Bókasafnið


Bókasafnið - 01.01.1976, Blaðsíða 8

Bókasafnið - 01.01.1976, Blaðsíða 8
ALÞJÓÐAMÓT BÓKAVARÐA I LAUSANNE Hinn árlegi fundur alþjóðasamtaka bókavarðafélaga — IFLA — var í ár hald- inn í Lausanne í Sviss, dagana 20.—28. ágúst í húsakynnum Tæknisháskóla Laus- anne. Um 350 manns frá 43 löndum tóku þátt í honum. Else Mia Einarsdóttir sótti fundinn af hálfu Bókavarðafélags Islands. Fundurinn í ár hafði nokkra sérstöðu, vegna þess að hanna átti að ákveða breytta tilhögun og nýja stofnskrá fyr- ir IFLA. Preben Kirkegaard, núverandi forseti samtakanna, sagði í setningaræðu sinni, að þetta væri í fyrsta sinn í nærri því 50 ára sögu IFLA, að sérstök lög væru samþykkt. Hann sagði að hingað til hefðu samtökin starfað samkvæmt nokkurs kon- ar „Gentlemen’s agreement“, en nú væri tími kominn til að samtökin eignuðust sér- staka stofnskrá. Stofnskráin var m. a. til umræðu á fundi IFLA í sló í fyrra, og hafði fasta- skrifstofa IFLA, sem hefur aðsetur í Haag í Hollandi, unnið úr tillögum og ábend- ingum, sem þar komu fram og send síðar öllum aðildarfélögum samtakanna drögin að skránni til umsagnar — einnig Bóka- varðafélagi Islands, sem er aðili að IFLA. Stofnskráin var borin undir atkvæði þegar á fyrsta degi fundarins, og tók það fundarmenn upp undir hálfan dag að sam- þykkja hana (120 þéttskrifaðar síður!). Nýja skipulagið felur m.a. í sér, að sam- tökin verða opnuð fyrir fleiri aðila, einnig fyrir einstaklinga. Sömuleiðis koma ein- stakir hópar eða deildir innan IFLA til með að fá beinni áhrif á starfsemi sam- takanna. Langtímaáætlun IFLA, sem nær yfir tímabilið 1976—1980, og sem þegar hefur verið hrundið af stáð, var meðal annars á dagskrá fundarins. Lagðar voru fram til- lögur um alþjóðlegt bókfræðikerfi (Uni- versal Bibliographic Control) og um þjóða reglur varðandi menntun bókavarða, millisafnalána innanlands og ríkja á milli. Samkvæmt langtímaáætluninni beitir IFLA sér einnig fyrir því, að fjallað verði um þróun bókasafnsmála og möguleika fólks að fá lánaðar bækur og rit. Sagt var frá námskeiði, sem haldið var í Seoul í Kóreu á vegum IFLA 1975. Þátttakend- ur voru 400 frá 28 löndum. Áætlað er að koma á fleiri slíkum námskeiðum á ýmsum stöðum, og er það liður í langtíma- áætluninni, sem gerir ráð fyrir stórátaki í þá átt, að allir fái jafnan aðgang að bók- um og ritum án tillits til búsetu (Universal Availability of Publications). Framsöguerindi fjölluðu m.a. um tíma- ritaskipti safna, um bókasafnsbyggingar, bókasöfn í sjúkrahúsum, skólabókasöfn,^P barnabókasöfn, ýmis sérsöfn eins og landa- fræði- og kortasöfn, þingsöfn, bókavarða- skóla og margt fleira. Einnig voru haldnir fundir sérstaklega ætlaðar bókasafnsstjóruum, ritstjórum bókasafnstímarita, bókavörðuum alþjóða- bókasafna og öðrum sérfræðingum. Sýning á innréttingum bókasafna var sett upp í anddyri hússins, meðal annars deild frá dönsku bókasafnsmiðstöðinni í Kauomannahöfn. Tölvukerfið SIBIL var 8

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.