Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Alžżšublašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Alžżšublašiš

						sveita á Selfossi
Landsmót íslenzkra lúðrasveita
er haldið þriðja hvert ár og verður
hið fimmta þeirra haldið á Selfossi
daga'na 24.—26. júní n.k. og sér
Lúðrasveit Selfoss um mótið. Tólf
lúðrasveitir hafa tilkynnt þátttöku
í mótinu að þessu sinni. Fyrri mót
in hafa verið haldin í Reykjavík,
Námsstyrk-
ur í
Háskólinn í Köln mun veita til
lenzkum stúdent styrk til náms-
dvalar við háskólann næsta vetur.
Styrkurinn nemur DM 400 —á
mánuði í 9 mánuði, tii dvalar í
Köln frá 1. nóv. 1966 til 31 júlí,
auk þess sem kennslugjöld eru
gefin eftir.
Umsækjendur  verða  að  hafa
nægilega kunnáttu í þýzku.
Umsóknir um styrk þennan skal
senda skrifstofu Háskóla íslands
eigi síðar en 15. júlí n.k. Umsókn
ásamt vottorðum og meðmælum,
skal vera á þýzku.
WWMWWWMWWWWWHW
LÁTIÐ BÓLU- *
SETJA YKKUR
Tilkynnt hefur verið, að hinn
9. þ.m. hafi héraðið Ponty
pool í Manmouthshire í
Wales verið lýst bólusýkt
svæði. Önnur bólusýkt svæði
í Englandi eru nú borgin
Stoke-on-Trent og héraðið
Cheadle. Eru ferðamenn, er
gera ráð fyrir að fára um
þessa hluta Englands, áminnt
ir um að láta bólusetja sig
í tæka tíð.
WWWWWWÆWWVWVWW
á Akureyri, í Vestmannaeyjum og
á ísafirði.
Mótið hetfst á föstudagskvöld
með kynningarkvöldi í Selfossbíói,
en síðan býður hreppsnefnd Sel
foss lúðrasveitarmönnum til kaffi
drykkju. Á laugardagsmorgun verð
ur samæfing á sama stáð, en kl.
2 e.h.ganga lúðrasveitirnar fylktu
liði og með lúðraþyt frá bíóinu
í Tryggvagarð, þar sem þær halda
útitónleika. Leika hinar einstöku
sveitir hver fyrir sig, en einnig
allar saman. Ér gert ráð fyrir, að
þessir hljómleikar standi allt til
kl. 6, að kaffihléi meðtöldu.
Á sunnudagsmorgun verður að
alfundur Sambands íslenzkra lúðra
sveita haldinn, en síðdegis Tialdið
til Þingvalla, þar sem allar sveit
irnar leika saman. Lýkur svo mót
inU með hófi í Valhöll um kvöldið.
Fyrir nokkru efndi Samb. ísl.
lúðrasveita til samkeppni um ný
íslenzk göngulög og hét tvennum
verðlaunum.
Frestur til að skila" lögum í
keppnina rann út um sl. mánaða
mót og höfðu þá borizt 9 göngu
lög. Stjórn SÍL skipaði þessa menn
í dómnefnd: Jón Þórarinsson tón-
skáld, dr. Hallgrím Helgason tón
skáld og Pál P. Pálsson stjórnanda
Lúðrasveitar Eeykjavíkur.
Úrslit í göngulaga-samkeppn-
inni verða birt á landsmótinu.
Mikill mannfjöldi hlýddi á
norrænu     lögreglukórana
syngja á túninu fyrir fram
an Mennetskólann í gær
kveldi.
Lögreglukórarnir gengu
fylktu liði frá nýju lögreglu-
stöðini við Hlemmtorg og
niður í bæ og fylgdi þeim
allmikill mannfjöldi, en
lúðrasveit fór fyrir.
ÁMHW\AMAAAA/\MMWW\/V\/\H\I\A\
ENN EKID A
AN BÍL OG
Reykjavík OÓ.
Ekið var á kyrrstæðan bíl á Frí
kirkjuveginum á móts við Miðbæj
arbarnaskólann í  gærmorgun og
hann skemmdur töluvert. Sá sem
Annríki hjá utan-
ríkisrábuneyfinu
Annríki mikið hefur verið hjá
stallara eða siðameistara utanrík
isráðuneytisins, Páli Ásgeiri
Tryggvasyni, þvi að sjaldan hejur
komið til landsins i einu jafnmargt
af sendiherrum erlendra ríkja hér,
sem búsetu hafa i erlendum borg
•um. Voru þeir flestir hér staddir
á þjóðhátíðinni, utan einn, sem
ekki komst i tæka tíð vegna verk
fallsins újá SAS.
Einn sendiherrann, K. Dorosz frá
Pólandi, sem aðsetur hefur í Osló,
er kominn hingað til að kveðja,
en hann hefur verið sendiherra
hér síðan í marz 1963
Þá kom hingað frá Stokkhólmi
Laliou Gantzhev, sendiherra Búlg
ara. Hefur hann látið í ljós mik
inn áhuga á að auka menningar
og viðskiptatengsl ríkjanna og m.a.
boðið   landbúnaðarráðherra   að
koma í heimsókn til Búlgaríu í
haust.
Sendiherra Hollendinga, J. H.
Van Roijan, sem aðsetur hefur í
London, kom líka hingað fyrir þjóð
hátíð og er hér enn. Mun hann
ferðast eitthváð um landið og eru
í för með honum fyrsti sendiráðs
ritari og landbúnaðarmálafulltrúi
við Hollenzka sendiráðið í London.
Sendiherra Ausurríkis, dr, Tsc
höp, kom hér einnig og var við-
staddur hátiðina.
Þá afhenti sendiherra Tyrkja
Osman Derinsu, trúnaðarbréf rétt
fyrir þjóðhátíðardag og er nú far
inn aftur, og loks var hér aðal
ræðismaður íslands i Nígeríu,
Norðmaður að nafni Solberg, en
í för með -honum var Monson, for
maður í sambandi skreiðarkaup
enda.
MANNLÁUS-
STUNGIO AF
tjóninu olli ók í burtu og hefur
ekkert til hans spurzt síðan.
Ekið var utan í bílinn á tíma
bilinu frá kl. 9—10. Númer bíls
ins er Y-667, sem er dökkrauður
Skodi árgerð 1958. Þegar eigand
inn kom að bílnum var búið að
beygla mikið hægri hurð og fram
bretti. Skemmdirnar eru það mikl
að að enginn vafi er á að sá sem
tjóninu olli hefur orðið þess var
að hafa keyrt utan í bílinn. Rann
sónkarlögreglan biður þann mann
að gefa sig þegar fram og eins
þá sem hafa vitni að ákeyrslunni.
Talsverð brögð eru að því að bíl
stjórar laumast burtu eftir að hafa
ekið utan í aðra bíla og valdið
meiri eða minni skemmdum. Er
þetta mjög bagalegt fyrir þá bíl
eigendur sem fyrir tjóninu verða,
þar sem þeir sjálfir verða að greiða
viðgerðarkostnaðinn, sem trygg
ingarfélögin borga ef vitað er hver
olli skemmdunum. þannig að felu
mennirnir græða lítið sem ekkert
á laumuspilinu.
Að visu greiða trygingarfélögin
bóhus til þeirra ökumanna sem
ekki valda tjóni, sem út af fyrir
sig er ágæt ráðstöfun, en afleitt er
þegar græðgin i bónusinn er svo
mikil að menn víla ekki fyrir
sér að láta aðra bíleigertdur sitjá
uppi með margfalt hærri viðgerð
arkostnað en bónusinn nemur.
Frambald a 14. bíou.
Umbarumbamba
- Sveitaball
Rvík, - GbG.
Á FUNDI með blaðamönnum í
gær, skýrðu Hljómar og Jón Lýðs
son frá því að í dag kæmi á mark
aðinn nýtt hljómplötualbúm með
tveim plötum, en á þeim eru lög
in sex, sem Hijómar leika í sinni
einu og fyrstu kvikmynd UMBAR
UMBAMBA. Þessi kvikm. er reynd
ar ætluð fyrst og fremst fyrir
brezkan markað og svo eru plöt
urnar einnig, og fyrir því eru nöfn
laganna flest á ensku. Nafnið á
kvikmyndinni f innst mönnum nokk
uð framandi, en það mun þó eiga
sér nokkra hliðstæðu hvað fram
burð snertir í einhverri mállýzku
Afríku. En til þess að íslenzkir
megi tileika sér að nokkru efni
myndarinnar, sem bráðlega verður
sýnd landsmönnum, ber hún og
hið íslenzka heiti SVEITABALL.
Myndin hefst með því, að Hijómar
þeysa í hlað með alvæpni, og fljót
lega er sveitaballið í algleymingi.
Þetta er svart-hvít mynd og tekur
hálftíma. Samtímis verður sýnd
önnur mynd í litum, er fjallar
um alla helztu dægurlagasöngv-
ara okkar tíma. Nafn þeirrar mynd
ar er: Um heitan sumardag.
Þessar myndir verða sýndar
fyrst úti á landsbyggðinni og síð
ast í Reykjavík, en sýningar munu
hefjast næstu daga.
Um plötuútgáfuna er þaS a6
ségja, aC Hljómar gefa plöturnar
sjálfir út en Jón Lýðsson hefur
framkvæmdastjóm á hendi, enda
þótt Hljómar hefi formlega cngau
umhoðsmann hérlendis. Lögin
eru öll eftir sólóistann i Hljóm-
sveitinni, Gunnar Þórðarson.
Upptakan fór fram i London í
studíói EMI á vegum Parlophone,
en þvi fyrirtæki má telja tll ágæt
is, að gefa einnig út plötur fyrir
Bitlana frægu.  '
Hljómar eru nú að búa sig ut'
í hljómleikaför um Iandið. Þetta*"
eru einskonar kveðjuhljómleikar,*
því að þessi vinsæla hljómsveit
er nú ráðin til 5 ára hjá fyrir-'1
tæki einu í Chicago, er sér um út*
vegun skemmtikrafta, Stevens*
Kitezumi Sands Ltd., en hringur
þessi hefur viðskipti um öll Banda
ríkin. Stevens var hér nýlega, eh
hann er giftur íslenzkri konú.1
Hann fór með Hijómum til Eng-
lands og spilaði með þeim sem
trompetleikari inn á plöturnar.
Komið hefur til tals, að þeir fé-
lagar skreppi til Japan í hljóm-
leikaför, áður en samuingstíma
þeirra líkur. Hljómar munu spila
inn á 12 laga plötu strax og þeir
koma til Bandaríkjanna, en þeir
fara í byrjun ágúst.
Sáftúfund'
ur i
'A
í gærdag komu saman á furid*
fulltrúar verkalýðsfélaganna og»
fulltrúar vinnuveitenda. StóW fund *
ur þeirra í um það bil þrjár klukku'
stundir, en ekki var upplýst i gær •
kveldi hvað þar hefði einkum ver»
ið rætt.
Helmingur  fulltrúanna  kemíur,
saman til fundar í fyrramáliö. en
eftir hádeglð hittast þeir allir a«
nýju.                        -
Þátt í þessum samningaviðræð '
um taka af háHu verkafólks: £ð-'
varð" Sigurðsson, Björn Jónsson. '
Jóna M. Gu8jónsdóttir og Hér- «
mann GuSmundsson og af háli'u '
atvinnurekenda.* Gunnar Guðjóns-'!
son, Barði Prlðriksson, Kjartan»
Thors og Hjörtur Hjartar.    nft.
ALpÝÐUBLAÐíÐ - 22. júní 196S ^
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16