Bókasafnið


Bókasafnið - 01.04.1993, Blaðsíða 56

Bókasafnið - 01.04.1993, Blaðsíða 56
Veðrið. Vaka/Helgafell, 1987. Páll Bergþórsson þýddi. Bók þessi er skrifuð með börn og unglinga í huga. Bókin útskýrir á auðveldan hátt allt það sem þarf að vita um veðrið. Hún greinir frá öllum táknum sem sýnd eru á veðurkorti í sjónvarpi. Einnig útskýrir hún öll orðtökin sem notuð eru um veður. ANNAÐ EFNI Cohen, Leonard. Blá fiðrildi (ljóð). Reykholt, 1989. Guðmundur Sæmundsson þýddi. Leonard Cohen er heimsfrægur söngvari og tónlistar- maður. I þessari ljóðabók fáum við að kynnast nýrri hlið á honum. I henni er úrval ljóða sem hann hefur samið allt frá árinu 1956 til dagsins í dag. Ég elska þig. Forlagið, 1990. Níu sögur um æsku og ástir, skrifaðar af íslenskum höf- undum. Skemmtilegar sögur sem lýsa fyrsta fálmi unga fólksins á ástarbrautinni, augnatillitum, kossum, boðum og bönnum - og fá jafnvel suma til að roðna. Gunnlaugur Guðmundsson. Stjörnumerkin. Iðunn, 1990. I hvaða stjörnumerki ert þú? I þessari bók er umfjöllun um öll stjörnumerkin og pláneturnar. Þekktir Islending- ar eru teknir fyrir og þeim lýst út frá stjörnspeki. Silja Aðalsteinsdóttir og Asbjörn Morthens. Bubbi. MM, 1990. I ævisögu sinni segir Bubbi Morthens frá stormasömu lífi frá barnæsku til þrítugsaldurs. Bókin er prýdd fjölda ljósmynda, mikið af textum er birt og á jöðrum eru til- vitnanir úr blaðaviðtölum. Aftast eru skrár. Steinunn Eyjólfsdóttir. Bókin utan vegar (ljóð). Bók- rún, 1989. Bókin hefur að geyma ljóð ort í minningu sonar höf- undar sem lést af slysförum tvítugur að aldri. Ljóðin fjalla um lífið og tómleika. Þau hitta beint í hjartastað og eiga erindi til allra. Stéphanie. Súrar gúrkur og súkkulaði. MM, 1991. Guðlaug Guðmundsdóttir þýddi. Óvenjuleg bók, skrifuð af 13-14 ára stúlku um hugrenn- ingar hennar. Hún segir frá glímu sinni við lífið, sam- bandi við foreldra sína, skólasystkini, vinkonuklíkuna og köttinn Garfúnkel. Hún lýsir á einlægan hátt tilfinning- um sínum, gleði, sorg, örvæntingu og ýmsum uppgötv- unum sem gjarnan fylgja gelgjuskeiðinu og kynþroskan- um. Stoppard, Miriam. Stelpnafræðarinn. Iðunn, 1987. Anna Ólafsdóttir Björnsson þýddi. Þetta er bók sem svarar flestum þeim spurningum sem vakna á unglingsárum stúlkna um þær sjálfar og um- hverfi þeirra. Þetta er gott uppflettirit og ættu piltar einnig að glugga í bókina, þar er að finna ýmislegt sem þeir þurfa einnig að vita. Bókalisti þessi var gerður í samvinnu fjögurra bókasafns- fræðinema á námskeiði hjá Sue Sherif: Bókasafnsþjón- usta fyrir unglinga. Listinn er ekki tæmandi yfir þær bækur sem okkur þóttu áhugaverðar og vildum mæla með. Við tókum ekki með gömlu meistarana eða þá höfunda sem eru til umfjöllun- ar í grunnskólum og framhaldsskólum. 100 ára afmæli - Bókasafn Kjósarhrepps ann 14. febrúar 1992 átti Bókasafn Kjósarhrepps 100 ára afmæli. Haldið var upp á tímamótin þann 15. janúar sl. í Félagsgarðí í Kjós með myndarlegri menning- ardagskrá. Guðný Ivarsdóttir bókavörður sagði frá stofnun og sögu bókasafnsins. Séra Gunnar Kristjánsson á Reynivöllum flutti cigið efni, Þórarinn Eldjárn las úr smásagnasafni sínu Ó fyrir framan og ljóðabókinni Óð- fluga og Elsa Waage söng listavel íslensk þjóðlög og lög úr óperum. Hinn 14. febrúar 1892 var stofnað á Reynivöllum Bræðrafélag Kjósverja. Á þessum árum var mikil félagsleg vakning víðast hvar á landinu. Ungmennafélög voru stofnuð og í kjölfar þeirra ýmis önn- ur félög, svo sem fjölmörg lestrarfélög. Bræðrafélagið átti að efla bróðurhug og eindrægni, og sinna fræðslu og menning- armálum, þ. á m. að efla lestur bóka. Einn af stofnendum félagsins og jafnframt fyrsti formaður þess var Eggert Finnsson á Meðalfelli. Bræðrafélag Kjósverja var formlega lagt niður árið 1978 af þáverandi formanni, Oddi Andréssyni á Neðra-Hálsi, og varð hann fyrsti formaður nýrrar bókasafnsnefndar. Samkvæmt lögum félagsins voru eigur þess afhentar hreppnum, bækurnar þar meðtaldar. Áður hafði bókasafnið verið flutt í Ásgarðsskóla, þar sem það er enn til húsa. Bókasafn Kjósarhrcpps hefur uppfrá því verið í umsjá bókavarðar og bókasafnsnefndar. Núver- andi bókavörður er Guðný ívarsdóttir, og í stjórn eru Kristján Oddsson, formaður, Neðra-Hálsi, Bergþóra Andrésdóttir Kiðafelli og Ólafur Þ. Ólafsson Valda- stöðum. Tvö verkefni stjórnar hafa verið útgáfa á myndbandi sem á er gömul kvik- mynd um bæi og ábúendur í Kjós og und- irbúningur að endurútgáfu á bólcinni Kjósarmenn eftir Harald Pétursson. Héraðsbókasafn Kjósarsýslu er miðsafn í sýslunni og á að þjóna söfnum í Kjós og á Kjalarnesi. Hafa samskiptin gengið nteð ágætum. Guðný ívarsdómir bókavörður 56
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.