Alþýðublaðið - 06.03.1966, Blaðsíða 3
STRENGLEIKAR FLUTTIR Á ÍSAFIRÐI
' Mánudaginai 7. þ.m. verffur
frumflutt í Alþýðuhúsinu á ísa-
firði lagaflokkurinn STRENG-
LEIKAR eftir Jónas Tómasson,
tónskáld.
Jónas Tómasson verður 85 ára
13. apríl n.k.. og vill Karlakór
ísafjarðar minnast þessa merkis
afmælis fj'rrverandi söngstjóra
síns með því að koma upp þess-
um hljómleikum.
Kvæðaflokkurinn Strengleikar
eftir Guðmund Guðmundsson er
30 stutt ljóð. Jónas hefir samið
lög við 21 þeirra. Þau eru flest
fyrir tenór einsöng, en auk þess
nokkur lög fyrir tvísöng og sex
kórlög.
Óperusöngvararnir Sigurveig
Hjalteseted og Guðmundur Guð-
jónsson fara með einsöngshlut-
verkin. Söngstjóri er Ragnar H.
Ragnar. Undirleik á píanó annast
Ólafur Vignir Albertsson og Sig-
ríður Ragnarsdóttir. Kóriáfi er
skipaður 50 söngfélögum úr
Sunnukórnum og Karlakór ísa-
fjarðar.
Jafnfram þvf, sem kórarnir
minnast fyn’v. söngstjóra síns á
þennan myndarlega hátt, vilja
þeir með hljómleikum þessum
leggja fram sinn skerf vegna ald-
arafmælis ísafjarðar, og minna
á, að sönglíf hefir staðið og stend
ur enn með talsverðum blóma í
kaupstaðnum.
SAIVBTÍS¥1IS VIÐBURÐUR
Fundurinn um skyggni, sem
Félag Nýalssinna hélt á miðviku-
daginn með þátttöku frá Sálfræði
ingafélagi íslands var allvel sóttur
(einhverjum taldist 38 manns), og
urðu þar fróðlegar umræður sem
skemmtilegt var að taka þátt í.
En þó heyrði ég annað eftir fund-
inn, sem mér þótti jafnvel enn
skemmtilegra og sagði mér for-
maður félagsins, Ingvar Agnars-
son. Hann var áður um daginn
í erindum vegna fundarins á ein-
hverjum opinberum stað, og var
með skrifaða tilkynningu með sér.
Víkur sér þá að honum ókunn-
ugur maður, sem eitthvað hafði
orðið var við erindi hans, og seg-
ir: „Já, svo þið haldið þetta, að
skyggni sé samtímis viðburður.”
En þettá stóð ekki á blaðinu
sem Ingvar var með, og hef ég
ekki heyrt þetta þannig orðað
fyrr, þó að það liggi alveg beint
við samkvæmt skilningi Nýals. En
þegar menn eru farnir að átta sig
á því, hverju þarna hefur í raun
og veru verið haldið fram, þá geta
þeir líka farið að dæma um hvort
sé réttara, og borið svo fram rög
sín með eða ú móti í samræmi við.
Þ.orsteinn Guðjónsson.
Trésmiöir, kjósiö B-listann
Um hélgina fer fram kosn- Jóhannes Halldórsson, form.
ing stjórnar og trúnaðarmanna Kristinn Magnússon, varform.
ráðs í Trésmiðafélagi Reykja- Guðmundur Sigfússon, ritari
víkur. Kosið verður á skrifstofuLúther Steinar Kristjánsson,
félagsins á laugardag frá kl. varaxútari
14—22 og á sunnudag frá 10—
12 og 13—22.
Kosningaskrifstofa B-listans
sr að Grundarstíg 12 og símarn
ir þar eru 21648 og 21738.
Trésmiðir kjósið B-listann,
lista lýði’æðissinna og stuðlið
að eflingu og viðgangi félags
ykkar!
B-listann skipa eftirtaldir
menn:
Aðalstjórn
Ingólfur Gústafsson, gjaldkeri
Varastjórn
Ólafur Ólafsson
Haraldur Sumarliðason
Erlingur Guðmundsson
Endurskoðendur
Sigurgeir Albertsson
Þórir Thorlacius
Varaendurskoðendur
Þorkell Ásmundsson
Ulfar G Jónsson
; Ti’únaðarmannaráð
Knút Helland
Jónas G. Sigurðsson
Jón H. Gunnarsson Tunguveg
Þ órir. V aldimar sson
Bergsteinn Magnússon
Guðjón Ásbjörnsson
Ragnar Bjarnason
Kjartan Tómasson
Hai-aldur Ágústsson
Sævar Örn Kristbjörnsson
Sigurður Ólafsson
Ólafur Pálsson
Framhald á 4. síðu.
Ingólfur
Luther
Guðmundur
Jóhannes
Kristinn
WIWWWWWMMMWWMtlMMMMMIWWWWWWWIMWWWWWWIWMWMMWWIWIWW
Benedíkt Gröndal
UM HELGINA
Islendingar /
góðum félagsskap
FFNAHAGS- OG FRAMFARASTOFNUNIN í París, OECD,
safnar miklu af skýrslum og upplýsingum um þátttökuríki sín til
fróðleihs og leiðbeiningar. Er athyglisvert fyrir íslendinga að shoða
þau plögg og sjá, hvar við stöndum í þeim málum, sem hinum visu
hagspekingum þykir helzt sýna efnahag þjóða.
í yfirlitsskýrslum, sem nýlega hafa borizt frá OECD, rekum
við fyrst augun í mannfjöldatölur. Við erum
auðvitað langsamlega minnsta þjóðin af 21,
sem er innan vébanda þessara samtaka, en
í þeirra hópi eru flest auðugustu lönd jarSÞ
arinnar. Hins vegar er míkil frjósemi hér á
landi, og standa aðeins Tyrkir og Kanada-
menn okkur framar um náttúrlega fólksfjöig-
un. Lúxemborgarar eru taldir 328 000 og mega
þeir gæta sín, því fjölgun íslendinga er svo
ör, að við getum farið fram úr þeim efttr i
nokkra áratugi. Fjölgunin er hér 2,1% á
ári, en 0,8% í Lúxemborg.
Ef litið er á töflur yfir þjóðarframleiðslu
á rnann, fjármunamyndun á mann og einha- ’
neyzlu á mann, erum við íslendingar í hópi finun hæstu þjóða.:
Verg þjóðarframieiðsla er sem hér segir á hvern íbúa:
1. Bandaríkin 1
2. Sviþjóð
3. Kanada .. 2.260
4 2.190 — v?
5. ísland
Næsta tafla or um fjárfestinguna, eða verga fjármunamyndun
á hvern íbúa:
1. Sviss
9 590 4 *
3. Bandaríkin ....... . 't
4. Svíþjóð 530
5. Kunada
Þriðja taflan sýnir einkaneyzlu, og enn eru sömu fimm þjóðir
efstar á blaði. Neyzla var á hvern íbúa:
1. • Bandaríkin ................ 2.090 doUarar
2. Kanada ...................... 1.420 ——
3. ísland ...................... 1.350 -
4. Svíþjóð ................... 1.300 ------ ;
5. Sviss ....................... 1.280 -
Á 'töflu yfir fjölda bifreiða á hverja 1 000 ibúa eru íslendiughr
í !). sæti. Hafa Frakkland, Lúxeraburg, Bretland, Þýzkaland og Ða»*
mörk farið frarn úr okkur í hlutfallslegum bíiafjölda á síðari árum.
Hvað snertir fjölda síma á hverja 1.000 íbua erum við £ 6. saetl, en
þar . hafa Danir smeygt sér upp í hóp hinna fimrn efstu. A svitH
býgginga íbúða cr árangurinn ekki eins góður, en 11 þjóðir foirfa
hærri tölur en við. Hér eru taldar 77 nýjar íbúðir ú hverja 1 000
íbúa, en þar eru Svíar efstir með 11,4 og margar Evrópuþjóðir með
7—9. Á einni töflu er ísland hæst, en það er um vexti.
Loks er birt tafla um raforkunotkun á íbua, en þar eru Norð-
menn lang hæstir, enda með mikinn orkufrekan iðnað. Þar er ísiand
í ,7. saiti, fyrir. ofan þjóðir eins og Breta, Frakka og Þjóðverja.
Þessar tölur og margar fleiri er að finna í ritinu „The OE€D
Observer”, febrúai’, 1966.
Miðstöðvarkefill
Notaður 25 til 50 ferm. með brennara fyrir
fýrirkjarðolíu óskast til kaups.
Upþlýsingar gefur Verkfræðistofan Fjar-
hitun s.f. Símar. 21040 og 21041.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 6. matz 1966 ^