Dagur - 13.03.1999, Blaðsíða 7

Dagur - 13.03.1999, Blaðsíða 7
Thyftr LAUGARDAGUR 13. MARS 1999 - 7 RITS TJÓRNARSPJALL I rík i Mairnnons Við Iifum í samtfma þar sem flest snýst um peninga. Gróðinn er helsta hugsjón þeirrar nýju stétt- ar fjármálamanna sem er að ryðj- ast til áhrifa í íslensku þjóðfélagi. Almennt séð hefur ungt fólk varpað Maó og Marx á rusla- hauga sögunnar en hafið hinn forna guð Mammon til dýrðar á ný. Að ýmsu leyti er þessi breyting til góðs í þjóðfélögum þar sem ennþá er virkt samfélagslegt eft- irlit með gróðafíkninni. Annars staðar leiðir hún gjarnan til ómengaðra glæpasamfélaga eins og Rússland er núna Ijósasta dæmið um. Islendingar eru svo heppnir að geta innleitt frjálsræði markaðar- ins undir lýðræðislegu eftirliti samfélagslegra stofnana, hags- munasamtaka og fjölmiðla. Það er því minni hætta á að þjóðin lendi í ógöngum þeirra hræðilegu öfga sem valdið hafa almenningi í sumum öðrum löndum miklum þjáningum og vesöld. í fárra höndiun Þótt margt hafi breyst, og sé að breytast, í íslensku viðskiptalífi, er það þó enn staðreynd að vald- ið í fjármálaheimi þjóðarinnar er • enn í mjög fárra manna höndum. Þetta var undirstrikað í saman- tekt tímaritsins Víshending á dögunum, en þar voru könnuð valdahlutföllin í þeim fyrirtækj- um sem eru á Verðbréfaþinginu - undir fyrirsögninni: „Orfáir stórir hluthafar ráða.“ Niðurstaða blaðsins er einfaldlega sú „að í allflestum fyrirtækjum eru það örfáir aðilar sem ráða yfir megni hlutafjár.“ í úttektinni var farið yfir lista um stærstu hluthafana í 66 fyrir- tækjum. Þá kom í ljós að í Iang- flestum fyrirtækjanna, eða 70% þeirra, eiga 10 stærstu hluthaf- arnir meira en 60% af öllu hluta- fénu. Og í 35 fyrirtækjanna hafa 10 eða fleiri hluthafar meira en tvo þriðju hlutaljár og geta þar með breytt samþykktum viðkom- andi félaga að vild. Þegar nánar er kannað hverjir það eru sem eiga stóran hlut í flestum fyrirtækjum koma auð- vitað í ljós gamlir kunningjar sem kenndir hafa verið við Kolkrabba, Smokkfisk og Krossfisk. Trygg- ingafélögin Sjóvá-Almennar og VÍS eru þannig, hvort um sig, meðal stærstu hluthafa í 17 þess- ara fyrirtækja og Burðarás þeirra Eimskipafélagsmanna í 14 fyrir- tækjanna eins og Olíufélagið. Lífeyrissjóðirnir eru einnig valdamiklir í þessu samhengi; Lífeyrissjóður Austurlands er meðal stærstu hluthafa í 15 fyrir- tækjanna, Lífeyrissjóður verslun- armanna í 14 eins og Lífeyris- sjóður Norðurlands, Samvinnu- lífeyrissjóðurinn í 11 og Lífeyris- sjóðurinn Framsýn í 10. Það á við um þessa sjóði eins og stór- fyrirtækin, að þeim er stjórnað af örfáum einstaklingum; hinir al- mennu sjóðsfélagar fá í reynd ekkert með málefni sjóðanna að gera. Réttilega er bent á í úttekt Vís- bendingar að það „hversu fáir að- ilar ráða mikíu hlýtur að veikja mjög þann hlutafjármarkað sem risið hefur hér á síðustu árum.“ Pólitísk goðsögn Einn þeirra sem dregið hefur ályktanir af þessari könnun er Agúst Einarsson, alþingismaður. Niðurstaða hans er þessi: „Goð- sögnin um dreifða eignaraðild er einfaldlega ósönn." Þessi pólit- íska goðsögn fékk byr undir báða vængi þegar tugþúsundir íslend- inga skráðu sig fyrir og fengu smáhlut í ríkisbönkunum á sfð- asta ári. Það hentaði sumum stjórnmálamönnum að túlka þetta sem staðfestingu þess að nú vildu allir landsmenn verða hluthafar og væru á góðri leið með að verða það. Hið rétta er auðvitað að tug- þúsundir íslendinga eru áhrifa- lausir hluthafar í fyrirtækjum sem fáeinir einstaklingar ráða al- gjörlega - hvort sem það eru ein- stakir ráðherrar í ríkishlutafélög- unum, og þeir forstjórar og stjórnarmenn sem þar sitja í um- boði ríkisins, eða örfáir fjármála- menn í þeim hlutafélögum sem eru á almennum markaði Verð- bréfaþingsins. Allt tal um að dreifð eignarað- ild tryggi almenningi áhrif á rekstur hlutafélaga er því í besta falli pólitískur blekkingarleikur. Eins og íþróttafréttrr Aukið frjálsræði í viðskiptum hefur haft mikil áhrif á fréttir íjölmiðla. Það heyrði þannig til undantekninga fyrir nokkrum árum að sagt væri frá kaupum og sölu hlutabréfa og verðbréfa eða tölum um rekstur fyrirtækja, af- komu og eigendur. Nú er vart sá fréttatími að ekki sé fjallað um jafnvel hin smæstu tíðindi úr við- skiptalífinu; þessi málaflokkur er að fá svipað vægi í Ijölmiðlum og fréttir af íþróttum. Reyndar má segja að þessi ólíku svið samfé- lagsins eiga það sameiginlegt að í báðum tilvikum fer öll orka manna í harðvítuga keppni um misjafnlega merkileg sigurlaun. Með þetta í huga vakti það óneitanlega nokkra athygli þegar í ljós kom að veltan á íslenska hlutabréfamarkaðinum, þessu nýja óskabarni ýmissa fjölmiðla, stækkaði ekki á síðasta ári, eins og vænta mátti. Nei, hann dróst saman um fjögur prósent á árinu 1998 samkvæmt yfirliti Seðla- bankans. Þrátt fyrir það er auðvitað mik- ið um að vera á þessum markaði. Og hin stærri tíðindi úr við- skiptalífinu geta vissulega haft áhrif á lífskjör almennings og skipta því máli. En öllu má of- gera, líka uppblásnum örfréttum úr heimi fjármálanna. Merk timamót Hallarbyltingin í Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna var hins vegar engin örfrétt. Hún sýndi að jafn- vel helsta valdaklíka landsins get- ur gert afdrifarík mistök, ekki sfst þegar hún ofmetnast og telur sjálfa sig ósigrandi. I þessu máli hefur Kolkrabbanum verið jafnað við stjórnendur hins sögufræga skips Titanic; þeir töldu farkost sinn ekki geta sokkið. En sukku samt. Slagurinn um Sölumiðstöðina er vissulega tímamótaatburður. Þetta er í fyrsta sinn sem það ger- ist opinberlega, að hópur hlut- hafa leggur allt undir til að ná meirihluta í einu stærsta fýrir- tæki landsins og steypa rótgrón- um stjórnendum þess. Og það tókst þó gamli valdakjarninn væri að eigin áliti ósigrandi. Þótt ekki sé ástæða til að ætla að framundan séu byltingartil- raunir í hverju stórfyrirtækinu á fætur öðru, er alveg Ijóst að þessi atburður mun draga dilk á eftir sér. Djarfhuga íjármálamenn sjá núna að þetta er hægt; þeir munu því leita tækifæranna og leggja kapp á að nýta þau. Því er einnig spáð að hallar- byltingin geti haft veruleg áhrif á hegðan Kolbrabbans. Valdsmenn sem eru vanir þvf að hafa alltaf sitt fram eru ekki líklegir til að taka slíku kjaftshöggi með því að bjóða hægri kinnina að kristileg- um sið. Þaðan mun því tíðinda að vænta. Næst erlend yfirtakaV Yfirtaka eins og sú sem átti sér stað á aðalfundi Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna er sjaldgæf á Islandi en algengi í nágranna- Iöndum okkar. Sérstaklega í Bandaríkjunum en einnig meðal stærri þjóða í Evrópu. Það hlýtur því að vera einungis tímaspurs- mál hvenær erlendir hákarlar fara að reyna að gleypa íslensk hornsíli í sífelldri Ieit sinni að æti á hinum alþjóðlega markaði. Fram til þessa hafa erlend fyr- irtæki keypt sig inn í þau ís- lensku án þess að til átaka hafi komið; innlendu eigendurnir hafa þvert á móti fagnað þvf að fá erlent Ijármagn inn í fyrirtækin. Og auðvitað eru hér margar greinar atvinnulífs sem útlend- ingar hafa lítill eða engan áhuga á. Vafalítið hafa erlend auðfélög fyrst og fremst áhuga á íslensk- um sjávarútvegsfyrirtækjum. Enn sem komið er mega útlend- ingar ekki kaupa sig inn í sjávar- útveginn; verði því breytt, eins og áhrifamikil stjómmálaöfl vilja, munu erlend stórfyrirtæki fljót- lega sækjast eftir ráðandi eign í hlutafélögum sem hafa kvóta eða góða markaðsaðstöðu í sjávarút- vegínum. Og það verða Ijármála- menn sem hafa mikla reynslu í þvf að leggja undir sig fyrirtæki með góðu eða illu. Fjörið er því rétt að byrja. I

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.