Dagur - 17.03.1999, Blaðsíða 1

Dagur - 17.03.1999, Blaðsíða 1
Loforðið kostar 12 milljarða króna Landsfundarloforð um afnám tekjuteng- ingar á lífeyri kostar 12-13 milljarða. Heil- brigðisráðherra viH útreikniuga frá fjár- málaráðherra. Það kostar milli 12 og 13 millj- arða að framfylgja samþykkt landsfundar Sjálfstæðisflokksins um að afnema tekjutryggingu líf- eyrisgreiðslna almannatrygginga. Lífeyrisgreiðslur almannatrygg- inga til elli- og örorkulífeyris- þega, sem áaetlað er að nemi 16 milljörðum í ár, mundu hækka um 28 ti! 29 milljarða við afnám allra tekjutenginga og allar greiðslur óháðar hjúskaparstöðu. Þrátt fyrir 12-13 milljarða hækk- un (180.000 kr. kostnað á hverja fjögurra manna fjölskyldu) mundi afkoman þó ekki skána hætis hót hjá þeim lífeyrisþegum sem búa einir og „verða að draga fram lífið á strípuðum bótum al- mannatrygginga", þ.e. þeim líf- eyrisþegum sem oftast er til vitn- að þegar tíunduð eru hörmung- arkjör lífeyrisþega. Sá mæti hóp- ur fengi áfram sín 65 þúsund á mánuði. Þarf að forgangsraða Þegar Ingibjörg Pálmadóttir, heilbrigðisráðherra, var spurð hvort hún teldi samstarfsflokldnn vera farinn að stunda yfirboð vildi hún lítið segja um það að svo komnu máli. „En ég veitti þess- ari tillögu vissu- lega mikla athygli og tók eftir að henni fylgdu engir útreikningar. Ég tel eðlilegt að fjár- málaráðuneytið og þjóðhagsstofnun setji á hana ein- hvern verðmiða áður en ég tjái mig frekar um hana,“ sagði Ingi- björg. Varaformaður heilbrigðis- nefndar Alþingis, Siv Friðleifs- dóttir, var spurð álits á samþykkt- inni. Eðlilega tók hún fram að hún bæri ekki ábyrgð á framan- greindum tölum, sem eru Dags. „En það er mikil umræða núna um tekjutengingar og jaðarskatta og upphæðin sem þú nefnir sýn- ir að það kostar gríðarlega fjár- muni að afnema slíkar tengingar. Ingibjörg Pálmadóttir er nýbúin að taka það skref að minnka tekjutengingu hjá elli- og ör- orkulífeyrisþegum, gagnvart tekj- um maka, sem er fyrsta skrefið í þá átt i áratugi. Það kostar 500 millj- ónir. Þess vegna þarf að taka svona mál í þrepum, ellegar að for- gangsraða. Og ég hefði talið að taka ætti barnafólkið fremst í þá röð og afnema tekjuteng- ingu barnabóta, sem raunar er samþykkt stefna Famsóknar- flokksins. Að mínu mati brennur eldurinn heitast á barnafólkinu í dag, þótt auðvitað þurfi líka að huga að eldri borgurum," sagði Siv. Sömu eftirlauu til allra I ályktun um málefni eldri borg- ara samþykkti landsfundur Sjálf- stæðisflokksins að afnema skuli tekjutengingu Iífeyrisgreiðslna almannatrygginga til þeirra sem náð hafa 67 ára aldri. I stað grunnlífeyris, tekjutryggingar, heimilisuppbótar og sérstakarar heimilisuppbótar eigi sérhver einstaklingur rétt á tilteknum eftirlaunum, sem ekki verði skert með neinum hætti og samsvari a.m.k. framangreindum greiðsl- um óskertum. Eftirlaunin skuli líka óháð hjúskaparstöðu, þ.e. meðan maki er á lífi, en við frá- fall haldi eftirlifandi maki/sam- býlismaður óskertum launum hins látna í 6 mánuði, sem síðan skerðist og falli niður eftir 12 mánuði. I annarri ályktun er áætlað að tekjutenging lífeyris- þega verði almennt afnumin. Lífeyrisþegar um 36.200 Oskertir nema þessir bótaflokkar nú um 783 þús.kr. á ári til ellilíf- eyrisþega sem býr einn og tæp- lega 793 þús.kr. til örörkulífeyris- þega. Ellilífeyrisþegar eru nú 28.000 og öryrkjar um 8.200. Fengju þeir allir fyrrnefndar upp- hæðir óskertar kostar það 28,4 milljarða í ár, auk 200-300 millj- óna í viðbótargreiðslur til þeirra sem missa maka. - HEI Landsfundur Sjálfstæðisflokks- ins samþykkir 12 milljarða út- gjöld til lífeyrisþega. Fallistí faðma Viðræður félaga atvinnurekenda um sameiningu þeirra í ein stór samtök eru að bera ávöxt og stefnir allt í að VSI og Vinnu- málasambandið (VMSÍ) taki ákvarðanir á aðalfundum sínum um að renna saman í eina heild með tryggingafélögunum, bönk- unum og öðrum atMnnurekenda- félögum. „Eg met það svo að við höfum færst nær og séum orðnir sammála um að stofna til nýrra samtaka," sagði Þórarinn V. Þór- arinsson, framkvæmdastjóri VSI, eftir fund framkvæmdastjórnar VSI í gær. Tryggingafélögin eru inni í myndinni og vilja vera með, en af hálfu bankanna hafa engar ákvarðanir verið teknar. „Við höf- um þó fengið skýr skilaboð um að bankasamfélagið telji sig eiga erindi með öðrum atvinnurek- endum, enda hefur samstarf þessara aðila farið vaxandi," segir Þórarinn. - FÞG Þeir voru drjúgir með sig mávarnir við Reykjavíkurtjörn þar sem þeir hlökkuðu yfir veiði sinni - óheppnu hornsíli. MYND E.ÓL Sigbjörn Gunnarsson segir að svokallaðir „samherjar“ hans í Samíý'lkingunni á Norðurlandi eystra hafi um mánaðarskeið staðið fyrir ófrægingarherferð gegn sér og m.a. reynt að gera fjármál hans tortryggileg með rógi og dreift sérstöku skjali þess efnis. Flann segist vissulega hafa lent í fjárhagserfiðleikum végna ábyrgða og skuldi pen- inga, en hann hafi ekki haft fé af nokkrum manni. Sigbjörn sendi fréttavefnum Vísi.is yfirlýsingu í gærkvöld vegna fjármála sinna. Þar er gerð grein fyrir fjármálum hans og hann framvísar þar m.a. vottorðum frá sýslumanni um að hann eða fyrirtæki á hans vegum skuldi enga vörsluskatta. í samtali við Dag í gærkvöld sagðist Sigbjörn ekki myndu hafa trúað því að óreyndu hvað menn gætu lagst Iágt í þessu sambandi og núorðið myndi ekkert koma honum á óvart. Venjulegur maður Eins og áður hefur verið greint frá í Degi hafa verið miklar vær- ingar í Samfylkingunni eftir að niðurstaða prófkjörsins lá íjTÍr. Sigbjörn segist hafa að fyrra bragði gert forystu Alþýðuflokks og Alþýðubandalags grein fyrir skuldastöðu sinni fyrir all- nokkru síðan, en þá hafi hún ekki verið talin spilla fyrir hon- um sem frambjóðanda, ef hann tæki 3. sætið á listanum! Það hafi hann hins vegar ekki tekið í mál. Varðandi fjármál sín segir Sigbjörn: „Eg hef ekki gert til- raun til þess að skjóta undan eignum - eins og sumt af þessu fólki sem þarna á í hlut hefur gert - heldur ákváðum við hjón- in það strax og þetta varð ljóst fyrir tveimur árum eða svo að standa einfaldlega við þær ábyrgðir sem við höfðum gengist í. Ég kann ekki þessa Ieiki alla saman og er ósköp venjulegur maður sem hef staðið mína pligt,“ segir Sigbjörn. Afgreiddir samdægurs QA Venjulegir og demantsskomir trúlofunarhringar GULLSMIÐIR XKJ j) SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI • SÍMI 462 3524 ‘S9MMW WORUJW«m EXPR0S EITT NÚMER AÐ MUNA 5351100

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.