Bókasafnið - 01.03.1982, Blaðsíða 11

Bókasafnið - 01.03.1982, Blaðsíða 11
HERBORG GESTSDÓTTIR Ávarp, flutt á afmælishátíð Bókavarðafélags íslands, 6. september 1980 Herborg Gestsdóttir er fœdd 20. apríl 1913 að Björnólfsstöðum í Langadal í Austur- Húnavatnssýslu. Að loknu barnaskólanámi fyrir norðan fluttist hún með móður sinni til Reykjavíkur og gekk í gagnfrœðaskóla og menntaskóla þar. Herborg hóf störf við Borgarbókasafn Reykjavíkur 1. október 1938 og starfaði þar síðan, lengi sem deildarfulltrúi, en lét af störfum 31. ágúst 1981. Hún var einn af stofnendum Bókavarðafé- lags íslands og fyrsti formaður þess. Það er langt síðan okkar ágæta Bóka- varðafélag var stofnað. Raunar miklu lengra en venjulegt tímatal gefur til kynna. íslendingar á mínum aldri eru í raun og veru fæddir á miðöldum og hafa síðan lifað að minnsta kosti þrjá mannsaldra, og ef til vill má segja eitthvað svipað um bókasöfnin í landinu. Mörg þeirra eru fædd aftur í grárri miðaldaforneskju, og leið þeirra hefur verið og mun verða þung undir fæti áður en nú- tímalegu takmarki er náð. Peningalaus, húsnæðislaus og jafnvel fast að því bókalaus tórðu söfnin, og vitanlega bókavarðalaus, nema ef einhverjir skrítnir grúskarar tóku sér fyrir hendur að þjóna þeim eftir bestu getu, og þá auðvitað hver og einn eftir sínu höfði. Þegar ég var krakki uppi í sveit, fyrir óra- löngu, var lestrarfélag sveitarinnar hýst á mínu heimili. Það var í stórum skáp og í kössum, sennilega 400—500 bindi, og venjulega voru keyptar allt að tíu bækur á ári. En þessar bækur voru mikið lesnar, að minnsta kosti hafði ég nóg að lesa og las þær víst allar, bæði Kapítólu og Búnaðarritið og allt þar á milli. Síðan voru svo bækurnar fluttar í þinghús hreppsins, sem var stein- kumbaldi án upphitunar, og mun sagginn hafa að mestu séð um endalok þeirra. Þegar ég hugsa til stofnunar Bókavarða- félagsins kemur mér fyrst í hug, að þar var fátt um ungt fólk og bókaverðir með sér- menntun mjög svo fáséðir. Að skrifa bækur, safna bókum eða vera bamakennari þótti í þann tíð gott veganesti til starfans. Að þykja gaman að lesa bækur þótti frekar meðmæli, og á því mun ég, fyrir fjörutíu og tveim ár- um, hafa flotið inn í starfið. Ég treysti mér ekki til að telja fram nein sérstök stórvirki, sem félagið hefur framkvæmt, en þrátt fyrir það hefur verið töluvert gagn að tilveru þess, fyrst og fremst vegna þess, að það hefur eflt stéttarvitund bókavarða og stuðlað að kynnum þeirra, ekki hvað síst með lands- fundunum, og einnig með útgáfustarfsemi, þó hún sé ennþá alltof lítil. Einnig má draga í efa, að Þjónustumiðstöð bókasafna væri til ef Bókavarðafélagið hefði ekki verið stofn- að, þó að Félag bókasafnsfræðinga hafi átt drýgstan hlut að því að koma henni á legg. 11

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.