Bókasafnið


Bókasafnið - 01.01.1976, Blaðsíða 2

Bókasafnið - 01.01.1976, Blaðsíða 2
Bókasafnið 1. TBL. 3. ÁRG. 1976 Útgefendur: Bókafulltrúi ríkisins Hverfisgötu 8-10 Reykjavík Bókavarðafélag Islands Pósthólf 7050 Reykjavík Félag bókasafnsfræðinga Pósthólf 1167 Reykjavík Ritstjórn: Else Mia Einarsdóttir Hiimar Jónsson Hrafn Harðarson Sigrún Klara Hannesdóttir Setning og prentun: Setjarinn hf. og Fjarðarprent Hafnarfirði október 1976 „Hvei's vegna eru bókasöfn svona lágt skrifuð?“ 197 4 skrifaði Eirikur Hreinn Finnbogason þáverandi borgarbókavörðrr Teiðara íBókosafnið. Hann sagði m.a.: „Sum, íslenzk sveitarfélög hafa unnið stórvirki í bóka- safnsmálum sínum, reist ný og góð luis yfir starfsemina og reynt að veita lienni viðunandi resktrarfé. En ís- lenzka ríkið hefur gætt þess vel að lialda sig fjarri slik- um menningarframkvæmdum.“ Þetta voru hörð orð en eigi að siður blakáldur raun- veruleikinn. Ýmsir trúðu samt á bjartari framtíð eink- um var það álit margra að ríkið mundi á síðast liðnum vetri bceta hlut sinn, þeqar fréttist að loksins ætti að afgreiða ný bókrisafnslöa. Þvi i fyrri gerð frumvarnsins um almenningsbókasöfn var gert ráð fyrir veruleqri hlutdcild rikisins bcrði í rekstri on eins i byqginqu nýrrcm bókhlaða. Sú varð þó ekki raunin. ™ Alþingi samþykkti cð visu ný lög sem fela í sér nokkra hagsbót fyrir söfnin. En fjárframlög koma samkvæmt þeim eingöngu frá sveitarfélögunum. Hvers verða þau megnug? Við reiknum með að kawpstaðir og stærri byggðarlög muni reyna að fara eftir ákvœðunum um rekstrarfram- lög, en mjög ósennilent er að ái slikvm verðbólgutímvm sem við lifum, muni þau þess umkomin að reisa góðar eða stórar bókhlöður. Hver verður svo hlutvr hinna smærri sveitarfélaga? Gunnar Markússon i Þorláksliöfn sagði á fundi bóka- varða í vetur: „Hér er öll vinna gefin og hér er aldrei hægt að fá nýja bók fyrir jól.“ Annar bókavörður varpaði fram þeirri sjmrnmgu á áðurgreindum fundi: „Hvers vegna eru bókasöfn svona lágt skrifuð?“ Þetta er einmitt spurning sem brennur á vörum allra bóka- varða i landinu i dag. Hvers vegna eru skipulögð stór- liverfi í sjálfri höfuðborginni án þess að þar sé gert ráð fyrir bókasafni? Hvers vegna veitir rikið fé í danshús- byggingar en forsmáir stofnanir sem dreifa bókum til almennings? Hafa valdamenn á Islandi aldrei komið á bókasöfn á Norðurlöndum, þar sem þau skipa vegleg- astan sess í menntakerfi viðkomandi landa sem alhliða menningarstofnanir? H.J. og H.H.

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.