Bókasafnið


Bókasafnið - 01.04.1997, Blaðsíða 72

Bókasafnið - 01.04.1997, Blaðsíða 72
Kerfisbundinn efnisorðalykill (Thesaurus) fyrir bókasöfn. Margrét Loftsdóttir og Þórdís T. Þórarinsdóttir tóku saman. 2. útgáfa, aukin og endurbœtt. Reykjavík 1996. Réttu mér frcenkul Réttu mér „frænku“ heyrist daglega á litlu bókasafni úti á landi. Um daginn var ég að ræða við bókavörð um flokkun og skráningu bóka og bar þá á góma mikilvægi efnisorðagjafar við skráningu safngagna. Sagðist viðkomandi bókavörður daglega biðja konu sína að rétta sér „frænku". Ég skildi strax af samtali okkar að hann átti við Kerfisbundna efnisorðalykilinn eftir þær Margréti og Þórdísi. Innti ég hann eftir því hvers vegna hann kallaði bókina „frænku“ og kom þá í ljós að annar höfundurinn er náfrænka hans. Satt að segja sáröfundaði ég hann af því að geta kallað eftir bókinni á svona fljótlegan og auðveldan hátt. Kerfisbundni efnisorðalykillinn er vafalaust í daglegri notkun á flestum almennings- og skólasöfnum landsins þó að við getum ekki vísað tii hans á jafn lipran máta og ofangreindur bóka- vörður. Við í Bókasafni Hafnarfjarðar notum efnisorðalykilinn daglega. Eigum þrjú eintök og veitir ekki af. I raun og veru er óþarft að lýsa í smáatriðum hvílíkt þarfaþing þessi efnis- orðalykill er. Samvinna á sviði efnisorðalyklunar hefur ekki verið milli almenningsbókasafna svo ég viti til og þar af leiðandi hefur ekkert samræmi verið í efnisorðagjöf. A flestum söfnum er mannekla, sem stendur starfseminni fyrir þrifum og lítill tími hefur verið til að sinna efnisorðagjöf að marki. Osamræmi getur auðveldlega skapast ef varkárni er ekki í fyrirrúmi. I dag er því þannig farið hjá okkur að við lyklum ekki safnefni nema að bera saman við hinn langþráða efnisorðalykil. Kerfisbundinn efnisorðalykill sem þessi verður auðvitað aldrei fullkominn þar sem hann er í stöðugri þróun og yrði aldrei gefinn út ef bíða ætti eftir því að hann yrði endanlega tilbúinn. Því verða alltaf einhver efnisorð sem bókaverðir finna ekki í kerfinu og vilja bæta við. Á okkar safni bætum við nýjum efnis- orðum inní kerfið og er hugmyndin sú að senda síðan þeim Margréti og Þórdísi listann og fá álit þeirra á þessum efnis- orðum. Efnisorðagjöf er nefnilega ekki eins auðveld og ætla mætti við fyrstu sýn og þykist ég vita fyrirfram að eitthvað af þeim efnisorðum sem okkur þykja góð og gild séu það í raun ekki þegar sérfræðingar á þessu sviði gefa álit sitt. En af því lærum við. Nú er það svo með alla ritdóma að það má ekki einungis hrósa heldur þurfa menn að rýna í ritið til að finna eitthvað sem betur mætti fara. Þá er og hitt að allar safnategundir hafa ekki þörf fyrir sömu efnisorðin t.d. þurfa almenningsbókasöfnin e..t.v. þrengri efnisorð á einu sviði en skólasöfn og öfugt. Við höfum t.d. rekist á eftirfarandi atriði sem mætti nefna og gera athuga- semdir við: - Á blaðsíðu 24 vantar bil milli Borðsiðir og Borðskreytingar. - Sum sérnöfn eru notuð en önnur ekki t.d. staðanöfn: Grafarvogur, Breiðholt en ekki Vesturbær - GLUGGATJOLD er notað en ekki gluggar og gluggaviðgerðir en þessi efnisorð þurfum við að nota á almenningsbókasafni bls. 80. - haugfé N FORNMINJAR (haugfé er þrengra heiti en ekki það sama) - hafmeyjar N KYNJAVERUR - ELLIÁR - ALDRAÐIR sama umfangslýsing - Negrar N NEGRÍTAR bls.176. Viðerum ekki alvegsammála um notkun þessa orðs. í bókinni Afríka sunnan Sahara bls. 20- 24 er fjallað um kynflokka Afríku og finnst okkur eftir þann lestur betur hæfa að nota efnisorðið negrar. Við þyrftum í þessu tilfelli að fá einhverja skýringu til að sannfæra okkur um þessa frávísun. íslenska alfræðiorðabókin notar negrítar en síðan er talað um negrasálma, á þá að tala um negrítasálma? fslensk orðabók Máls og menningar frá 1992 notar negrar (svertingi, blökkumaður) en negrítar eru ekki notaðir. Aftur á móti er þar að finna negringar (maður af smávöxnum, hörundsdökkum kyn- stofni sem er einkum í Suðaustur Asíu (negrito)). Blökkumenn finnst mér jafnvel best við hæfi. Á Bókasafni Hafnarfjarðar eru því í notkun efnisorðin negrítar og negrasálmar. Því við fylgjum leiðbeiningum Kerfisbundna efnisorðalykilsins eftir fremsta megni. Satt að segja er ég alveg undrandi á afkastagetu og dugnaði þeirra Margrétar og Þórdísar að ráðast í svo viðamikið verkefni og leysa það svo frábærlega vel af hendi. Það eru áreiðanlega margir sem eru þeim þakklátir fyrir þetta geysilega mikla verk. Eiga þær Margrét og Þórdís hrós og heiður skilinn fyrir frábært framlag sitt til eflingar góðrar og samhæfðrar upplýsinga- þjónustu hér á landi og eins og gamla máltækið segir „Allir vildu Lilju kveðið hafa” Starfsmenn Bókasafns Hafnarfjarðar senda ykkur þakklætis- kveðjur. Anna Sigríður Einarsdóttir Alfa Kristjánsdóttir og Sigmar Þormar: Skjalastjórnun. Reykja- vík 1995. (Ritröð Viðskiptafrœðistofnunar Háskóla Islands og Framtíðarsýnar hf, 1995/5). Auk ávarps ritstjóra og inngangs eru sex kaflar í bókinni, ásamt viðauka, heimildaskrá og hugtakaskrá. Kaflaheitin eru: Hvað er skjalastjórnun?; Hvernig á að byrja?; Skjalaáætlun; Skjalalykill og tölvuskráning; Frágangur óvirkra skjala og Fræðsla og uppbygging þekkingar. í inngangi er sagt frá viðfangsefni skjalastjórnar en það er að leysa skjalaóreiðu og koma skipulagi á skjöl. I fyrsta kafla „Hvað er skjalastjórnun?" er lýst stjórnun á skjölum frá tilurð þeirra til endanlegrar ráðstöfunar eða eyðingar. í öðrum kafla „Hvernig á að byrja“ er réttilega bent á mikilvægi þess að gera úttekt á öllum skjölum sem þarf að koma stjórn á og að yfirmenn séu með í ráðum og styðji framkvæmdir. I þriðja kafla er sýnt erlent dæmi um skjalaáætlun sem hjá Þjóðskjalasafni er kölluð skjalavistunaráætlun. Skjalaáætlun er mikilvæg til að halda utan um ferli skjala því hún segir til um hversu lengi skjöl skuli varðveitt í skjalasafni deildar og hvenær þau skuli færð í geymslur. í fjórða kafla er fjallað um gerð skjalalykils og tölvuskráningu. Nauðsynlegt hefði verið að fara betur í gerð skjalalykla eða bréfalykla og sýna fleiri dæmi. Skjalalyklar geta verið margvíslegir og reynslan sýnir að margir gefast upp fyrir skjalavandanum á þessu stigi. Það er jákvætt að höfundar telja tölvuskráningu mikilvæga svo auðvelt sé að finna skjöl. En slík skráning er alls ekki nógu algeng hér á landi. I fimmta kafla er sagt frá því hvernig á að ganga frá sk. „óvirkum skjölum" þ.e. að koma í geymslu skjölum sem ekki eru lengur í notkun á skrifstofum. I stuttum lokakafla er bent á nauðsyn fræðslu og þekkingar, m.a. gerð handbókar um skjalavörslu fyrir hvern vinnustað. Slík fræðsla er einn af undirstöðuþáttum markvissrar skjalastjórnar. Við lestur á þessu 62 bls. kveri kemur upp í hugann spurn- ingin: Hvað er bók? Ritmálið er liðlega 40 blaðsíður nreð töflum og skýringamyndum. Það er bæði kostur og galli ritsins. Kostur- inn er sá að þarna er unnt að fá almennt yfirlit yfir verkefni skjalastjórnar. Gallarnir eru allt of yfirborðsleg umfjöllun um marga þætti og mörgum atriðum er sleppt. Ritið er því eins og yfirlitsgrein í tímariti. Annar höfunda bókarinnar skrifaði t.d. stutta blaðagrein í Morgunblaðið hinn 10. apríl sl. (bls. B 10). í þeirri blaðagrein er næstum sama kaflaskipting og í bókinni og hamrað á helstu alriðum þeirra, auk þess sem fjallað er um nýju upplýsingalögin. 72 BÓKASAFNIÐ 21. ÁRG. 1997
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.