Bókasafnið


Bókasafnið - 01.01.1998, Blaðsíða 62

Bókasafnið - 01.01.1998, Blaðsíða 62
Guðrún R. Þórsteinsdóttir Almenningsbókasöfn og háskólanemar Grein þessi er byggð á meistaraprófsritgerð minni, Folkbiblioteken och de högskolestuderande. Hur bemöts de studerande i biblioteket?, sem unnin var við Háskólann í Borás í Svíþjóð. Rit- | gerðin var unnin í tengslum við samstarfsverkefni sem hlotið hefur nafnið Bókasöfn í þróun (Bibliotek i förandring). Rann- sóknardeild bókasafns- og upplýsingafræða við Háskólann í Gautaborg (Institutionen för biblioteks- och informations- vetenskap) hefur haft urnsjón með verkefninu en það er fjár- magnað af sænsku Rannsóknarnefndinni (FRN). Við vorum sex sem unnum að verkefninu sem lýtur að almenningsbókasöfnum. ÖIl gagnasöfnun var sameiginleg en hvert og eitt okkar hafði eigið rannsóknarsvið sem við unnum sjálfstætt við. Þar sem upplýsingaþarfir háskólanema1 falla innan míns áhugasviðs ákvað ég að velja rannsóknarsvið sem beindist að þeim. Háskólanemum hefur fjölgað mikið í Svíþjóð undanfarin ár og í kjölfar þess hefur aukist mjög ásókn í þjónustu almenn- ingsbókasafna. Ég ákvað að rannsaka nánar hvort þessi aukna ásókn háskólanema í þjónustu almenningsbókasafna hefði nokkur vandamál í för með sér og þá hver. Hlutverk mitt er að benda á sem flestar hliðar vandamálsins og á ólíkar leiðir sem bókasöfn geta farið en ekki að segja hvaða lausn sé best eða hvaða leið bókasöfnin eigi að velja. Markmiðið með rannsókn minni er að reyna að varpa Ijósi á það hvernig þjónustu almenn- ingsbókasöfn veita háskólanemum. Ég mun í því skyni reyna að | svara eftirfarandi spurningum: • Hvaða vandamál hefur hin mikla fjölgun háskólanema haft í för með sér fyrir almenningsbókasöfn? • Hvaða kröfur finnst starfsfólki almenningsbókasafna að háskólanemar geri til safnsins? • Hverskonar þjónustu telur starfsfólkið að almennings- bókasöfn eigi að veita háskólanemum? • Telur starfsfólkið að almenningsbókasöfn eigi að aðlaga sig betur að þörfum háskólanema, t.d. með því að breyta starfs- háttum eða áherslum innan stofnunarinnar og þá hvers vegna? 1 Bakgrunrtur og fyrri rannsóknir Frá árinu 1990 til 1995 fjölgaði háskólanemum um 42% í Sví- þjóð. Hlutfallslega fjölgaði þeim þó meira í minni háskólum (Registrerade... 1991, Registrerade... 1996). Rannsóknir sem gerðar hafa verið í Svíþjóð sl. áratugi sýna að námsmenn eru stór notendahópur á almenningsbókasöfnum (Renborg 1968, Skoglund 1987, Ockborn i Klasson 1988, Granéer 1988, Roos 1989, Ett bildat folk 1995). Fjölgun háskólanema hefur haft í för með sér að eftirspurn eftir fagbókum og tímaritum hefur aukist á almenningsbókasöfnum víða um landið. Jafnvel þó háskólanemar hafi aðgang að fagbókum á sínu háskólabóka- safni þá nota þeir almenningsbókasöfn mikið (Skoglund 1987). Rannsókn sem var gerð í níu háskólum í Svíþjóð 1995 sýnir að fjórði hver háskólanemi fer fyrst á almenningsbókasafnið áður en hann leitar eftir þjónustu á háskólabókasafninu (Höglund et al. 1995). Nemendur eru þó ekki meðal forgangshópanna og yfirleitt er ekki minnst á þá í markmiðssetningu almennings- bókasafna (Guðrún 1997b). Nemendur nota almenningsbóka- söfn oft sem viðbót við háskólabókasafnið sem þykir stundum of þröngt eða sérhæft. Það kemur ekki á óvart að það eru mest nemar á hug- eða félagsvísindasviði sem nota almenningsbóka- söfn í sínu námi. Nemendur í tækni- og náttúrufræðigreinum nota almenningsbókasöfn aðallega í frítíma sínum og fá þá helst lánað vísindaefni sem ætlað er leikmönnum (Skoglund 1987). Kannanir sýna að háskólanemar eru tíðir gestir á almennings- bókasafninu í Gautaborg (aðalsafni) (Skoglund 1987, Granéer 1988, Höglund et al. 1995). Þar sem almenningsbókasafnið er sniðið að þörfunt almennings fremur en að þörfum háskólanema eyðir starfsfólkið miklum tíma í að sinna háskólanemum sem fá í raun ekki þjónustu við sitt hæfi (Eide-Jensen 1992). 1.1 Almenningur og háskólanemar Almenningsbókasöfn, sem eru ein mikilvægasta menningar- stofnunin í landinu, virðast sffellt þróast meira í þá átt að verða mennta- og rannsóknarbókasöfn og samtímis mæta menningar- málin afgangi. Námsmenn bítast á við almenning um fjárfram- lögin til bókasafnanna. Vandamálið sem almenningsbókasöfn standa frammi fyrir er hvort þau eigi að þróa þjónustuna og aðlaga hana að sínum stærsta notendahópi, námsmönnum, eða hvort almenningsbókasöfn eiga að halda áfram að vísa til meg- inhlutverks síns og líta svo á að háskólanemar tilheyri ábyrgðar- sviði háskólabókasafnanna (Skoglund 1987). Að reyna að finna jafnvægi á milli námsmanna og „almenn- ings“ er ekki nýtt af nálinni. Samkvæmt niðurstöðum könnunar sem Klasson (1988) gerði í Östergötaland héraði var litið svo á að jafnvægið á milli almennings og námsmanna væri alvarlegt vandamál. Spurt var hvort eðlilegt væri að láta það viðgangast að námshópar gleyptu stóran hluta af fjárframlögum til almenn- ingsbókasafnsins eða hvort það þyrfti að gera ráðstafanir til að tryggja að almenningur fengi sinn hlut? Þetta vandamál tókst ekki að leysa áður en farið var að skera niður fjárframlög til almenningsbókasafna í lok síðasta áratugs og í byrjun þessa. Nú þegar mikill fjöldi bókasafna býr við fjársvelti eru þau í sumum 62 BÓKASAFNIÐ 22. ÁRG. 199«
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.