Bókasafnið


Bókasafnið - 01.04.1993, Blaðsíða 48

Bókasafnið - 01.04.1993, Blaðsíða 48
Kristín H. Pétursdóttir ræðir við Sandy Dolnick Bakhjarl bókasafna - vinafélög hafa reynst bandarískum bókasöfnum ómetanleg egar landið skartaði sínum fegurstu haustlitum í fyrrahaust, fengum við góðan gest til Islands, Sandy Dolnick, framkvæmdastjóra samtaka vinafélaga bóka- safna í Bandaríkjum Norður-Ameríku. Hún heillaðist mjög af landinu enda getur vart fegurra að líta en Þing- velli í septemberskrúða sínum. Sandy var líka fljót að finna andlegan skyldleika með þeim Islendingum sem hún hitti. Þegar hún skrifaði okkur eftir að hún kom heim, sagði hún að hvort tveggja, landið og þjóðin væru „vel varðveitt leyndarmál" því flestir í hennar umhverfi þekktu lítið til íslands og umræða og kynni á íslandi væru engin. Sandy Dolnick var gestur Styrktarsjóðs Blindrabóka- safns íslands og fræðslunefndar Bókavarðafélags íslands, en þessir aðilar sameinuðust um að bjóða henni hingað til þess að kynna starfsemi vinafélaga bókasafna. Hún hélt hér fræðslufund um efnið, en hitti einnig ýmsa og heimsótti nokk- ur bókasöfn. Námskeiðið sem haldið var í Gerðubergi sóttu 25 manns, starfsfólk úr ýmsum tegundum bókasafna, og var það ákjósanleg blanda af fólki, því vinafélög eru ekki síður nauðsynlegur bakhjarl fyrir rannsóknarbókasöfn en al- menningsbókasöfn. Sandy var bebin að skýra í fáeinum orðum aðstœður í Bandaríkjunum, söguleg atriði, fjárveitingar til bóka- safna, lagasetningar og samvinnu safna: Bandarísk bókasöfn fá mestan hluta fjárframlaga frá eigin sveitarfé- lagi eða borg. Fjárframlög frá alríkis- stjórninni eru aðeins um 1%. Pen- ingar eru aðallega fengnir af útsvörum sveitarfélaga og einhver fjárframlög koma einnig frá fylkisstjórn. I mörg- um fylkjum verða bókasöfn að tilheyra einhverju ákveðnu bókasafnakerfi til að fá framlög frá fylkisstjórn. Gert er að skilyrði að söfnin haldi uppi ákveðinni þjón- ustu og fjöldi opnunartíma nái ákveðnu lágmarki. Einnig verður að uppfylla lagaákvæði um aðgang fyrir fatlaða, o.fl. Lögð er áhersla á að söfn skipti með sér verkum og samnýti upplýsingar og efni og þannig er séð til þess að fé nýtist sem allra best. Fylkisstjórnir sjá um að á vegum fylkisbókasafna séu ráðgjafar sem fylgjast með og að- stoða við þessa tengingu. Vinafélög bókasafna - hvernig urðu þau til, bvað fékk fólk til að sameinast um stofnun þeirraf Vinafélög bókasafna voru beinlínis stofnuð til að afla fjár til einstakra safna innan sveitarfélags, og til þess að að- stoða við að útvega hluti eða efni til safnsins sem ekki fékkst fjárveiting til. Oft voru þetta hlutir sem ætlaðir voru í barnadeildir safna, kvikmyndasýningarvélar, myndbandstæki, píanó, gluggatjöld o.s.frv. Þetta hefur lítið breyst, þótt forgangsröðin sé önnur. Fólk stofnaði þessa vinahópa annars vegar vegna skattalaga og hins vegar vegna áhuga á að efla og bæta mikilvæga stofnun samfélagsins. Sjálfboðaliðavinna í þessu formi er mjög algeng og sést í ýmsum myndum í Bandaríkjunum. Þegar fjárhag safna er ógnað, fólk hefur ekki aðgang að safni vegna stytting- ar á opnunartímum eða vinsælar bækur eða eftirlætis- tímarit eru ekki fáanleg á safninu, láta þessir sjálfboðalið- ar til sín taka. Þeir ráðgast við forstöðumenn safnanna um hvað sé til bjargar. Stundum er lausnin aðstoð sjálf- boðaliða á söfnunum sjálfum, stund- um gagnar að rætt sé við sveitar- stjórnarmenn og þá sem ráða fjár- málunum. Hækkun fjárframlaga er aðalmarkmiðið, en það er einnig hægt að safna fé til safnsins með því að ráðast í ýmis verkefni, svo sem bókamarkaði, góðgerðasamkomur o.fl. Hvers konar fólk tekur þátt í slíku starfif Hvað far það til að bjóða fram tíma, krafta og peninga? Hvert er markmið slíkra hópaf Ég get nefnt sem dæmi athafna- menn í viðskiptalífi sem gera sér grein fyrir þeim almenna velvilja sem þeir og fyrirtæki þeirra fá með því að taka þátt. Aðallega eru það þó konur sem framkvæma hlutina: mæður, framkvæmdastjórar, eigendur fyrir- tækja, kennarar. Sambland af öllu þessu er þó best og gott er að hafa nokkur þekkt andlit innan um. Svo ég nefni dæmi: í New York varð þátttaka Frú Astor, konu velþekkts auð- kýfings, til þess að Vinafélag borgarbókasafnsins, New York Public Library, náði þeim mikla árangri sem raun ber vitni. Fólk í vinafélögum er hvatt áfram af þeirri hug- sjón að það sé að styrkja og efla samfélagið og jafnframt er það ást þeirra á bókum og lestri sem heldur áhuganum vakandi. Margir ganga í vinafélög vegna þess að þeim er boðið að koma á bókamarkaði áður en þeir eru opnaðir almenningi! Samtök vinafélaga í bókasöfnum (FOL- USA) hafa notið áhuga Barböru Bush, forsetafrúar, á bókasöfnum og lestri. Hún er verndari samtakanna og viðurkenning hennar á starfi okkar hefur hjálpað við að auka skilning og traust á okkur sem þjóðarsamtökum. Hvernig á að standa að stofnun vinafélags bókasafnsf Hér eru stuttar leiðbeiningar sem FOLUSA lætur fólki í té í þessu skyni: 48
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.