Dagur - 27.03.1999, Blaðsíða 6

Dagur - 27.03.1999, Blaðsíða 6
VI - L A UGARDAGUR 27. MARS 1999 & MINNINGARGREJNAR L I á Sigurður Sigiirmimdsson Sigurður Sigurmundsson fæddist 29. júlí 1915 á Breiðu- mýri í Suður-Þingeyjasýslu. Hann andaðist á sjúkrahúsinu á Selfossi, Ljósheimum þann 5. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Anna Kristjana Egg- ertsdóttir, f. 24. nóv. 1894, d. 20. ágúst 1932, Sigurmundur Sigurðsson læknir, f. 24. nóv. 1877, d. 14. nóv. 1962. Hálfsystkini Sigurðar voru, Ágúst, f. 28. ágúst, 1904, d. 28. júní 1965. Gunnar, f. 23. nóv. 1908, d. 18. júní 1991. Al- systkini, Ástríður, f. 27. nóv. 1913. Kristjana, f. 29. nóv. 1917, d. 17. maí 1989. Eggert Benedidt, f. 27. jan. 1920. Þórarinn Jón, f. 19. maí 1921. Guðrún Jósefína, f. 22. mars 1929. 13. júlí 1943 kvæntist hann fyrverandi eiginkonu sinni Elínu Kristjánsdóttur, f. 7. sept. 1917. Þau eignuðust átta börn. Þau eru Sigurður, húsasmíðameistari, f. 26. okt. 1942, kona hans Guðlaug Oddgeirsdóttir, f. 8. maí 1945, skrifstofumaður og húsfreyja. Anna Soffía, f. 31. agúst 1944, húsfreyja og maður hennar Helgi Stefán Jónsson, f. 28. des. 1937, d. 10. jan. 1988. Kristján, f. 28. jan. 1946, og kona hans Mútjalin Sigurðs- son, f. 6. máí 1954. Guðbjörg f . 12. des. 1947, kennari og kristniboði og maður hennar, Andrew Scott Fortune, f. 15. mars 1950 kristniboði og menntafrömuður. Sigríður Halla, f. 12. ágúst, 1954, hús- freyja og bóndi og maður henn- ar Björn Bjömsson, f. 15. okt. 1950, bóndi. Kolbeinn Þór, f. 27. mars 1956, bóndi, og fyrr- verandi kona hans Helga Auð- unsdóttir, f. 28. apríl 1961, húsfreyja. Guðmundur Geir, f. 17. maí 1958 og kona hans Eva Ulricha Schmidhuber, f. 14. apríl 1959, húsfreyja. Hildur, f. 26. apríl 1961, húsfreyja, og fyrrverandi sambýlismaður hennar var Þorkell Seinar Ell- ertsson, f. 10. júlí 1939, íþróttakennari og bóndi. Sigurður stundaði nám við barnaskólann á Breiðumýri og síðar í Reykholti í Biskups- tungum. Hann var tvö ár á Iþróttaskóla Sigurðar Greips- sonar í Haukadal, og á árunum 1932- 1933 í Samvinnuskólan- um í Reykjavík og á Bænda- skólanum að Hólum á árunum 1933- 1934. Sigurður var lausamaður norðanlands og sunnan á árun- um 1934-1942, m.a. kennari hluta úr vetri en síðast hafnar- verkamaður í Reykjavík. Vorið 1942 keypti hann jördinna Hvítárholt í Hrunamanna- hreppi og var bóndi þar til árs- ins 1989 er hann flutti í íbúðir aldraðra að Flúðum. Sigurður átti sæti í stjórn Veiðfélags Árnesýslu frá 1967- 1973, sat í stjóm Bókasafns Hrunamanna um árabil, lengst af sem formaður. Sigurður skrifaði fjölda greina um bók- menntaleg efni í blöð og tíma- rit. Um 35 ára aldur tók hann til að Ieggja stund á spænsku- nám í frístundum. Þar sem kennslugögn voru óhentug varð hann sér úti um ensk- spænska orðabók sem hann þýddi á íslensku og var þar komin spænsk-íslensk orða- bók. Bókin var fyrst sinnar teg- undar hér á landi og kom fyrst út árið 1973 og á ný í end- urunninni útgáfu árið 1995. Árið 1990 þýddi Sigurður úr spænsku bókina Nada eftir Carmen Laforet og gaf út sjálf- ur. Árið 1989 gaf Sigurður út hókina Sköpun Njálssögu og árið 1993 kom út bókin, A milli landshorna, um bernsku- og æskuár höfundar. Um síð- ustu jól komu út Ritgerðir I og á næsta ári er von á Ritgerðum II, sem tilbúin er til prentunar. Faðir minn, Sigurður Sigur- mundsson, bóndi frá Hvítárholti, er látinn. „Hann pabbi er dáinn“ þegar hann hafði Iokið lífsstarfi sínu og sat með fyrstu prófarkirnar að síðustu bókinni sem hann ætlaði að gefa út í höndunum, kom kall- ið. Hann hafði lokið því sem ljúka þurfti. Hann kvaddi sáttur. Það sem einkenndi föður minn fyrst og fremst var þessi ótrúlegi vilji. Að halda ætlun sinni hvað sem í vegi yrði. Þrátt fyrir tak- mankaðan skilning og trú margra á verkefnunum hélt hann áfram þar til þvf var Iokið sem byrjað var á. Hann var að uppfylla lífssýn. Hvernig hún leit út í smáatriðum veit ég ekki en það var eitthvað ákveðið sem rak hann áfram, sem fyllti hann óánægju ef hann gat ekki sinnt þvf. Mér kemur það fyrir sjónir eins og öll hans búskaparár hafi verið undinbún- ingur að alvörustarfinu. I því sem sál hans bjó. Vegna þess að hann tók mark á sjálfum sér og miðaði sig Iftt við aðra var hann sáttur og æðru- laus. Hann bar veikindi sín með hreinum ólíkindum. Þó að hann missti málið og gæti ekki tjáð sig nema skriflega. Þó hann gæti ekki nærst á eðlilegan hátt og það samfélag sem borðhaldi fylg- ir tekið frá honum tók hann því öllu með æðruleysi. Það var ekki fyrir en kvalirnar urðu svo miklar að hann neyddist til að taka slæfandi verkjalyf og hann fann að hugsunin var ekki lengur skýr að hann gerði sér Ijóst að líkaminn gat ekki meir. Hann var ekki lengur það hlýðna starfstæki andans sem verið hafði. Þá var mál að linnti. Að kveðja þessa jarðvist og leyfa þreyttum h'kamanum að hvílast og halda svo áfram á andans brautum í öðrum veröldum. Faðir minn, ég þakka þér að ég varð dóttin þin. Þú laukst upp skilningi mínum á fegurð tungumálsins. Þú hjálpaðir mér að vera sjálfri mér trú á tímum raunverulegra erfiðleika. Þú varst fordæmi hins hugsandi manns. Hildur Sigurðardóttir * * * Að kvöldi föstudagsins 5. mars barst mér sú fregn að faðir minn Sigurður Sigurmundsson frá Hvítárholti hefði látist þá fyrir um kvöldið. Harma ég það að sjálfsögðu, þó að ný tílvera sem hann er nú (samkvæmt minni trú) aðnjótandi, sé mikil lausn á hans Iangvarandi sjúkdómi. Starfsfólk Ljósheima á Selfossi bið ég fyrir sérstakar þakkir, fyrir umönnun hans síðustu vikurnar. Pabbi minn var að mörgu leyti sérstakur karakter, af einhverri ástæðu (mér ókunnri) tók hann ungur ástfóstri við Spán. Eg var á barnsaldri þegar hann byrjaði að læra spönsku heima í Hvítár- holti. Enginn orðabók eða kennslu- bók í spænsku var þá til fyrir Is- lendinga. Þess vegna tók hann sig til og glósaði upp Spænsk ís- Ienst orðasafn. Minnir mig að hann hafi verið nokkur ár að því. Nauðsynlegt var að nota ensku sem millimál við samningu orða- safnsins. Eg fékk þó nokkra mál- tilfinningu fyrir spænsku á þess- um tíma og held henni enn. Mörgum áratugum seinna eða fyrir tíu árum fórum við pabbi saman í langferð eða til Thailands, millilent var í Kaup- mannahöfn (á útleið) og var þar nokkurra klukkutíma bið. Þarna sýndi pabbi mér hversu sérstakur karakter hann var og gaf hann sig á tal við mann sem mér leist ekki allskostar á (var sérstakur í útili). Töluðu þeir talsvert saman og urðu hinir bestu mátar, pabbi frá Islandi og hann frá Afganistan. Kristján Sigurðsson frá Hvítárholti *** Elsku faðir minn Sigurður Sigur- mundsson, fyrrum bóndi í Hvít- árholti og fræðimaður, lést þann 5. mars síðastliðinn, eftir langvarandi sjúkdómsbaráttu. Brá mér við að heyra fréttirnar og er mér mikil eftirsjón í því að hann er horfinn okkar sjónum, en gleðst því jafnframt að hann hefur öðlast eilíft fresli í himna- sölum þess ríkis sem aldrei mun undir lok líða. „Vér vitum, að þótt vor jarð- neska tjaldbúð verði rifín niður, þá höfum vér hús frá Guði, eilift hús á himnum, sem eigi er með höndum gjört.“ (II Kor. 5:1) Mér hefur alltaf verið mjög hlýtt til föður míns frá barnsaldri og honum verð ég eilíflega þakk- lát fyrir þann þátt í h'fi mínu sem hann hafði áhrif á og mótaði. Ég minnist þess í æskunni þegar hugur minn fullur hugsjónum og draumum hreifst af ritsnilld hans og einstæðum hæfileikum til að tjá huga sinn í skýru og mynd- rænu formi. Þetta gerðist ekki allt í einu þótt hann eflaust hafi verið búinn meðfæddum hæfileikum til að skrifa af snilld og mæmni þvf oft minnist ég þess að hann var að fara með utanað það sem hann var að semja og stíla saman. Þetta gerðist oft þegar hann var að vinna við búskapinn og nýtti hann stundina bæði andlegra og veraldlega. Ég fylgdist oft vel með föður mínum á þessum stundum og hlustaði á það sem hann var að semja og þá vaknaði sú þrá í brjósti mér að geta fetað í spor hans og finnst mér hann alltaf hafa verið mér fyrirmynd um notkun og meðferð íslenskrar tungu. Hann skrifaði með inn- blæstri og skilningi og hafði mikla ánægju af því að sitja við skriftir og semja. Pabbi var mikill tungumálamaður og átti ákaflega létt með að tileinka sér erlend tungumál. Hann lagði mesta stund á að læra spönsku sem hann sjálfmentaði sig í og gaf síð- an út Spænsk-Islenska, Islensk Spænska orðabók. Það komu oft útlendingar í heimsókn í Hvítár- holt og þá notaði hann tækifærið að æfa sig og man ég sérstaklega eftir tveimur Þýskum mönnum sem komu. Hann var svo glaður og það skein af honum ánægjan að geta tjáð sig á öðrum tungu- málum. Heima voru til ýmsar bækur til að læra ný tungumál umfram spönsku, ensku og þýsku. Þar man ég helst eftir pólskum og finnskum bókum. Til að lýsa mannkostum föður míns þá var hann mikill öðlingur á alla lund, trausur stólpi þegar á reyndi og á móti blés. Þegar um erfið málefni var að ræða reyndi hann ætið að leysa þau af dreng- lyndi og fagmennsku eða af sinni hestu getu og tókst honum það oft þrátt fyrir erfiðar aðstæður. Þáttur í lífinu sem ekki er auð- velt að leysa svo öllum líki. Hann tók ævinlega málstað þess sem minna mátti sín og vildi ekki að á neinn væri hallað. Hann bjó yfir mikilli hjýju og bar hann það oft með sér í viðmóti sínu við okkur og jafnvel á síðustu stund okkar saman lýsti þetta af honum þrátt fyrir andlegar og líkamlegar þján- ingar við sjúkdóm. Ég hef lengi búið erlendis og skrifaði hann mér oft og fylgdist með lífi mínu og kostum, þrátt fyrir miklar fjarlægðir og lýsir þetta honum enn heldur hugar- fari hans og manngerð. Stundum þegar við vorum saman var talað um tilgang Iífsins og trúmál og bar þar margt á góma og veit ég að ynnra bjó örugg trúarsannfær- ing um tilveru Guðs og líf eftir dauðann. „Vér horfum ekki á hið sýni- lega, heldur hið ósýnilega. Hið sýnilega er stundlegt, en hið ósýnilega eilíft." (2Kor. 4:18). „Og moldin hverfur aftur til jarð- arinnar, þar sem hún áður var, og andinn til Guðs, sem gaf hann.“ (Pd. 12:7) Ég kveð þig nú að sinni elsku pabbi og þakka ég af einlægum huga okkar samverustundir og að þú varst pabbi minn. Ég þakka skilning þinn þegar ég þurfti mest á þér að halda og gat ekki án þín verið. Ég þakka fyrir óbi- landi traust þitt á liðnum árum þegar ég var fjarverandi. En það skipti engu máli, því þú varst alltaf hinn sami trausti, elskandi pabbi. Ég þakka þér og held áfram að þakka þér á meðan ég lifi. Vertu sæll í bili pabbi. Guðbjörg Sigurðardóttir frá Hvítárholti Markmíð Útfararstofu íslands er að veita trausta og persónulega þjónustu, Aðstandendur geta leitað útfararstjóra hvenær sólarhrings sem er. Útfararstofa íslands er aðstandendum innan handar um alla þá þætti er hafa ber í huga er dauðsfall ber að. Útfararstjórar Útfararstofu íslands búa yfir mikilli reynslu og hafa starfað við útfararþjónustu um árabil. Útfararstofa Islands sér um: Utfararstjóri tekur að sér umsjón útfarar í samráði við prest og aðstandendur. - Flytja hinn látna af dánarstað í líkhús. - Aðstoða við val á kistu og líkklæðum. - Undirbúa lík hins látna í kistu og snyrta ef með þarf. Útfararstofa íslands útvegar: - Prest. - Dánarvottorð. - Stað og stund fyrir kistulagningu og útför. - Legstað í kirkjugarði. - Organista, sönghópa, einsöngvara, einleikara og/eða annað listafólk. - Kistuskreytingu og fána. - Blóm og kransa. - Sálmaskrá og aðstoðar við val á sálmum. - Líkbrennsluheimild. - Duftker ef líkbrennsla á sér stað. - Sal fyrir erfidrykkju. - Kross og skilti á leiði. - Legstein. - Flutning kistu út á land eða utan af landi. - Flutning kistu til landsins eða frá landinu. Sverrir Einarsson, útfararstjóri Sverrir Olsen, útfararstjóri Útfararstofa íslands - Suðurhlfð 35-105 Reykjavík. Sími 581 3300 - allann sólarhringinn. KRISTlN SIGURBJORG JÓHANNSDÓTTIR frá Steinnesi á Hauganesi verður jarðsungin frá Stærri Árskógskirkju miðvikudaginn 31. mars kl. 14.00. Sveinbjörn Jóhannsson Þorgerður Sveinbjörnsdóttir, Hjörleifur Jóhannsson, Hanna Sveinbjörnsdóttir, Halldór Þórðarson, Birgir Sveinbjörnsson, Rósbjörg Jónasdóttir, Gunnþór Sveinbjörnsson, Ásgerður Harðardóttir, Jónína Sveinbjörnsdóttir, Óskar Pétursson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.