Bókasafnið - 01.07.1984, Blaðsíða 14

Bókasafnið - 01.07.1984, Blaðsíða 14
2. ársþitig Bóka- varðafélags Islands Bókavarðafclag íslands (BVFÍ) hclt 2. ársþing sitt þann 5. maí á Akureyri í boði Amtsbókasafns- ins. Þingið var haldið á lestrarsal safnsins og sóttu það 25 fulltrúar aðildarfélaganna innan BVFÍ. Áheyrnarfulltrúar voru Kristín FI. Pétursdóttit bókafulltrúi ríkis- ins og Andrea Jóhannsdóttir að- stoðarbókafulltrúi. Dagskrá ársþingins hófst með því að formaður setti þingið og bauð fulltrúa velkomna. Síðan fór fram kosning fundarstjóra og rit- ara þingsins. Fundarstjóri var kosin Hildur G. Eyþórsdóttir, til vara Steingrímur Jónsson, ritarar þau Rebekka Guðfinnsdóttir og Gunnar Gunnarsson, en til vara Sigríður Gísladóttir. Fundar- stjóri, Hildur G. Eyþórsdóttir, tók síðan við stjórninni og stýrði umræðum á fyrri hluta þingsins, en Steingrímur Jónsson stjórnaði síðari hlutanum. Skýrsla formanns Pessu næst flutti formaður skýrslu stjórnar. Þar kom m.a. fram að félagar í BVFÍ voru skv. síðustu talningu 295. Á árinu hafði 21 hætt af ýmsum ástæðum og 28 höfðu gengið í félagið. Útgáfumál voru nokkuð rædd á árinu vegna losarabrags á útgáfu Fregna. Haldinn var fundur með útgáfuaðilum, þ.e. BVFÍ og Félagi bókasafnsfræðinga, en rit- nefnd Bókasafnsins boðaði til þess fundar. Þar var ákveðið að rit- nefndin sæi um að skipta útgáf- unni á milli félaganna og kæmu a.m.k. 4 tbl. út á ári. Á næsta ári verða liðin 25 ár frá stofnun BVFÍ og hefur verið rætt um kjör heiðursfélaga félagsins í tilefni af því. Stjórnin hefur ákveðið að fella niður félagsgjöld þeirra félagsmanna, sem komnir eru á eftirlaun. Þá var ákveðið að skipa nefnd til að móta reglur um kjör heiðursfélaga í framtíðinni. Stjórn BVFÍ mótmælti fyrir- hugaðri gjaldtöku fyrir útlán bóka úr Héraðsbókasafni Kjósarsýslu, en þar hefur almenningur haft ókeypis afnot af safninu. Fulltrúar BVFÍ í nefnd sem gera á tillögur um uppbygg- ingu og aðsetur almennings- bókasafna kynntu stjórninni skýrslu nefndarinnar. Erfiðlega gekk að fá þessa skýrslu útgefna, og skrifaði stjórnin menntamála- ráðherra bréf vegna þessa. Skýrslan er nú komin út. Undanfarin 3 ár hefur undir- búningsnefnd starfað vegna 15. Norræna bókavarðaþingsins, sem halda á í Reykjavík 24.-27. júní n.k. Undirbúningurinn er nú að komast á lokastig, og er vonast til að sem flestir íslenskir bókaverðir láti sjá sig á þinginu. Á árinu var haldinn einn félags- fundur, um bókasafn framtíðar- innar. Framsögumenn voru Hrafn Harðarson, Eiríkur Þ. Ein- arsson, Þórir Ragnarsson og Friðrik Sigurðsson. Fundarstjóri var Viggó Gíslason. Kristín V. Fenger var fulltrúi BVFÍ á undirbúningsfundi vegna inngöngu íslendinga í alþjóðlegt félag um barnabókmenntir, IBBY. Stjórnin ákvað að BVFÍ gerðist aðili að blindrabókasafnadeild IFLA, og er verið að koma því í framkvæmd þessa dagana. Reikningar Gjaldkeri lagði fram og skýrði reikninga félagsins. Niðurstöðu- tölur rekstrarreiknings voru kr. 58.193.80. Eignir félagsins voru kr. 61.873.54. Engar athuga- semdir komu fram varðandi reikninga félagsins. Alyktunartillaga frá ályktana- nefnd var þessu næst lögð fram og rædd. Hún var samþykkt eftir nokkrar umræður með smávægi- legum breytingum. Ályktunin er birt í heild að lokinni þessari skýrslu. Fjárhagsáætlun Gjaldkeri gerði grein fyrir fjár- hagsáætlun og frantkvæmda- áætlun félagsins fyrir næsta starfsár. Hæsti liður fjárhagsáætl- unar er prentunarkostnaður vegna Bókasafnsins. Áætlað er að á árinu verði haldin námskeið, sem skipulögð verði af fræðslu- nefnd í samvinnu við aðildarfélög BVFÍ, og er gert ráð fyrir pen- ingaupphæð til þeirra í fjárhags- áætlun. Þá verður reynt að halda úti starfsmanni fyrir félögin, og verður vonandi hægt að koma því máli á fast á árinu, en gert er ráð fyrir kostnaði vegna þess. Fyrirhugað er að athuga með samvinnu við Þjónustumiðstöð bókasafna í þessu máli. Reikningar félagsins náðu að- eins til áramóta, og gáfu þess vegna ekki til kynna hvernig BVFÍ er statt fjárhagslega á þessu ári, en fram kom við umræður um framkvæmdaáætlun að fyrirsjáan- legt er, að nokkur fjárhæð verður til í sjóðum félagsins þegar árgjöld hafa komið inn. Allnokkuð var rætt um hvernig þessum pen- ingum yrði best varið og m.a. um að endurgreiða aðildarfélögunum þremur hluta af þessum tekjum, vegna þess hve félagsgjöld þeirra eru lág. Þá var samþykkt að lækka árgjald til BVFÍ úr 500 kr. í 400. Stjórn og nefndir Stjórn BVFÍ, sem kynnt var á ársþinginu, hefur skipt með sér verkum og verður þannig skipuð næsta starfsár: Eiríkur Þ. Einars- son formaður, Knstín V. Fenger 14 BÓKASAFNIÐ

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.