Bókasafnið - 01.02.1978, Blaðsíða 18

Bókasafnið - 01.02.1978, Blaðsíða 18
KRISTlN INDRIÐADÓTTIR Alþjóðlegi barnabókadagurinn Á undanförnum árum hefur verið lögð meiri rækt við efni og frágang barnabóka á íslandi en tíðkast hafði áður um langt skeið. Umsagnir um nýjar bækur eru í flestum blöðum og veitt eru árleg verðlaun fyrir bestu frumsömdu og þýddu barnabækurnar sem út koma. Ákveðnir bókaútgefendur hafa lagt kapp á að gefa út vandaðar bækur þó að sölusjónarmiðið ráði enn allt of miklu um barnabókaútgáfu. í þessari grein verða rakin lauslega tildrög Alþjóðlega barna- bókadagsins 2. apríl og sagt frá framlagi ís- lands til þess að styrkja markmið hans. Þáttur alþjóðlegra stofnana The International Bureau of Education (IBE) í Genf var fyrsta alþjóðlega stofnunin sem lét kanna barnabækur um allan heim í kringum 1930 og birti um það skýrslur upp úr því. Áhugi á efni og útliti þeirra jókst þó ekki verulega fyrr en eftir síðari heimsstyrj- öldina, og á árunum 1960 til 1970 var blómlegt samstarf á milli International Federation of Library Associations (IFLA), United Nations Educational, Scientific and Cultural Organization (UNESCO), Interna- tional Youth Library (IYL) og International Board on Books for Young People (IBBY) um að efla bamabókmenntir til vegs og virðingar á alþjóðlegum grundvelli. Einn helsti frumkvöðull og kveikja þessa alþjóðlega samstarfs var Jella Lepman, for- stöðumaður IYL í Munchen frá stofnun þess 1949. Bókakostur þess safns spannar valdar barnabókmenntir allra hluta heims á ýmsum málum og var árið 1969 um 140.000 bindi. Fyrir atbeina Jellu Lepman var IBBY stofnað 18. nóvember 1951 í Zurich í Sviss en markmið þeirrar nefndar er að efla skilning á útgáfu og dreifingu barnabók- mennta, bæði í einstökum löndum og landa í milli. Nefndin í Genf reynir að tengja starfsemi þátttökuríkja hvaðanæva úr heiminum og hefur átt frumkvæði að ýms- um verkefnum sem auka hróður barna- bókahöfunda, þýðenda og teiknara. T.d. stofnaði IBBY til fyrstu alþjóðlegu verð- launaveitingarinnar fyrir barnabók árið 1956, H.C. Andersen verðlaunanna, sem síðan hafa verið veitt af alþjóðadómstóli annað hvert ár. Upphaflega voru þau veitt fyrir einstök verk en síðan 1963 fyrir öll verk viðkomandi höfundar. Frá árinu 1966 hafa einnig verið veitt H.C. Andersen verðlaun fyrir bestu bókaskreytingarnar í barnabók- um. Sama ár voru allar þátttökuþjóðir IBBY beðnar um að senda árlegan lista yfir bækur sem hæfastar þættu til þýðinga á önnur mál til höfuðstöðva nefndarinnar í Genf. Árið 1966 fékk Jella Lepman hugmynd- ina að Alþjóðlega barnabókadeginum sem skyldi vera 2. apríl ár hvert, á fæðingardegi danska skáldsins H.C. Andersen. Markmið þessa dags er að auka alþjóðlegan skilning á barnabókum og vekja áhuga á þeim í þátt- tökuríkjum IBBY. Þessa dags var fyrst minnst 1967 en frá árinu 1969 hafa einstök þátttökuríki IBBY skipst á um að senda frá sér alþjóðlegt ávarp til allra barna. Ýmsir þekktir rithöfundar hafa í því skyni samið stuttar sögur eða ævintýri. Þá hafa einnig verið gefin út sérstök veggspjöld eins og t.d. teikning danska teiknarans Ib Spang Olsen við ævintýrið Elverhoj (Álfhóll) eftir H.C. Andersen sem Danir gáfu út árið 1975 á 100 ára ártíð hans, en þá tóku þeir að sér að minnast dagsins. Veggspjaldið var prentað 18

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.