Dagur - 04.03.1999, Blaðsíða 1

Dagur - 04.03.1999, Blaðsíða 1
I Dreifbýlingar fái eftirgj of námslána Alþmgismenn ræða ívilnanir til að gera landsbyggðina meira aðlaðandi til búsetu. Til skoðunar eru af- skriftir námslána. Hugsanlegt er að nefnd á vegum Alþingis muni leggja til að lands- byggðarfólk fái eftirgjöf á náms- lánum. Vilhjálmur Egilsson, al- þingismaður og formaður Versl- unarráðs íslands, segir þessar hugmyndir í umræðunni. Tilefn- ið sé að hvetja fólk til að setjast að úti á landi og sporna gegn frekari byggðaröskun. Unnið er að hugmyndunum samkvæmt norskri fyrirmynd, en Norðmenn telja námslánagulrótina hafa haft jákvæð áhrif fyrir byggða- jafnvægið. Þeir hafa viðhaft hvatakerfið um nokkurra ára skeið. Prósentutala lækkar „Mér finnst persónulega að þessi möguleiki komi til greina hér á Iandi. Hjá Norð- mönnum gengur þetta út á það, að eftir að menn hafa búið á ákveðnum stöð- um í einhvern tíma, hefjast af- skriftir á náms- lánunum. Þetta gildir þá á meðan viðkomandi býr úti á landi en það er ekki hægt að losna við lán- in að fullu. Núna eru menn að borga ákveðna prósentu af lán- unum og það mætti hugsa sér að prósentutalan myndi lækka árlega og yrði þá færð sem afskrift," segir Vil- hjálmur Egilsson. Tengist kjördæmaumræðu Hann segir að umræðan hér á landi hafi m.a. orðið í tengslum við kjördæma- breytinguna. „Þetta er allt á hugmyndastigi og engin ákvörð- un verið tekin, en mér finnst þetta koma fylli- lega til greina. Orugglega yrðu áhrifin þau að landsbyggðin yrði meira aðlað- andi," segir Vil- hjálmur. Viðkvæmt mál Málið er ljóslega viðkvæmt og voru þingmenn sem blaðið ræddi við í gær fæstir tilbúnir til að tjá sig opin- berlega um hugmyndina. Engar formlegar umræður hafa enn orðið um málið innan mennta- málanefndar Alþingis, að sögn Sigríðar Onnu Þórðardóttur, for- manns menntamálanefndar. Hún var ein þeirra sem vildi ekk- ert tjá sig um eftirgjöfina. Mark- tækur munur var á viðhorfi al- þingismanna eftir því hvort þeir sækja kjörfylgi sitt til lands- byggðarinnar eða höfuðborgar- svæðisins. Rætt í byggðanefnd Umræður um hugmyndirnar hafa orðið í Byggðanefnd Alþing- is, sem skipuð var af forsætisráð- herra. Hún mun skila áliti innan skamms en Einar K. Guðfinns- son, formaður nefndarinnar, seg- ist ekkert geta upplýst um störf nefndarinnar á þessu stigi. „Ut af fyrir sig er ég jákvæður gagn- vart hugmyndinni, en það segir ekkert um efnislega niðurstöðu nefndarinnar," segir Einar. Dag- ur reyndi að ná tali af mennta- málaráðherra án árangurs. - BÞ Einar K. Guðfinnsson, formaður byggðanefndar: Líst vel á hug- myndir um námslánafríðindi dreif- býlisfólks en lofar engu um niður- stöðu nefndarinnar. Jarðgöng fyrir 50 núlljarða Helstu hugmyndir manna um jarðgöng á Islandi hafa í för með sér 45 til 50 milljarða kostnað. Hér er um að ræða þrjá „pakka“ þriggja jarðganga á Austurlandi, göng milli Olafsljarðar og Siglu- fjarðar, göng milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar, jarðgöng undir Hellisheiðina, göng milli Vest- mannaeyja og meginlandsins og Sundabrautina (jarðgöng Reyk- vfkinga!). Ekkert af þessum jarðgöngum (að Sundabrautinni frátaldri) eru innifalin í 116 milljarða króna langtíma vegáætlun til árs- ins 2010 - utan hvað Alþingi af- henti ríkisstjórninni óútfyllta jarðgangaávísun. Loðið orðalag í vegáætlun Ieiðir af sér að stjórn- málamenn geta gefið út hálf- kveðin loforð um hverjir séu næstir í jarðgangaröðinni. - FÞG Sjö bls. 8-9 O Mœiu má lllÍlllftl! Eigendur gæludýra þurfa að viðra þau og hreyfingin er holl fyrir menn sem málleysingja. Þessi tvö urðu á vegi Ijósmyndarans í gær á Akureyri. mynd brink mmmmm i i i í Nefnd sem skipuð var fyrir átta árum hélt einn fund um þingsá- lyktunartillögu Guðna Ágústssonar o.fl. en síðan aldrei meir. Einnfimd- urhaldinit átíuárum Fyrir tíu árum flutti Guðni Ágústsson, og fleiri þingmenn, þingsályktunartillögu um að mótaðar yrðu reglur um sveigj- anleg starfslok hjá fólki. Tillag- an var samþykkt sem ályktun AI- þingis. Síðan var skipuð nefnd til að móta þessar reglur sem gert var ráð fyrir í tillögunni. I fyrirspurnartíma á Alþingi í gær spurði Guðni Ágústsson forsæt- isráðherra hvað liði störfum nefndarinnar og hvort hann ætl- aði að skipa aðra nefnd í málið ef sú er hann skipaði hefði ekk- ert gert í málinu. Kinn finiíliir Davíð Oddsson sagði að í mars 1991, hafi Steingrímur Her- mannsson, þáverandi forsætis- ráðherra, skipað nefnd „valin- kunnra sómamanna," til að Ijalla um málið. Þetta voru Guð- mundur Benediktsson, þáver- andi ráðuneytisstjóri, sem var formaður, Barði Friðriksson hæstaréttarlögmaður, Guðríður Elíasdóttir frá ASI, Björn Jósep Arnviðarsson, bæjarfulltrúi á Akureyri, og Ólafur Ólafsson Iandlæknir. Davíð sagði að nefndin hefði haldið einn fund og síðan ekki söguna meir. Varðandi spurn- inguna um hvort hann ætlaði að skipa nýja nefnd væri það ekki útilokað. Hann sagðist fyrst ætla að ganga eftir því hvort nefndin ætlaði að ljúka störfum. - S.dór Páll í rauusókn Páll Pétursson var forfallaður í fyrirspurnartíma á Alþingi í gær þar sem hann fór í hjartarann- sókn vegna aðkenningar að kransæðastíflu. Búist er við að ráðherrann geti orðið frá í nokkra daga vegna rannsóknar- innar, en málið mun ekki alvar- legs eðlis. Afgreiddir samdægurs ÍVenjulegirog demantsskomir trtílofunarhringar GULLSMKMR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI ■ SÍMI 462 3524 woRwwrœ express EITT NÚMER AÐ MUNA 5351100

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.