Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagur

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagur

						LÍFIÐ í LANDINU
24
LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 1999
1
Kolbrún
Bergþórsdóttip
skrifar
iníi
Mararbárur
er úrval
Ijóða eftir El-
ías Mar, sem
Málog
menning
gefur út um
þessi jól. í viðtali Iftur
Elías Mar yfir feril sinn,
ræðir um verk sín, lífs-
skoðanirogsegirfrá
samferðamönnum.
- Móðir þtn, Eltsabet, lést tutt-
ugu og fjögurra ára gömul \>egar
þú varst eins árs. Það hlýtur að
vera erfitt að alast upp og þekkja
ekki móður sína.
„Móðir mín fékk berlda og
veslaðist upp á fimm mánuðum.
Hún vann á saumastofu og á
þessum tíma var algengt að fólk
kæmi með gamlan fatnað til að
láta venda honum eins og kallað
var, en þá var innra byrðið sett
út. Það var talið hugsanlegt að
móðir mín hefði smitast þannig
að hún hefði andað að sér berkl-
um úr klæði sem hún var að
vinna við.
Maður fer á mis við mikið
þegar maður fær ekki að kynn-
ast móður sinni en ég er ekki frá
því að það sé jafnvel sárara að
missa móður sína þegar maður
er orðinn það gamall að maður
man eftir henni. Og amma mín,
sem gekk mér í móðurstað,
reyndist mér afskaplega góð."
-  Nú hefurðu fræðst um móður
þína af öðrum, hvernig mann-
eskja heldurðu að hún hafi verið?
„Ég hef mikið velt því fyrir
mér. Lengi fram eftir vissi ég af
fólki sem hafði þekkt hana en ég
lét alltaf hjá líða að spyrja um
hana og mikið lifandis skelfing
sé ég eftir því núna."
- Afhverju spurðirðu ekki?
"Eg var í mínu starfi, var að
skrifa og fást við eitt og annað
og hélt að það væri nógur tími.
En það var svo heimskulegt og
ófyrírgefanlegt af mér að spyrja
ekki því þetta fólk hefur dáið frá
mér og um leið dóu heimildirnar
um móður mína."
-   Hvenær ákvaðstu að verða
rithöfundur?
„Ég ákvað það ekki einhvern
daginn heldur kom það að sjálfu
sér smám saman. Ég fór að yrkja
ansi ungur, sex ára gamall. Það
kom einhvern veginn, eitthvert
bull. Svo þróast þetta smám
saman og eitthvað varð ég skárra
skáld níu ára en þegar ég var sex
ára. Og með tímanum fór maður
að yrkja út frá vissu."
-  Þegar fyrsta skáldsagan þtn,
Eftir örstuttan leik, kom út
varstu 22 ára, hvernig finnst þér
hún núna?
Ég er ekki færibandahöfundur og sendi ekki bók frá mér áriega. Ég er ekki duglegur höfundur hvað það snertir og líklega hefég þurft að gjalda þess." myndir: TErruR
„Ég hef ekki lesið hana svo
Iengi að ég hef ekki beint af-
stöðu til hennar. Jón Óskar
sagði mér eitt sinn að hún væri
tímamótaverk að því leyti að þar
gæti í fyrsta skiptið vissrar lífs-
þreytu hjá ungu kynslóðinni.
Það má vel vera að það sé hægt
að segja að hún sé ólík því sem
við var að búast í stríðslok því þá
rfkti almennt ánægja meðal
fólks, stríðinu var lokið, ísland
orðið lýðveldi og kalda stríðið
ekki skollið á. Sagan er sögð í
fyrstu persónu af ungum náms-
manni og það gætir viss Iífsleiða
hjá honum því hann verður fyrir
ástarsorg. I mínum huga er
þetta  í dag fremur ómerkilegt
efni en ég get í hreinskilni sagt
að þessi fyrsta skáldsaga er und-
ir lúmskum áhrifum frá Vefaran-
um mikla. Ég er að sjálfsögðu
ekki að reyna að skrifa nýjan
Vefara og pilturinn er ekki kaþ-
ólskur en það er eitthvað í hon-
um sem mér finnst núna að hafi
orðið til vegna áhrifa Vefarans
mikla."
- Efvið snúum okkur að skáld-
sögu þinni Vógguvtsu...
„En þar kemur nú að millibók
sem enginn spyr um og virðist
alveg hafa dáið drottni sínum.
Hún heitir Man eg þig Iöngum.
Ég fékk hugmyndina að sögu-
þræði þeirrar bókar sautján ára
eamall oe hún átti að verða tvö
bindi. Hún fjallar um strák sem
kemur að vestan, gengur í gagn-
fræðaskóla, verður lélegur nem-
andi, lendir í ástarsorg og fer úr
bænum. I seinna bindinu ætlaði
ég að gera hann að skáldi og láta
hann koma aftur í bæinn. En
þegar ég var búinn með fyrra
bindið sem ég skrifaði í Kaup-
mannahöfn var ég orðinn leiður
á stráknum, en sendi handritið
heim og Ragnar í Smára gaf
bókina út. En ég er ósköp feginn
þvf að ég skrifaði aldrei fram-
haldið, maður á ekki að pína sig
í að skrifa það sem maður er
orðinn þreyttur á. Enda fékk ég
gjörólíka hugmynd sem er
Vögguvísa   sem   átti   aldrei   að
verða meira en smásaga, en
Iengdist í vinnslu. Ég hef aldrei
reynt að koma Man eg þig löng-
um á framfæri. En það er til fólk
sem hefur þótt hún furðulega
góð. Einn maður hefur talið
hana rriína bestu bók. Ég held
hann hafi ekki meint það, en ég
ætla samt að segja hver hann er.
Ég held að hann segi þetta bara
til að vera öðruvísi en aðrir í
skoðun sinni, eða kannski var
hann bara að stríða mér. Þó get-
ur vel verið að hann meini það.
Þessi maður er Guðbergur
Bergsson sem sagði mér að Man
eg þig löngum væri svo miklu
betri en allar aðrar bækur eftir
mig."
h i
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40