Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.1983, Blaðsíða 23

Bókasafnið - 01.06.1983, Blaðsíða 23
BÓKASÖFN í NÝJU HÚSNÆDI „Þar á öllum að geta liðið vel” Héraðsbókasafhið á Djúpavogi flytur Útlánssalur Hér á Djúpavogi var mikill hátiðis- dagur þann 20. nóvember sl., en þá var nýtt hús undir skóla- og héraðsbókasafn tekið í notkun. Byggingin er í tengslum við Grunnskóla Djúpavogs og er 160 m2 að stærð. Byggingarframkvæmdir hóf- ust árið 1978. Við opnunina setti Már Karlsson, varaoddviti, samkomuna og rakti bygg- ingarsögu hússins. í ræðu sinni sagði hann m.a. að margt glepti fólk í nú- tímaþjóðfélagi. Það væri og yrði hlut- verk sveitarstjórna að vinna gegn hvers konar ómenningu, en hlúa að menningu og menntun íbúanna. Hann sagðist vilja hvetja fólk á þjónustusvæði safnsins til að koma sem oftast í safnið sem væri vistlegt og aðlaðandi — „þar á öllum að geta liðið vel“. Þá bað hann formann bókasafnsstjómar, Valgeir G. Vil- hjálmsson, að taka við lyklinum að safninu. Formaður þakkaði hrepps- nefnd Búlandshrepps fyrir góðan skiln- ing á þessu mikla menningarmáji, og öllum öðrum, sem lagt hefðu hönd á plóginn við að hrinda því í framkvæmd. Síðan rakti hann sögu bókasafna á Djúpavogi. í máli hans kom fram að um aldamótin 1800 hefði verið starfandi lestrarfélag, sem stofnað var af Jóni Stefánssyni, verslunarstjóra hjá J.L. Busch. Frá þessu er sagt í Ferðabók Ebenezer Hendersons. Valgeir Ias nokkrar glefsur úr fundargerðabók bókasafnsstjórnar, en sú bók er merkileg fyrir margra hluta sakir og full af kímni og vakti lesturinn mikla kátínu. Lesin voru skeyti og gestir fluttu ávörp og færðu safninu góðar gjafir. Formaður þakkaði fyrir hönd safnsins og bauð mönnum að ganga í safnið. Á þessari hátíð voru um 90 manns, en á Djúpavogi eru íbúar um 400. Húsakynni safnsins eru björt og vist- leg. Á gólfi er ljós viður, í barnadeild eru rauðar hillur og rauðir og gulir svarnp- púðar, annars staðar í safninu eru gular hillur. Hillubúnaður var keyptur frá Þjónustumiðstöð bókasafna, einnig spjaldskrárskápur. Lesborð og stólar, svo og afgreiðsluborð verða keypt síðar. Innangengt er úr skóla í safn, en sér- stakur inngangur, fatahengi og snyrting, er ætlaður almenningi. Inn af vinnuher- bergi bókavarðar er lítil geymsla. Safnið var áður í u.þ.b. 20 fermetra herbergi í skólanum. Allar bækur safnsins hafa verið endurflokkaðar og komið hefur verið upp spjaldskrá yfir þær. Notuð er miðskráning og voru spjöldin keypt frá Þjónustumiðstöð bókasafna. Með hinunt nýju húsakynnum opnast möguleikar til nýrra þjónustuþátta. í safninu er örfilmulesari og er stefnt að því að fá kirkjjjbækur umdæmisins á örfilmum, svo og dagblöð og lands- málablöð. Keypt hafa verið lingua- phone málanámskeið og eru þau lánuð út. Útlán eru til erlends farandverkafólks og hefur safnið fengið bækur í milli- safnalánum til aðannast þessa þjónustu. Aðsókn að safninu mánuðina desem- ber og janúar sl. hefur aukist um rúm- lega 55% frá sama tímabili árið áður. Kristín H. Pétursdóttir, bókafulltrúi ríkisins, var á Austurlandi 7.—19. nóv. og stjórnaði flutningi safnsins og upp- setningu. Hún fór einnig til Fáskrúðs- fjarðar til að leggja á ráðin um endur- flokkun og skráningu safnkosts þar, svo og innréttingu nýs húsnæðis fyrir safnið. Hún var jafnframt tvo daga á Breið- dalsvík og stóð fyrir endurskipulagningu hreppsbókasafnsins. Á meðan heimsókn hennar stóð, var haldinn fundur í hér- aðsbókasafninu með fulltrúum Geit- hellnahrepps um framtíð hreppsbóka- safnsins þar og samvinnu við safnið á Djúpavogi. Ólöf Óskarsdóttir, héraðsbókavörður Bamadcild 23

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.