Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						r
VíSIR . Fðstudagur 26. júlf 1968.
Fulltrúar ólíkra hugmynda. Til hægri: Jækubovskí marskálkur æðsti herforingi Varsjárbandalagsins. Til vinstri: Dubcek for-
ingi tékkneska kommúnistaflokksins. Myndin var tekin, er hann íór að heilsa upp á foringja hernámsliðsins.
HERNAM
D Fá ár eru liðin síð-
an þeir merkilegu atburð
ir gerðust, að Frakkar
ákváðu að draga sig út
úr hernaðarsamvinnu At
lantshafsbandalagsins.
D Þessi ákvörðun dundi
eins og reiðarslag yfir
hin vestrænu varnarsam
tök. Hún haf ði þau áhrif,
að allar vamaráætlanir
og yfirhöfuð allt skipu-
lag hinna vestrænu ríkja
virtist hrynja til grunna.
Tjað þurfti ekki annað en að
líta á landabréfið af Evrópu
til að sjá í einu vetfangi, hve
alvarleg hernaðarleg áhrif brott-
för Frakka gat haft. Skelfing
virtist lítið eftir af landsvæöi
til að verja, ef í hart slægi. Og
þó var ákvörðun þeirra kannski
enn alvarlegri fyrir þann fleyg
og þann glundroða í varnar-
kerfinu sem hún olli.
Frakkland hafði veriö þunga-
miðja hinna vestur-evrópsku
varna. Þar voru höfuöstöðvar
allrar herstjórnar og eftirlits.
Þangað lágu allar símalínur frá
útstöövum víðsvegar um álfuna
og sendileiðir ratsjárkerfisins úr
öllum áttum, sem nota skyldi til
að fylgjast með grunsamlegum
herflutningum andstæðinga. Og
þar voru margir helztu flugvell-
ir, bensín og birgðastöðvar þess
víðtæka aðvörunar og öryggis-
kerfis, sem komið hafði verið
upp.
Margra ára óþrotlegt starf,
milljarðafjárveitingar, — öllu
var þessu kastaö fyrir róöa.
Ákvörðun Frakka var skýr, allar
erlendar hersveitir, flokkar og
foringjasveitir, sem dvalizt
höfðu í landinu á vegum heildar-
samtakanna urðu að verða á
brott fyrir tiltekið tímamark;
1 augum forstööumanna
bandalagsins virtist þetta svo
óskiljanlegt og óframkvæman-
legt, að þeir fóru að leita eftir
að fá brottflutningnum frestaö.
En þeir náðu varla að ljúka við
setninguna. Frakkar voru svo
eitilharðir, að þeir kröfðust þess
skilyrðislaust, að allt hið er-
lenda liö yrði skilyrðislaust á
burt. — Ami go home. —
ZEnii það hefði orðið uppi-
stand þá, í vestrænum
löndum, ef til dæmis bandaríska
liðið hefði neitað að fara á brott
úr landinu? Ætli þaö heföi ekki
þótt bera vitni um bandaríska
heimsvaldastefnu, ef þeir heföu
þráazt við að framfylgja ósk
landsmanna? Eða hvaö skyldu
menn hafa sagt, ef hinu handa-
ríska herliði hefði verið beitt til
þess að hafa bersýnileg áhrif
á innanlandsstjórnmálin í
Frakklandi. Ef þeir hefðu byrj-
að margra vikna taugahernað
við frönsk stjórnarvöld, jafnvel
hótaö að senda skriðdreka inn
í Parísarborg, skjóta þar allt í
rúst og bæla niður gaullistana?
Ætli það heföi ekki þótt-saga
til næsta bæjar?
En auðvitað er slíkt fjarstæða
og ómöguleiki. Ameríkanarnir
höfðu sig burt, og síðan eru það
aðallega bandarískir skemmti-
ferðamenn, sem hafa hefnt sín
á de Gaulle með þvl aö hætta
að heimsækja París og eyða þar
peningum.
i~kg svo kemur samanburöur-
inn. Hann er svp óraun-
hæfur, aö það er eins og hann
komi út úr öðrum heimi. Ég veit
ekki, hvort hann líkist fremur
lélegum brandara, smásögu
eftir Jaroslav Hazek eöa er
kominn beint út úr ótrúlegum
heimi Franz Kafka. Þaö er eig-
inlega ekki tíðindavert, og það
er ábyggilega mjög slæmt ef
það ætti nú að fara að skyggja
á sjálfar fréttirnar frá Víetnam.
að hið rússneska stórveldi hefur
farið   algerlega    öfugt   aö   við
Bandaríkjamennina. Það hefur
sent, svona hljótfr og þegjandi,
án þess aö nokkur tæki eftir
því, um 40 þúsund manna lið
inn í Tékkóslóvakíu og beitir
því nú til að kúga og klekkja
á þessari vesalings smáþjóð.
Nei, það eru ekki mikil tíð-
indi, fólk kippir sér ekki mikiö
upp við það, og þó er saman-
burðurinn einkennilegur. Tékkar
eru, eins og Frakkar aöilar að
öðrum varnarsamtökum, hinu
svokallaða Varsjárbandalagi. En
hið fjöllótta og torfæra land
þeirra var nú samt ekki álitið
mikilvægara fyrir samtökin en
svo, að þar var ekkert erlent
herlið staðsett. Ekki voru þeir
heldur að valda neinu raski með
því aö draga sig eins og Frakk-
ar út úr þessu austræna hern-
aðarbandalagi. Þeir hafa þvert
á móti heitið því, aö halda trú-
fast áfram þátttöku I því. Ekki
er vitað um neina atburöi sem
bendi. til hernaðarhættu á þessu
svæði. Þar var allt einstaklega
friðsamt.
Tjað eina sem Tékkar gerðu,
var að framkvæma heima
hjá sér nokkurs konar vorhrein-
gerningu. Það var orðið svo
margt rykfallið eftir tuttugu ára
skuggaveldi bak við lokaða
hlera. Hún var orðin löng áþján-
in I hinum stallnska ógnar-
heimi. Átti skuggi þessa geð-
veika einræðisseggs að halda á-
fram að grúfa yfir litla landinu
á bökkum Moldár og það þð 15
ár væru liðin frá burtkalli hans
úr heiminum.
í tuttugu ár hafði ríkt þögn
og ðtti I landinu. Stalinistinn
Novotny var enn við vðld og
leppstjórn hans svo gerspillt. að
sá veruleiki er enn ótrúlegri en
fjarstæöukenndustu frásagnir
Kafka. Þegar ráðherrafundum
hjá honum lauk var umslögum
með stórfé úthlutað meöal ráð-
herranna, þeir áttu að nota pen-
ingana til að skemmta sér um
kvöldið.
Á meðan sátu 50 þúsund póli-
tískir fangar I kvalafangabúöum
í landinu, skoðana og málfrelsi
var bannað/ lögregla handtók
menn I stórum stfl fyrir móðg-
anir við forsetann, þ.é. Novotny
sjálfan. Þeir höföu I ógætni lát-
ið einhver óviröingarorö falla I
veitingahúsinu, eins og góði
dátinn Svejk talaði á sínum
tíma um það að flugurnar hefðu
skitið á myndina af blessuðum
Frans Josef keisara. Munurinn
var sá, að þetta var engin skáld-
saga, heldur hinn ótrúlegi veru-
leiki.
En nú var komið nóg. Nú reis
þjóðin, jafnvel flokksmenn og
félagar upp gegn Novotny. Með-
al þeirra sem risu upp til aö
fordæma aðferöir hans, var
gamall samráðherra hans.
Novotny hlýddi á mál hans um
sinn, svo þokl'* hann ekki lengur
við: — Að þú skulir voga þér
að snúast gegn mér, — ég gæti
þó , sagt margar kvennafars-
sögur af þér. En ræöumaður lét
ekki slá sig út af laginu, heldur
teygði hendurnar fram og sagði:
— Ég veit það aö þessar hendur
hafa faðmað marga konuna, —
en, þær eru þó ekki blóöugar!
Ctjórn Novotnys var svo of-
~ boðsleg, að Tékkum ætti að
fyrirgefast þó þeir vildu nú
loksins losna undan stjórn
hans. Þaö hefur til dæmis veriö
tekin ákvörðun um að rannsaka
að nýju mál þeirra pólitískra
sakborninga, sem voru saklausir
dæmdir til kvala I hinum aum-
ustu dyflissum og munu þeim
verða greiddar skaðabætur, sem
talið er aö muni nema um 20
milljörðum íslenzkra króna, svo
mikil upphæð, að ríkið verður að
fá margra ára greiðslufrest, svo
það fái risið undir þessum af-
leiðingum af ógnarstjórninni.
Já, flestir venjulegir rrienn
myndu telja það eðlilegt, að
Tékkum hafi verið þörf fyrir að
losna við þennan kúgara sinn.
¦p'n ekki voru allir sammála
um það. Ekki hinir rússn-
esku verndarar hans og vinir.
Þeir litu þetta svo alvarlegum
augum, aö síðan hafa þeir gripið
til hVers konar ráða til að styðja
hann og efla. Þeir heimtuðu að
fá að senda öflugt herlið inn 1
Tékkóslóvakíu, fyrst að því
er þeir sögðu til heræfinga á
vegum Varsjárbandalagsins, og
sem góðir meðlimir þess banda-
lags gátu Tékkar auðvitað ekki
»-">¦ 10. =íða
VÍSIR SITO
Eins 0£ flestum er eflaust kunn
ugt er öllum bifreiðastjórum
skylt að hafa bifreiðir sínar
búnar ökuljósum fyrir H-umferð
eftir 1. iífuist n.k. Þess vegna
spuröum við nokkra bifrelða-
stjðra eftirfarandi spurningar.
Hafið þér breytt Ijósa-
útbúnaði bif reiðar yðar?
Sigurður Brynjólfsson,  bflamál-
ari:
Já, ég lét skipta fyrir H-dag
eða um leið og ég lét skoða bif
reiðina. Þetta er alveg nauösyn
legur hlutur.
r'r'^iMÍii'í'r
Guðmundur Kr. Jó"sson, verzl-
unarmaður:
Já, já. Ég er löngu búinn.
Þetta er alveg skylda og ég lét
gera þetta strax.
Pálmi Ágústsson:
Já ,ég lét breyta i júní. Það
er alveg ógjörningur aö aka án
þess að láta breyta ljósunum.
ns*
Kjartan Björnsson, rafvirki:
Nei, ég er alveg nýbúinn að
kaupa mér nýjan bíl og er stað-
ráðinn í því að skipta fyrir 1.
ágúst.
Jakob Jónsson.
Nei, en ég var að kaupa allt ti)
þess og verð örugglega búinn
að skipta tímanlega, þvl að ég
1 þarf að fara 1 langt ferðalag og
þá er eins gott að hafa allt í
lagi.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16