Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.1983, Blaðsíða 7

Bókasafnið - 01.06.1983, Blaðsíða 7
MERKISAFMÆLI „Það er svo óþægilegt af því að safnið er alltaf að fierast til og frá” Upp úr hádegi á miðvikudögum er bókabíllinn sem kallaður er Höfðingi við Fellaskóla í Breiðholti. Þegar Höfð- ingi renndi þar inn á planið fáum mín- útum yfir hálf tvö beið þar Gunnar Ónrarsson með bækur sem hanmvar að skila. Við trufluðum hann meðan hann var að velja sér nýjar bækur og spurðum hann að aldri. Það hefur komið fyrir, en það er ekki oft. Ég les þær þá aftur. Það er þá vana- lega eitthvað gott í þeim sem ég get haft gagn eða gaman af. — Ertu ekki að verða búin að lesa allar bækur Borgarbókasafns? Ég náttúrlega veit það ekki. Það er nú vist töluvert til af bókunr þarna. — Ólafía hvað viltu segja okkur um þessa þjónustu að lokum? Þetta er alveg fyrirtaks þjónusta. Hún er svo góð að ég skil ekkerl í að það skuli vera nokkur maður sem til dæmis getur sæmilega lesið á mínum aldri eða af eldra fólki sem ekki nú hagnýtir sér þetta. Af því þetta er líka látið í té á svo góðan hátt; á svo hentugan hátt fyrir okkur gamla fólkið. Mér finnst þjónust- an svo góð að það er eins og maður sé að gera þetta fyrir fólkið, en það ekki fyrir okkur. Það er mín reynsla. Og það er alveg sama hver það hefur verið. Hvort það hefur heldur verið fólkið sem ég hef nú talað við í síma, því aldrei hef ég nú komið á staðinn, eða þá þeir sem hafa komið heim með bækurnar. Það er alltaf jafngott, og eins og ég segi: það vill allt fyrir mann gera. ÞTÞ — 12 ára, sagði hann. Hann býr í ná- grenninu og kemur oft í bókabílinn. — Er langt siðan þú fórst að koma í bílinn? — Svona tvö ár, það eru tvö ár síðan ég flutti hingað. Hann kvaðst hafa átt heima í Sæviðarsundinu áður og þá fór hann oft í Sólheimasafnið. — Hvernig bækur lestu mest? — Aðallega stríðsbækur. — Fullorðinsbækur? — Já, ég er búinn að lesa flestar hinar bækurnar. — Lestu mikið? — Já, nrjög mikið. Stundum les ég sömu bækurnar aftur ef það er langt síðan ég hef lesið þær. — Finnst þér þá vanta meira af bók- um hérna? — Já, sérstaklega nýjum bókunr. Það er erfitt að fá þær. Stundum fer ég niður á Bústaðasafn, þar er meira af bókum. — Finnst þér þá ekki vanta bókasafn hér? — Jú. — En nú á bráðum að koma bóka- safn í Gerðuberginu. — Já, ég vissi ekkert af því fyrr en bara núna nýlega. — Lestu bara stríðsbækur. lestu ekki bækur eins og eftir t.d. Halldór Laxness? — Nei, mér finnast þær ekkert skemmtilegar. - Hefurðu lesið eitthvað eftir hann? — Nei, ég veit bara að hann er ekkert skemmtilegur. - Hvernig geturðu vitað það ef þú hefur ekki lesið hann? — Æ, ég heyri stundum svoleiðis í útvarpinu og það er.ekkert skemmtilegt. - Ef þú lest nú svona mikið af skáldsögum, hefurðu þá nokkurn tírna til að lesa námsbækurnar? — Já,já. - En sjónvarpið eða vídeó? — Já, já, ég horfi líka á sjónvarpið. En það er ekki vídeó heima hjá mér. Ef það væri mundi ég ábyggilega ekki lesa svona mikið. — Lesa krakkar sem þú þekkir mik- ið? — Já, suniir lesa mjög mikið. Við hættum nú að trufla Gunnar frá bókunum og snerum okkur að lítilli stúlku sem var búin að velja sér nokkrar bækur og spurðum hana að heiti og aldri. Ilún kvaðst heita Halla Björg Karlsdóttir. 9 ára. og búa í Asparfellinu. - Kemur þú oft í bókabílinn? — Stundum, ekki mjög oft. En ég fer soldiðoft niðrá Bústaðasafn. — Ferðu þá ein í strætó? Stimplagerðin, Hverfisgötu 50, Vatnsstígs- megin, sími 10615. 7

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.