Bókasafnið


Bókasafnið - 01.02.1988, Blaðsíða 4

Bókasafnið - 01.02.1988, Blaðsíða 4
BÓKASAFNIÐ Að stefna á brattann Viðtal við doktor Sigrúnu Klöru Hannesdóttur Guðrún Pálsdóttir bókavöröur, Rannsóknastofnun landbúnaöarins - No goal is too high if we climb with care and confidence Sigrún Klara Hannesdóttir er dósent í bóka- safns- og upplýsingafræði við Háskóla íslands. í janúar 1987 lauk hún, fyrst allra íslendinga, doktorsprófi í bókasafnsfræði við University of Chicago. Hún hefur verið kennari í fræðigrein- inni við Háskóla íslands síðan 1971 og mótun fagsins er að mestu leyti hennar verk. Hún hefur unnið mikið á alþjóðavettvangi á sviði skóla- safna og menntunar skólasafnvarða og verið þar frumherji eins og hér heima. Lífshlaup Sigrúnar hefur á margan hátt verið óvenjulegt. Blaðamaður Bókasafnsins átti við hana langt og opinskátt viðtal í hlýlegri íbúð hennar við Hjarðarhagann. Viö byrjum á t>ví að forvitnast um bemsku og uw- vaxtarár. Ég er fædd og uppalin á Seyðisfirði, er næstyngst fjögurra systkina. Faðir minn var allt í senn, verka- maður, bóndi og sjómaður. Hann og móðir mín, sem var heimavinnandi húsmóðir, hófu sinn búskap á kreppu- árunum þcgar mikið þurfti á sig að leggja til þess að hafa í sig og á. Við bjuggum á svokallaðri Búðareyri og höfðum 40-50 kindur og 2 kýr. Ég ólst því upp við öll almenn sveitastörf auk þess sem ég fékk stundum að skreppa með föður mínum á sjóinn á lítilli opinni skektu sem hann átti. Átta ára gömul byrjaði ég að vinna í saltfiski ásamt öðrum jafnöldrum mínum og eftir því sem ég stækkaði urðu störfin fjölbreyttari þannig að ég hef unnið öll almenn fiskvinnslustörf. Á unglingsárunum upphófst svo síldarævintýrið og þá unnu allir sem vettlingi gátu Sigrún Klara Hannesdóttir. valdið. Ég komst meira að segja í síldarverksmiðju þar sem ég vann við skilvindumar, en vinnan í verksmiðj- unum var þá nær eingöngu unnin af karlmönnum. Unnið var á átta tíma vöktum - ég byrjaði kannski kl. 12 á hádegi, hætti kl. 8 um kvöldið og byrjaði síðan kl. 4 um nóttina. Kl. 4 næstu nótt fór ég svo að sofa - svona gekk þetta koll af kolli. Það var því lítið svigrúm til annars en að vinna og hvfla sig á milli. Mína fyrstu menntun fékk ég í bamaskólanum á Seyðisfirði og að námi þar loknu fór ég í Alþýðuskólann á Eiðum þar sem ég var einn vetur. Þar þreytti ég landspróf vorið 1959 og um haustið lá svo leiðin í Menntaskólann á Akureyri þar sem ég var í fjóra vetur. Mér gekk námið vel, haíði mikinn áhuga á öllu og átti erfitt með að gera upp á milli stærðfræði- og mála- deildar. Máladeildin varð fyrir valinu, kannski vegna þess að á þessum ámm var mjög fátítt að kvenfólk færi í stærðfræðideildina, aðeins ein úrokkarárgangi valdiþá brauL Ég var í heimavistinni alla vetuma og fjármagnaði dvölina með sfldarvinnu heima á sumrin og fékk auk þess aðstoð frá foreldmnum ef sumarhýran hrökk ekki til. Að Ioknu stúdentsprófí vorið 1963 var ég langt frá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.