Dagur - 02.02.1999, Blaðsíða 8

Dagur - 02.02.1999, Blaðsíða 8
8- ÞllIDJUDAGVH 2. FEBRÚAR 1999 FRÉTTASKÝRING Ð^ur Allir vidmælendur Dags telja víst að sam- jylktngin sé komin til að vera og verði gerð að formlegum stjóm- málaflokki á næsta kjörtímabili. Hin mikla þátttaka í prófkjöri samfylkingarinnar í Reykjavík hefur að vonum vakið athygli. Sennilega hefði enginn þorað að spá að hún yrði eitthvað nálægt því sem hún varð. Menn segja prófkjörið sigur Jóhönnu Sigurð- ardóttur og aðrir segja það sigur kvenna, því fjórar konur eru í fimm efstu sætunum. Aðrir benda á og hafa mikið til síns máls, að prófkjörið og hin mikla þátttaka í því, sé fyrst og fremst sigur fyrir þá sem hafa trúað á og unnið að því að koma samfyiking- unni á. Þar eru fremst í flokki for- menn A-flokkanna þau Margrét Frímannsdóttir og Sighvatur Björgvinsson. Nú spyrja menn eðlilega hvort dagar A-flokkanna og Kvennalista séu taldir og samfylkingin verði hér eftir skrifuð með stórum staf sem sérstakur stjórnmálaflokkur. Svörin eru misjöfn. Jóhanna Sig- urðardóttir lítur svo á að næsta skrefið sé að gera samfylkinguna að stjórnmálaflokki. Valgerður Sverrisdóttir, formaður þing- flokks Framsóknarflokksins, segir að það sé engin leið til baka fyrir þessa flokka. Samfylkingin hljóti að verða að stjórnmálaflokki. Sig- hvatur Björgvinsson segir að A- flokkarnir séu alls ekki liðnir undir lok. Hann bendir á að það séu A-flokkarnir ásamt Kvenna- lista sem eru að bera lista sam- fylkingarinnar fram í öllum kjör- dæmum, framboðið sé á vegum flokkanna. Afrakstux mikiHar vinnu „Það eru A-flokkarnir sem standa að þessari samfylkingu og það eru þeir sem bera hana uppi. For- ráðamenn þessara flokka hafa unnið alla undirbúningsvinnuna og það verða þessir flokkar sem leggja fram íjármuni og afl í kosn- ingabaráttuna. Því er ótímabært að tala um að þeirra dagar séu taldir. Hvert framhaldið verður eftir kosningar er önnur saga. Þá má telja allar líkur á að samfylk- ingin verði til sem sjálfstætt afl og flokkur,11 segir Sighvatur Björg- vinsson, formaður Alþýðuflokks- ins. Hann bendir á að á meðan um það bil 9 þúsund einstaklingar eru félagar í flokkunum sem að samfylkingunni standi þá sé ekki hægt að tala um þá eins og dauð- ar stofnanir. Það séu til að mynda um það bil 4000 borgandi félagar í Alþýðuflokknum. „Samfylkingin datt svo sannar- Iega ekki af himnum ofan og hún varð heldur ekki til í kaffihúsa- snakki menningarforkólfa. Hún er afrakstur mikillar vinnu við að sannfæra fólkið í flokkunum um að þetta væri rétt. Sú vinna hefur verið erfið og samfylkingin hefði aldrei orðið til ef A-flokkarnir hefðu ekki búið hana til,“ segir Sighvatúr. - Hann var spurður út í umræð- una um foringja eða talsmann samfylkingarinnar. Hvernig telur hann það mál verða leyst? „Við munum leysa það mál á sama hátt og vil höfum leyst úr þeim málum sem þurft hefur að greiða úr. Mér fínnst það líka að fara fram úr sjálfum sér að vera að tala um foringja fyrir samtök- um sem í raun eru ekki til. Hverj- ir eiga að kjósa þann foringja, hvar er hann valinn? Hitt er ljóst að við þurfum að velja okkur mál- svara og það munum við gera,“ sagði Sighvatur Björgvinsson. Óskabyrjim „Ég held að prófkjörið í Reykjavík og sú mikla þátttaka sem þar varð, sé eins góð byrjun og hægt var að hugsa sér fyrir samfylking- una. Þetta tel ég vera sýnishorn af því sem koma skal. Þrátt fyrir þær miklu úrtölur sem verið hafa á liðnum mánuðum og allar svartsjmisspár okkur til handa hefur það engu skilað til and- stæðinga okkar. Við stefnum nú að því að allir framboðslistar sam- fylkingarinnar verði tilbúnir um eða upp úr miðjum þessum mán- uði. Þá munum \dð kalla til fund- ar talsmenn okkar úr öllum kjör- dæmum og kynna verkefnaskrá okkar og kosningastefnuskrá. Stra\ eftir það verður farið af full- um krafti í kosningabaráttuna," sagði Margrét Frímannsdóttir, formaður Alþýðubandalagsins, í gær. Hún segir að hvar sem komið sé á landinu finnst fyrir þeirri miklu stemmningu sem hún seg- ir vera fyrir samfylkingunni. „Mér hefur þótt þetta sérstök lífsreynsla að finna þennan mikla meðbyr undanfarnar vikur og ánægju fólks með það að loks sé þetta allt að takast. Því er ekki að neita að það hefur soðið á keip- um stundum, einkum innan AI- þýðubandalagsins, en samt liggur það fyrir að yfir 80% alþýðu- bandalagsmanna styðja samfylk- inguna samkvæmt skoðanakönn- un. Og það hafa ekki nema 3 til 4% félaga sagt sig úr flokknum," segir Margrét. Jöíri skipting Hún segir að í raun sé þátttaka í hólfi Alþýðubandalagsins í Reykjavík góð. Hún segir að stefnt hafi verið að því að ná sömu tölu og var í prófkjöri R- listans í borginni. Þá kusu um 2.500 manns hjá Alþýðubanda- laginu og var talað um stóran sig- ur. Nú voru það um 3 þúsund manns sem kusu hjá Alþýðu- bandalaginu. „Við gerðum okkur grein fyrir þvf að í A-hóIfinu yrði meiri þátt- taka, þar sem um var að ræða fulltrúa Alþýðuflokksins, Jó- hönnu Sigurðardóttur og Mörð Arnason úr Þjóðvaka. Og þegar litið er á niðurstöðuna er útkom- an nokkuð jöfn. í átta efstu sæt- unum eru tveir frá Alþýðuflokki, tveir frá Alþýðubandalagi og tveir frá Þjóðvaka og tvær frá Kvenna- lista. Jafnara getur það ekki ver- ið,“ segir Margrét. - Margrét var spurð hvort hún telji samfylkinguna komna til að vera og að hún verði síðar gerð að stjórnmálaflokki? „Ég tel engan vafa á því að sam- fylkingin er komin til að vera. Þetta er draumur sem margir hafa alið með sér í Iangan tíma. Nú hefur verið farið rólega í mál- in og forystumenn flokkanna unn- ið mjög vel saman og það er búið að undirbúa jarðveginn vel. Það mun skila sér í enn öflugra sam- starfi en nokkurn hefði órað fyrir," segir Margrét Frímannsdóttir. A flokkamir að baki „Framboð samfylkingarinnar í komandi kosningum er fyrsta skrefið. Markmiðið er að þau stjórnmálaöfl sem að baki henni standa sameinist í einum flokki. Ég er sannfærð um að svo verður og lít á það sem markmiðið að vinna að þeirri sameiningu því A- flokkarnir eru að baki og við erum að stofna nýja breiðfylkingu jafnaðarmanna og félagshyggju- fólks,“ segir sigurvegari prófkjörs- ins í Reykjavík, Jóhanna Sigurð- ardóttir. - Hún var spurð hvort hún teldi að sú mikla þátttaka sem varð í prófkjörinu sé vegna áhuga fólks á samfylkingunni eða vegna hins mikla peningaausturs í auglýsing- ar og smölun? „Ég er sannfærð um að hér er á ferðinni bylgja í þjóðfélaginu, krafa um breytingar á stjórnar- stefnu í landinu. Ég finn það hvar sem ég kem að fólk er búið að fá yfir sig nóg af þessari stjórnar- stefnu sem gengur út á misskipt- ingu,“ segir Jóhanna. - Hún var spurð hvenær hún, sem oddviti samfylkingarinnar í Reykjavík, ætlaði að helja kosn- ingabaráttuna? „Hún er hafin. Kosningabarátt- an í Reykjavík hófst með þessu glæsilega prófkjöri og upphaf kosningabaráttunnar getur því ekki verið glæsilegra. Það verður farið í að setja saman framboðs- listann og síðan af fullum krafti í kosningaslaginn enda tel ég að samfylkingin eigi mikla mögu- leika í kosningunum í vor vegna kröfu fólks um breytingar í þjóð- félaginu," sagði Jóhanna Sigurð- ardóttir. Slapp fyrir hom „Kosningaúrslitin í vor hafa mik- ið að segja um það hvernig fram- haldið verður. Ég held að sam- fylkingin verði gerð að formleg- um stjórnmálaflokki en hvenær

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.