Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagur

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagur

						V&tr-
FIMMTUDAGUR  12.  ÁGÚST  1999
FRETTIR
„Áhyggjur af okkur
eru otrmabærar"
Nýráðntr forsvars-
memi Samtaka at-
vmnulífsins segjast
taka spemitir við nýj-
um störfimi og kvíða
ekki reynsluleysis í
kjarasamningagerð.
Formenn aðildarfélaga Samtaka
atvinnulífsins samþykktu í gær-
morgun að ráða Finn Geirsson,
framkvæmdastjóra Nóa-Síríus,
sem formann samtakanna og Ara
Edwald, ritstjóra Viðskiptablaðs-
ins, sem framkvæmdastjóra. Þeir
taka við nýjum störfum á stofn-
fundi samtakanna 15. september
næstkomandi. Ari er ráðinn í
fullt starf en Finnur verður for-
maður í hlutastarfi og stýrir Nóa-
Síríus áfram.
Er Dagur náði tali af þeim fyr-
ir utan væntanlegt aðsetur sam-
takanna í Garðastrætinu í gær
sögðust þeir báðir hlakka til
nýrra verkefna. Spennandi tímar
væru framundan og fyrsta stóra
verkefnið væri að sjálfsögðu
næstu kjarasamningar. Aðspurð-
ir um reynslu af kjarasamninga-
gerð sögðust þeir ekki hafa hana.
Finnur sagði þetta hlut sem
lærðist og þeir hefðu aðgang að
Arí Edwald og Finnur Geirsson fyrír utan höfuðstöðvar VSÍfgær, sem til
að byrja með verður aðsetur Samtaka atvinnulffsins. - mynd: e.öl
fólki hjá VSI og öðrum aðildar-
samtökum með mikla reynslu.
„Ég kvíði þessu ekkert," sagði
Finnur og Ari tók undir með
honum. „Það er ekkert nýtt að
menn komi nýir að kjarasamn-
ingagerð. Ég tel ótímabært að
hafa áhyggjur af því að þetta
gangi ekki upp hjá okkur. Ég hef
trú á að þetta muni ganga vel,"
sagði Ari.
Hverjir eru þeir?
Hverjir eru svo nýir forystumenn
Samtaka atvinnulífsins? Finnur
hefur sl. 9 ár verið framkvæmda-
stjóri Nóa-Síríus. Þar áður var
hann ritstjóri Vísbendingar og
hagfræðingur Verslunarráðs ís-
lands. Finnur er sonur Geirs
heitins Hallgrímssonar, fyrrum
forsætisráðherra og seðlabanka-
stjóra, og Ernu Finnsdóttur,
næstyngstur fjögurra systkina.
Elstur í þeim hópi er Hallgrímur
B. Geirsson, framkvæmdastjóri
Morgunblaðsins. Finnur er 46
ára að aldri, með doktorspróf í
hagfræði frá háskólanum í Flór-
ída og viðskiptafræðipróf frá Há-
skóla Islands. Hann er kvæntur
Steinunni      Þorvaldsdóttur
menntaskólakennara. Þau eiga
tvo syni og fyrir átti Steinunn
dóttur sem Finnur gekk í föður-
stað.
Ari Edwald er 35 ára, með lög-
fræðipróf frá Háskólanum og
MBA-gráðu í rekstrarhagfræði
frá San Francisco háskóla. For-
eldrar hans eru Erling Edwald
lyfjafræðingur og Jóhanna Ed-
wald ritari. Líkt og Finnur er Ari
næstyngstur fjögurra systkina.
Hann var aðstoðarmaður Þor-
steins Pálssonar í dómsmála-
ráðuneytinu tímabilið 1991-
19.95 og fylgdi Þorsteini í sjávar-
útyegsráðuneytið sem aðstoðar-
máður. Ari tók um síðustu ára-
mót við ritstjórastöðu hjá Við-
skiptablaðinu. Hann er kvæntur
Þórunni Pálsdóttur, fjármála-
stjóra Istaks, og eiga þau tvö
börn.                     — BJB
Afkoma Landsbankans hefur batn-
að mikið milli ára.
Stórgróði
Landsbanka
Landsbankinn kynnti í gær
milliuppgjör fyrir fyrstu sex
mánuði ársins. Hagnaður tíma-
bilsins nam alls 722 milljónum
króna, samanborið við 489
milljónir eftir sama tíma í fyrra
og 911 milljónir allt síðasta ár.
Hagnaðurinn hefur því aukist
um 233 milljónir, eða tæplega
48% frá sama tímabili í fyrra.
Betri afkomu skýrir bankinn
m.a. með auknum umsvifum og
hagstæðri ytri skilyrðum á fj'ár-
magnsmarkaði. Þá var afkoma
dótturfélaga góð.
Hreinar vaxtatekjur Lands-
bankans fyrstu sex mánuðina
námu alls 2,5 milljörðum og
jukust um 18% frá sama tímabili
árið 1998. Vaxtamunur sem
hlutfall af meðalstöðu heildar-
fjármagns var 3%, en á sama
tíma í fyrra nam vaxtamunur
3,6%. Rekstrargjöld bankans
námu alls 2,9 milljörðum og
hækkuðu þau um 10% milli ára.
Launatengd gjöld námu 1,6
milljörðum sem er aukning um
3,4%.                  - BJB
Hefur ekki trú
á leið Jóhönnu
„Ég tel að þetta tal for-
sætisráðherra um laga-
setningu sé sprottið af
því að hann vilji setja
lög sem banni Jóni
Ólafssyni í Skífunni að
kaupa hlutabréf,"
sagði Sighvatur Björg-
vinsson, þingmaður.
Enn deila menn um hvort raun-
hæft sé að setja lög um dreifða
eignaraðild þegar fjármálastofn-
anir ríkisins verða seldar. Halldór
Ásgrímsson og Davíð Oddsson
greinir á um það, og nú eru þing-
menn Samfylkingarinnar, þau Jó-
hönnu Sigurðardóttur og Sighvat-
ur Björgvinsson, ósammála um
málið. Jóhanna boðar lagafrum-
varp til að tryggja dreifða eignar-
aðild í upphafi þings en Sighvatur
efast um að hægt sé að setja lög
sem halda.
„Eg hef ekki trú á því að gerlegt
sé að setja lög til að tryggja dreifða
eignaraðild, sem halda þegar fram
i sækir. Ég er alveg viss um að
Davíð Oddsson, forsætisráðherra,
hefði aldrei orðað þessa lagasetn-
ingu ef þeir sem eru að kaupa
fjórðung í FBA væru honum
þóknanlegir. Ég tel að þetta tal
forsætisráðherra um lagasetningu
sé sprottið af því að hann vilji setja
lög sem banni Jóni Ólafssyni í
Skffunni  að  kaupa  hlu'sbréf,"
Sighvatur Björgvinsson telur laga-
setningarleiðina ófæra.
sagði Sighvatur Björgvinsson, al-
þingismaður, í samtali við Dag um
þetta mál.
Að framfylgja lögumim
Sighvatur segist spyrja þá sem tala
um þessa lagasetningu hvernig
þeir ætli að framfylgja þeim.
„Það vita allir að þegar hluta-
bréf ganga kaupum og sölum á
frjálsum markaði veit engin hver
er að kaupa eða selja. Menn vita
hverjir stofna hlutafélög en síðan
fara þau á markað og hlutabréfin
ganga kaupum og sölum og eng-
inn sem fylgist með því. Ég veit
ekkert um það hvort Jón Jónsson á
hlutabréf í Eimskip og hann ekki
hvort ég á hlutabréf í einhverju
fyrirtæki," segir Sighvatur.
Hann segist líka spyrja í fram-
haldinu: Hvað menn ætli að gera
Jóhanna Sigurðardóttir boðar laga-
frumvarp um dreifða eignaraðild.
við Islandsbanka hf. ef þessi Iög
verða sett. Hver veit hvernig eign-
araðild að bankanum skiptist?
„Hvað ætla menn að gera ef ein-
hver lífeyrissjóðanna á meira en
4% í íslandsbanka. Á að skikka
hann til að selja og hverjum má
hann selja. Hann má ekki selja
hæstbjóðanda ef hann á jafn stór-
an hlut. Þetta gengur því ekki upp
á frjálsum verðbréfamarkaði," seg-
ir Sighvatur.
Hann var minntur á að stjórnar-
andstaðan hafi viljað svona laga-
setningu á síðasta þingi þegar sal-
an á hlut ríkisins í FBA var til um-
ræðu á Alþingi.
„Ég veit það en ég hef bara ekki
nokkra trú á að lög af þessu tagi
hafi neitt hald þegar fram í sækir,"
segir Sighvatur Björgvinsson.
- S.DÓR
Aöeins réttindakennarar í Borgarnesi
Á sama tíma og fregnir berast af vandræðagangi grunnskólanna með að
ráða kennara sendir Grunnskólinn í Borgarnesi frá sér fréttatilkynningu
þar sem fram kemur að allar kennarastöður séu þegar skipaðar og það
eingöngu kennurum með réttindi á grunn- og framhaldsskólastigi. Bæj-
arstjórn Borgarbyggðar gerði viðbótarsamning við kennara sl. haust og
segir Kristján Gíslason, skólastjóri, það, ásamt öðru, vera þátt í að svona
vel gangi að halda í og fá nýja kennara.
Síðasta vetur voru 330 nemendur við skólann og mun þeim fjölga
næsta vetur. Hafin er vinna víð endurhönnun skólahússins þannig að
hann geti orðið einsetinn innan fárra ára.
Arni vísiterar á Austfjörðum
Arni M. Mathiesen, sjávarútvegsráðherra, lagði af stað
í gær í ferð um Austfirði og lýkur henni í dag. Þetta er
þriðja landshlutaheimsókn ráðherrans. I ferðinni hitt-
ir hann fulltrúa stéttarfélaga og heimsækir útgerðar-
fyrirtæki. I gær var hann á Reyðarfirði og hitti þar
verkalýðsforkólfa og útgerðarmenn. I dag verður hann
í Breiðdalsvík og á Stöðvarfirði, Fáskrúðsfirði, Eski-
firði og Seyðisfirði. Athygli vekur að hann fer ekki til
Litlu-Moskvu, Norðfjarðar, hvað sem því veldur.
Árni M.
Mathiesen.
Hraðbátur Keikó-samtakanna brann
Tveir drengir, ellefu og tólf ára, voru hætt komnir skömmu eftir hádegi
í gær þegar þeir kveiktu af slysni í hraðbát Keikó-samtakanna. Þeir voru
að fikta með eldspýtur um borð í bátnum og er talið Iíklegt að bensín-
brúsi hafi sprungið. Þá hafi kviknað í bensíntanki bátsins sem í voru
200 Iítrar af bensíni. Drengirnir náðu að forða sér en slökkviliðið var
komið á staðinn skömmu síðar og tókst að kæfa eldinn. Báturinn er
gjörónýtur, auk tveggja utanborðsmótora, bátskerru og glugga í báta-
skýli.
MiHjónatjón í Straumsvík
Það óhapp varð í Álverinu í Straumsvík í gær að gat kom á biðofn og
um 30 tonn af áli láku út. Tjón Alversins nemur um 5-10 milljónum
króna, ekki síst vegna þess að viðgerð getur tekið hátt í tíu daga og ofn-
inn er óvirkur á meðan. Álið var um 700 gráðu heitt en lak í gryfju sem
ætluð er til að taka við því ef eitthvað kemur fyrir. Gryfjan er í kjallara
undir ofninum og ofninn að mestu leyti niðurgrafinn þannig að aldrei
var nein hætta á að ál slettist upp úr ofninum og á starfsfólk.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16