sem þau áttu nú að skoða fullfrá- gengna. Kvaöst húsbóndinn hafa orðið var við svo mikinn raka á gólfum í stofu og boröstofu, að skipta hefði oröiö um allt parket á gólfunum. Þar aö auki þrýstust gólflistar upp með veggnum og parketgólfið seig, er gengið var á gólfum, Húsfreyjan segir, að svo mikill dragsúgur hafi verið í íbúðinni, svo von á bifreiðastjórum og spor vagnastjóra um helgina. sem keppa við leigubílstjóra í Reykja- vík á vcgum Taflfélags Hreyfils. gallanum. Þá sagði Jón og, að eðli-; Þrátt fyrir aö g'.uggar væru lokaðir legt hefði verið, að útveggir hefðu lekið, þar sem ekki hefði verið lok- ið við að þétta þá fullkomlega, er rigning kom. Sá aðili, sem hér um ræðir, ósk- aði eftir því, að hann væri ekki nefngreindur. Þau hjónin skoðuðu íbúðina tiltekinn dag, eftir að hraðbréf kom til þeirra, um að af óviðráðanlegum orsökum gætu þau ekki skoðað íbúðina á tiltekn- að gluggatjöld hefðu bærzt til. Húsbóndinn ssgir frá félaga sínum, sem skoðaði aðra íbúð, á sama tíma, að gólflista hafi alls staðar vantað, þrátt fyrir að íbúðin hefði átt að vera fullfrágengin, svo og hafi verið stórt skarð i kanti á veggföstum ‘svefnherbergisskáp, sem hafi verið mjög til lýta. „Nei, okkur leizt alls ekki á þetta fyrir þetta verð. Manni er ekki alveg Rannsóknir vegna hugsan- legra borana eftir vatni á Siglufirði Siglfiröingar hafa allan hug á því | þess að rannsaka, hvort réft sé að að reyna að afla sér betra neyzlu- ráðast i slíkar borunartilraunir. Tii vatns en það, sem þeir nú búa viö, ef það væri einhvers staðar að þess hefur verið valinn Jón Jón-- son, jarðfræðingur, sem nú er á I finna. Vatnið, sem þeir notast við i leiðinni norður, en kemur fyrst nú, þykir hvorki nógu gott, hvorki til heimaneyzlu né vinnslu fiskaf- urðanna. Helzt hefur mönnum komið til hugar að bora eftir jarövatni og hafa bæjaryfirvöldin á Siglufirði gengizt fyrir því, að þangað norður verði sendur jarðfræðingur til við á Sauðárkróki Margir staðir hafa komið mönn- um í hug sem líklegir til borunar, en það verður ekki fyrr en að lokn um jarðfræðirannsóknum, sem úr því verður skorið, hvort vert að ráðast í slíkar boranir og hvar. sé þá FYRSTA S/LDVCIÐINÓTTIN Tólf skip með afla — Sildin komin 200 milur norðar — veiðisvæðið skammt suður af Svalbarða □ Síðastliðna nótt kom fyrsta veiðihrotan á síldar- miðunum og fengu tólf skip dágóðan afla. Flutningaskipið Haförninn er nú að fyllast og byrjað er að landa í Síldina. □ Vísir náði, í morgun sambandi við síldarleitarskip- ið Árna Friðriksson, sem nú er á leið á miðin Sagði Jak- ob Jakobsson leiðangursstjóri síidarleitarinnar að lítið sem ekkert hefði veiðzt siðustu tvo til þrjá dagana, en milli 30 og 40 skip eru nú á mið- unum. Síldin hefur fært sig um 200 mílur norður og NNA á bóginn síðan fyrsta síldin fékkst um mánaðamótin og sagði Jakob að Árni Friðriksson myndi nú athuga hreyfingu á sildinni. Bjóst hann við að síldin væri í átuleit og vetrarátan á svæð- inu nær væri uppurin. Veiðisvæðið var í nótt um 77° n.br. og 10° austurl., eða hátt i 900 mílur frá landinu. Er flotinn þarna kominn langleiðina norð- ur undir Svalbarða. — Eru þar auk veiðiskipanna þrjú flutninga skip og söltunarskip Valtýs Þorsteinssonar frá Akureyri, sem tók við fyrstu síldinni til söltunar í gær, smáslatta af tveimur skipum. — Mikill fiöldi rússneskra og norskra skip'a er nú kominn á miðin auk íslend- inganna. Þessi skip fengu veiði í nótt: Brettingur 180 tonrþ Sigurbjörg 140, Biartur NK 140, Héðinn ÞH 120, Gullver 70, Bára 40, Eld- borg 190, Baldur EA 200, Sveinn Sveinbjörnsson 180, Þórður Jónasson 150, Jörundur III 180, Ásberg 180.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.