Bókasafnið


Bókasafnið - 01.04.1993, Blaðsíða 40

Bókasafnið - 01.04.1993, Blaðsíða 40
“Man skal snakke hnjt, tydeligt og langsomt!“ ann 20. september 1992, sólríkan sunnudag, hittust fjórir íslenskir bókaverðir á Höjstrupgárd í Helsin- g0r, þær Erla Kristín Jónasdóttir Gerðubergi, Hulda Björk Þorkelsdóttir Keflavík, Marta Hildur Richter Mosfellsbæ og Rósa Traustadóttir Selfossi. Tilefnið var námskeið á vegum Danska bókavarða- skólans: „Organisationsudvikling i folkebibliotekerne - ny teknologi og formidlingsarbejde“. Hojstrupgárd er virðulegt setur í yndislegu umhverfi. Þar hefur verið út- búin glæsileg og fullkomin aðstaða til námskeiðahalds. Áttum við þarna sex skemmtilega og fróðlega daga, og var allt skipulag, faglegt og félagslegt, frábært. Tilgangur námskeiðsins var fyrst og fremst að beina athygli þátttakenda að því að með nýrri tækni er nauð- synlegt að endurskipuleggja vinnubrögð í bókasöfnum almennt. Það kom reyndar skýrt fram að það er ekki ein- göngu vegna nýrrar tækni sem breytinga er þörf. Bóka- söfn á Norðurlöndum hafa átt í „tilvistarkreppu" og tímabært orðið að marka nýja stefnu. Einnig hefur verið mikill niðurskurður á fjárframlögum til safna síðustu ár- in og því óhjákvæmilegt að endurskoða starfsemina og hagræða henni. Ný tækni gerir kleift að brjóta niður að hluta hefð- bundna deildarskiptingu (faggrænser). Bókaverðir hafa meiri möguleika á að færast milli starfa en áður og sér- hæfing minnkar. Starfsmenn gætu tekið meiri þátt í stefnumörkun og þannig nýst stofnuninni betur. Frá sjónarhóli starfsmanns ætti starfið að verða fjölbreyttara og skemmtilegra, hæfileikar einstaklingsins að nýtast betur, bilið milli faglærðra og ófaglærðra að minnka og hver bætir annan upp! Eitt starf verður því ekki öðru merkilegra því öll eru þau hlekkur í þeirri keðju að þjóna notendum sem best. Talsvert var rætt um samskipti og þjónustu við lán- þega og þeirri spurningu varpað fram hvort við værum nokkuð búin að gleyma tilgangi bókasafna. Eru ekki öll söfn, hvaða nafni sem þau nefnast, byggð upp til þess að þjóna lánþegum? Er hlustað á væntingar þeirra og óskir? Erum við týnd í fræðimennskunni og búin að stein- gleyma út á hvað allt þetta gengur? Fram kom sú skoðun að nauðsynlegt sé að allir starfsmenn komist hver og einn í beint samband við lánþegana og kynnist af eigin raun þeim sem verið er að þjóna. Mikið var rætt um valddreifingu („decentralisering") í bókasöfnum og talið nauðsynlegt að hver eining/útibú hafi oftar frumkvæði og axli meiri ábyrgð. Stjórnunar- mynstur breytist þar með, og eins og áður sagði taka starfsmenn þá meiri þátt í stefnumótun. Söfn á Islandi hafa reyndar aldrei verið eins miðstýrð hvað innra og ytra skipulag varðar eins og söfn annars staðar á Norð- urlöndum. Breytingar á safnefni, búnaði og uppröðun fylgir í DANMARKS BEBLIOTEKSSKOLE NordUk kursus: Organisationsudvikling i folkebibliotekerne 10.08.1992 Aalborgafdelingen - ny teknoiogi og formidlingsarbejde PE/BMS Hojstrupgárd Klokken: Sendag d. 20.9 Mandag d. 21.9 Tirsdag d. 22.9 Onsdag d. 23.9 Torsdag d. 24.9 Fredag d 25.9 9.00-10.15 10.15 - 10.45 KafTe 10.45 - 12.00 Borge Sorensen, Stads- bibliotekar, Kobenhavn: Formidlingsarbejde og organisationsændringer i danske folkebiblioteker: - status og perspektiver. Diskussion Harald von Hielmcrone, Forstebibliotekar, Statsbib- lioteket Árhus: Organisations- og tekno- logiudvikling i nordiske forskningsbiblioteker. Marianne Hiort-Lorenzen, konsulent: Forandringsarbejde i svenske folkebiblioteker: Et projekt. Studietur til Malmö i Sve- rige. Roland Eliasson, Lánsbib- liotekarie, Halmstad Stads- bibliotek: Organisationsforandring og informationsteknologi i svenske folkebiblioteker. Ragnar Audunson, ama- nuensis, Oslo: Innovation og udvikling i folkebibliotekeme - et forskningsprojekt. Dorte Skot-Hansen, fagle- der, Danmarks Biblioteks- skole: Innovationsarbejde og forsogsvirksomhed. Fremlæggelse og diskus- sion. Kursusevaluering Afslutning 12.00 - 13.00 LUNCH LUNCH LUNCH LUNCH LUNCH LUNCH 13.00 - 18.00 Kaffe Workshop I Ekskursion til Louisiana og Kronborg. Pierre Evald, Danmarks Biblioteksskole: UDFO-projektet - en inter- vieewundersogelse om organisationsudvikling i danske folkebiblioteker. Skovtur/ekskursion. Sven Nilsson, Stadsbiblio- tekar, Malmö Stadsbiblio- tek. Organisationsforandring og kvalitetsudvikling. Workshop II Afrejse 18.00 - 19.00 MIDDAG MH)DAG MIDDAG MIDDAG MIDDAG MIDDAG 19.00 Velkomst Introduktion Præsentation Fremlæggelse og diskus- sion Anders 0rom: Profession, idcntitet og formidlings- arbejde Aften i Kobenhavn Festivitas 40
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.