Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagur

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagur

						VI-  LAUGARDAGUR   29.   AÓVEMBER   1997
HUSIN I BÆNUM
FREYJA
JÓNSDÓTTIR
SKRIFAR
HÚSIÐ var byggt 1888 og er eitt
af elstu húsum í Keflavík.
I tímans rás hefur því verið
breytt talsvert og tvisvar verið
byggt við það. Norðfjörðshús á
sér mikla sögu sem í þessari
grein verður Ieitast við að greina
frá í stórum dráttum.
I húsinu hafa verið verslanir,
íbúð, lækningastofa, lyfsala,
samkomuhús, kvikmyndahús,
sparisjóður og íþróttahús. Það
hefur gengið undir ýmsum nöfn-
um eins og Knudtzonshús og
Ungó, en í gegnum tíðina hefur
nafnið Norðfjörðshús borið
hæst. Húsið er úr timbri á
hlöðnum kjallara og með járn-
þaki. I fasteignamati frá árinu
1916 er grunnflötur hússins 25
x 14 álnir og hæð þess 8 1/2 áln-
ir.
P.C. Knudtzon lét byggja hús-
ið sem verslunar og íbúðarhús
fyrir verslunarstjóra sína. Eldra
húsið sem stóð á nálægum slóð-
um, var rifið en það þjónaði
svipuðu hlutverki og húsið sem
enn stendur og er Hafnargata 6.
Þá var verslunarstjóri hjá P. C.
Knudtzonversiun Ólafur Norð-
fjörð og hefur húsið lengst af
verið nefnt eftir honum.
I manntali frá 1890 búa í hús-
inu: Ólafur Magnússon Norð-
fjörð, húsbóndi og verslunar-
stjóri, 56 ára, fæddur í Reykja-
vík, Júlía Perta Benediktsson
Norðfjörð, kona hans, 38 ára,
einnig fædd í Reykjavík, og börn
þeirra; Snæbjörn, 11 ára, Sigur-
veig, 9 ára, Guðrún, 5 ára og
Valdimar, 4 ára, öll fædd í Út-
skálasókn. Einnig voru á heimil-
inu: Sigurveig Magnúsdóttir
Benediktsson, móðir frúarinnar,
65 ára, fædd í Reykjavík, Herdís
Nikulásdóttir, vinnukona, 32
ára, fædd í Utskálasókn, Guð-
rún Jónsdóttir, vinnukona, 24
ára, fædd i Garðasókn, Benóný
Þordteinsson, 29 ára vinnumað-
ur, fæddur í Gilsbakkasókn og
Oddný Þorsteinsdóttir, 52 ára
vinnukona, fædd í Sigluvíkur-
sókn.
I Byggðasafni Suðurnesja á
Vatnsnesi í Keflavík eru varð-
veittir margir munir úr búi Ólafs
Norðfjörðs og konu hans Júlíu
Petrínu. I greininni sem birtíst í
blaðinu laugardaginn 15. nóv-
ember er getið um nokkuð af
þessum munum eins og sófann
sem Jörundúr Hundadagakon-
ungur lagði sig á og hugsaði ráð
sitt og einnig um bollastell sem
var bruðargjöf frá hjónunum í
Duushúsi. Einnig er í Byggða-
safninu skápur sem Ölafur
Norðfjörð átt ásamt ýmsu öðru
úr búi þeirra hjóna.
Húsinu var skipt í tvennt: 1
vestari hlutanum var íbúð Ólafs
Norðfjörð og Júlíu en í eystri
enda þess var verslunin, götu-
megin í húsinu og snéru dyr út
að Hafnargötu. í hinum endan-
um var íbúð verslunarstjóra.
Gengið var inn um forstofudyr á
vesturhlið næst suðurgafli.
Komið var inn í rúmgóða for-
stofu og þaðan var breiður stigi
upp á Ioft. Uppi á loftinu voru
ein fímm svefnherbergi og þar
fyrir ofan dálítið hanabjálkaloft.
Niðri voru tvær stofur, stáss-
stofa, er var við vesturhlið og
borðstofa sem einnig var notuð
fyrir dagstofu var við austurhlið
og stórt eldhús sem hægt var að
Ungó, Hafnarstræti 6 í Keflavík.
Hafaargata 6, Keflav ik,
Norðfjörðshús
ganga inn í frá borðstofunni.
Talið er að sú húsaskipan hafi
verið fram til 1920.
Mikil samskipti voru á milli
Ólafs Norðfjörðs og eigenda
Knudtzonverslunar í Kaup-
mannahöfn sem fóru fram í
formi bréfaskrifta, en eigend-
urnir bjuggu í Danmörku og sá
Ólafur alfarið um reksturinn hér
á landi.
I kringum 1895 voru eignir P.
C. Knutson seldar Duus-verslun
í Keflavík og flutti þá Ólafur
Norðfjörð og fjölskylda hans úr
húsinu, en hann hafði verið
verslunarstjóri hjá Knudtzon-
verslun í hartnær fjörutíu ár.
Eftir að húsið varð eign Duus-
verslunar bjuggu þar verslunar-
stjórar Duus-verslunar. Einn af
þeim var Sigurður Þorkell Jóns-
son sem bjó í faktorsíbúðinni en
í húsinu var einnig rekin vínbúð
og sölubúð.
Samkvæmt húsvitjunarbók frá
1901 búa í Norðfjörðshúsi: Sig-
urður Þorkell Jónsson, verslun-
arþjónn og kona hans Hólmfríð-
ur Guðmundsdóttir ásamt börn-
um sínum: Jónínu Guðrúnu,
Guðmundi og Steingrfmi. Þau
hjón voru bæði fædd og uppalin
í Reykjavík. Sigurður Þorkell var
fæddur 16. desember 1870 í
Sauðanesi við Reykjavík en kona
hans Hólmfríður var fædd 23.
febrúar 1870 í Ánanaustum í
Reykjavík. Eftir að Sigurður
Þorkell varð aðalforstjóri
Duusverslunarinnar árið 1907,
flutti fjölskyldan úr Norðfjörðs-
húsi. Sama ár kom í húsið Þor-
grímur Þórðarson, héraðslæknir
og bjó þar með fjölskyldu sína til
ársins 1912 eða þar til hann
flutti í hús sem hann lét byggja
sjálfur. Á meðan Iæknisfjölskyld-
an bjó í Norðsfjörðshúsi var þar
íbúð læknishjónanna, lækninga-
stofa og lyfsala. Auk framan-
greindrar  starfsemi var  Spari-
Sófi Óafs Norðfjörð s er nú I Byggðasafni Suðurnesja.
sjóður Keflavíkur þarna til húsa
fyrst eftir að hann var stofnaður
og mun Þorgrímur hafa tekið að
sér að vera gjaldkeri sjóðsins.
Þorgrímur Þórðarson var
fæddur 17. desember 1859 í
Vigfúsarkoti í Reykjavík, sonur
Þórðar Torfasonar, útvegsbónda
þar og konu hans Ragnheiðar
Jónsdóttur frá Korpúlfsstöðum.
Kona Þorbergs var Jóhanna
Andrea Lúðvíksdóttir Knudsen,
fædd 5. júní 1854 í Reykjavík
dóttir Lúðvíks Knudsens kaup-
manns og konu hans Önnu
Steindórsdóttur. Jóhanna Andr-
ea Lúðvíksdóttir Iést 30. maí
1932. Þorgrímur Þórðarson Iést
5. júlf 1933.
Um 1920 var aftur læknisbú-
staður í húsinu þegar fyrsti
praktiserandi læknirinn í Kefla-
vík, Jón Bjarnason, settist þar
að. Jón var tengdasonur Þor-
gríms lækni og Jóhönnu konu
hans. Jón hafði bæði íbúð og
lækningastofu í húsinu og mun
einnig hafa verið þar með lyf-
sölu.
Samkvæmt manntali frá 1920
eru tvö heimili í Norðfjörðshús-
inu. Auk Jóns Bjarnasonr læknis
og konu hans Önnu Þorgríms-
dóttur og barns þeirra óskírðu
sem var á fyrsta ári, áttu þar
heima Páll Halldórsson fæddur
1905 og vinnukonan Jónfna M
Oddsdóttir frá Ósi á Reyðarfirði.
Á hinu heimilinu voru Ólafur
Þorsteinsson, bókhaldari, fædd-
ur 12. júní 1884 í Hafnarfirði,
Elín Jónsdóttir kona hans, fædd
4. mars, 1889 í Keflavík, Ingi-
björg,dóttir þeirra, Olafía Þor-
steinsdóttir ættingi og Guðrún
Guðnadóttir einnig ættingi.
Friðrik Þorsteinsson organisti
við Keflavíkurkirkju rak verslun í
húsinu um 1930. Árið 1936
kaupir ungmannafélagshreyf-
ingin húsið og lét breyta því í
samkomuhús. Húsið fékk nafnið
Ungmennafélagshúsið en var
alltaf kallað "Ungó". Húsið var
vígt á jólunum 1936 með sýn-
ingu á Ævintýri á gönguför.
Húsið var síðan samkomuhús
Keflavíkur til ársins 1970. Á ár-
unum milli 1936 til 1946 var
rekið þar kvikmyndahús auk
þess sem þarna voru haldnir
dansleikir og aðrar skemmtanir.
Einnig jólatrésskemmtanir fyrir
börn til ársins 1970.
Félagar í UMFK endurbyggðu
húsið 1936 og reistu anddyri
austan við það einhvern tíman á
árunum frá 1936 til 1940.
I þessu anddyri var gerð miða-
sala. Á svipuðum tíma komu fé-
lagarnir upp leiksviði vestan við
húsið.
Arið 1946 reisti ungmannafé-
lagið viðbyggingu meðfram suð-
urhlið hússins. Þar var gerður
borðsalur á upphækkuðu gólfi,
afmarkaður frá aðalsal með
grindverki. Vestast í viðbygging-
unni var einnig gert eldhús og
var gengið upp á senuna frá eld-
húsinu.
Risið var notað til fundarhalda
og um tíma var þar tómstunda-
heimili fyrir unglinga.
Húsinu var eftir það breytt í
íþróttahús eða þar til nýtt
íþróttahús var byggt Iaust fyrir
1980.
Fyrir nokkrum árum voru sett-
ir kvistir á húsíð og núna er í risi
falleg og rúmgóð íbúð sem Odd-
ný Friðriksdóttir er eigandi að.
Niðri í húsinu er Blóma- og
gjafavöruverslunin Kósý, mynd-
bandaleiga og verslunin Nýjung.
Gluggum hefur verið breytt í
samræmi við þann rekstur sem
er í húsinu.
Heímíldir eru frá Þjóðskjalasafni og Byggða-
safni Suðurnesja.
					
Fela smįmyndir
I
I
II
II
III
III
IV
IV
V
V
VI
VI
VII
VII
VIII
VIII