Dagur - 05.02.2000, Blaðsíða 6

Dagur - 05.02.2000, Blaðsíða 6
VI-LAUGARDAGUR S. FEBRÚAR 2000 MINNINGARGREINAR Hildur Guðný Ásvaldsdóttir Skólasystir mín og vina frá æsku- dögum, Hildur Guðný Asvalds- dóttir húsfreyja á Gautlöndum í Mývatnssveit var til moldar borin frá Skútustaðakirkju 8. janúar sl. Heilsa mín þá leyfði mér hvorki að fylgja henni til grafar eða minnast hennar á þeim degi. Úr því skal nú að nokkru bætt. Fundum okkar bar fyrst saman haustið 1950 er við hófum báðar nám í Húsmæðraskólanum á Laugum í Reykjadal. Þá voru Húsmæðraskólarnir 9 mánaða skólar og alltaf fullsetnir , gjarn- an með biðlista milli ára. Aldurs- takmark var 18 ár og þær gengu fyrir sem áttu heima í Suður Þingeyjarsýslu. Við urðum herbergisfélagar, alls sex saman, uppi í risi í gamla skólahúsinu í herbergi sem kall- aðist bárðdælska herbergið vegna þess að andvirði þess hafði verið gefið af kvenfélagskonum í Bárð- ardal. Það herbergi hýsir nú tölvueign Kvenfélagasambands Suður Þingeyinga og er notað til námskeiðahalds. Við vorum 36 sem hófum nám þetta haust og skiptumst þannig að 9 byrjuðu í fatasaumi, 9 í vefnaði og 18 í eldhúsi. Auk þess var öllum í upphafi úthlutað út- saumsstykkjum og því var haldið að okkur að hverja frístund ætt- um við helst að sitja með þau. Við Hildur vorum saman í hópn- um sem byrjaði í fatasaumnum. Við saumuðum nú það sem til var ætlast og eitthvað umfram það, en svo er Hildi fyrir að þakka að minningarnar frá þess- um tímum eru bundnar söng og ljóðum, fremur en saumaskap. Hún hafði mikla og bjarta sópranrödd og sat aldrei lengi þegjandi, ýmist spjallaði hún, blístraði eða söng. Hún kunni mörg Ijóð ömmusystur sinnar, skáldkonunnnar Huldu og hafði yndi af að syngja þau. Aldrei heyri ég sungið: Island, ísland, ég vil syngja — um þín gömlu traustu fjöll, að ég minnist ekki Hildar og saumatímanna, þegar Hildur byrjaði og svo brast á söngur. Saumakennaranum okk- ar, Fanneyju Sigtryggsdóttur, þótti stundum nóg um, en sjálf hafði hún alltof gaman af söng og Ijóðum til þess að standast mátið til lengdar með alvöru og aðfinnslu, en fór bara sjálf að syngja með. Verra þótti henni þegar Hildur blístraði sálmalög, það var óvirðing við guðsorðið. En töfrar Hildar bræddu hana þó sem aðra. Við vorum ekkert óskaplega duglegar í útsaumn- um. Stundum kom Hildur aðvíf- andi þegar ég var nýsest, tók af mér saumadótið og tróð því í pokann með þessum orðum. „Hættu að sauma í þessa tusku, við þurfum að fara að lifa lífinu." Og mér þótti miklu skemmti- legra að fara með Hildi að „lifa lífinu'1, heldur en að sauma út. Þá fórum við út, stundum tvær, stundum fleiri saman, gengum kringum tjörnina, upp á Kleik eða lengra, töluðum lífið og til- veruna og nutum þess að vera saman eða hitta einhverja. Kl. 11 á kvöldin var gengið á herbergin og Ijósin slöldct og þá áttum við að fara að sofa. Við vorum ekki alltaf syfjaðar og ýmislegt var nú pískrað í myrkrinu. Einhverju sinni spurði Hildur hvort ég kynni ekki kvæðið Vikivaka eftir Guðmund Kamban. Hún hafði dálæti á því. Eg kunni það ekki. „Þá er að bæta úr því, ég kenni þér það þegar búið er að slökkva á kvöldin", sagði Hildur. Svo hófst kennslan. „Taktu eftir þessu“ sagði hún oft þegar henni þótti þörf á að undirstrika eitt- hvað. Vappar ósyndur ungi á bakka meö augun logandi afþrá og sumir þora ekki til þess að hlakka sem þeim er annast að fá. Gegn svo mörgu sem Guð þeim sendir þeir gera kvíðann að hltf og kviða oft því sem aldrei hendir og enda í kvt'ða sitt líf. Við vorum hrifnar af þessu og kærðum okkur kollóttar þótt her- bergissysturnar tautuðu um að ekki væri svefnfriður fyrir þessu ljóðastagli. Því fór þó íjarri að Hildur væri löt eða kærulaus við vinnu. Það kom best í ljós þegar hún var orð- in húsmóðir á stóru og anna- sömu heimili. Hún hafði Iétta lund og átti mjög auðvelt með að umgangast fólk hvort heldur það voru þeir sem minna máttu sín eða þeir sem töldu sig meiri háttar. Gleðin var alltaf nálæg þar sem hún var. Oft hafa menn deilt um syst- urnar Mörtu og Maríu í guð- spjallinu. Þá er því oft haldið fram að Marta hafi verið sú sem vann öll verkin en María látið eftir sér að slæpast. Eg hefi aldrei samþykkt þessa kenningu. Það hefur heldur aldrei vafist fyr- ir mér að Hildur var af Maríu gerðinni. En María vann öll sömu verkin og Marta án þess að vera áhyggjufull og mæðast í mörgu. Það er galdurinn við að velja sér góða hlutskiptið. Nú er senn áratugur síðan vin- kona mín var útilokuð frá því að „lifa lífinu". Þetta hafa verið sorgarár fyrir fjölskyldu hennar vini og vandamenn. Nú er biðin langa loks á enda og ég vænti þess að nú hafi hún endurheimt gleðina og sé frjáls úr fjötrunum. Kæri Böðvar, synir og fjölskyld- ur. Við Sigurgeir sendum ykkur einlægar kveðjur sem ofnar eru úr sorg og samúð en einnig gleði og hugarlétti nú á þessum tíma- mótum. Guð blessi ykkur öll. Hjördís Kristjánsdóttir. Lárus Sveinsson Hestarnir fallegir, knapinn ennþá glæsilegri. Margir til reiðar og beigt inní Faxabólið. Þetta er alltaf það besta, sagði hann, um leið og hann stökk úr hnakknum, hár, myndarlegur og ljós yfirlit- um. Eg hef svo sannarlega fengið að kynnst öllu því besta, ást og feg- urð, tónlist og hestamennsku Hann spretti af og hestarnir röt- uðu í töðuna. Manstu, þegar þú varst með Róbert í Fílharmoníunni. Níunda sinfónían var nú aldeilis stórkost- leg hjá ykkur. Hundrað fimmtíu og sex kórsöngvarar, fjórir ein- söngvarar, Sinfóníuhljómsveit Is- lands og allur skarinn skjálfandi. Svo lyfti Róbert augabrúnunum og allir önduðu leittara. Eða, þegar þú varst í Pólifón og Markmið Útfararstolu Islands er að veita trausta og persónulega þjónustu, Aðstandendur geta leitað útfararstjóra hvenær sólarhrings sem er. Útfararstofa Islands er aðstandendum innan handar um alla þá þætti er hafa ber í huga er dauðsfall ber að. Útfararstjórar Útfararstofu íslands búa yfir mikilli reynslu og hafa starfað við útfararþjónustu um árabil. Útfararstofa íslands sér um: Útfararstjóri tekur að sér umsjón útfarar í samráði við prest og aðstandendur. - Flytja hinn látna af dánarstað f líkhús. - Aðstoða við val á kistu og líkklæðum. - Undirbúa lík hins látna í kistu og snyrta ef með þarf. Útfararstofa íslands útvegar: - Prest. - Dánarvottorð. - Stað og stund fyrir kistulagningu og útför. - Legstað i kirkjugarði. - Organista, sönghópa, einsöngvara, einleikara og/eða annaö listafólk. - Kistuskreytingu og fána. - Blóm og kransa. - Sálmaskrá og aðstoðar við val á sálmum. - Líkbrennsluheimild. - Duftker ef líkbrennsla á sér stað. - Sal fyrir erfidrykkju. - Króss og skilti á leiði. - Legstein. - Flutning kistu út á land eða utan af landi. - Flutning kistu til landsins eða frá landinu. Útfararstofa íslands - Suðurhlíð 35 -105 Reykjavfk. Sími 581 3300 - allann sólarhringinn. Sverrir Einarsson, útfararstjóri Sverrir Olsen, útfararstjóri Ingólfur kom með Jólaoratoríuna í Kristkirkju, þvílík tónlistí. Enda trompetarnir ekkert smá- vegis, skaut ég inní. Manstu Pavarotti í Laugardals- höllinni. Þvílík rödd og resonans. Sá hafði nú ekki mikið fyrir því. Við í hljómsveitinni vorum eins og á fyrsta bekk fyrir framan hann, þótt við værum auðvitað langt fyrir aftan og spiluðum eins og við gátum. Það er svo gaman að stjórna karlakórnum í Mosfellsbæ, að það er bara næstum því eins og að vera á tónleikum. Raddirnar fínar, mikið músikalitet og and- inn alveg stórkostlegur. Eg er bókstaflega endurnærður eftir hverja æfingu. Þeir eru nú líka aldeilis stoltir af stjórnandanum sagði ég og fékk fræga bros trompetistans að launum. Svo eru hestamenn í hópnum, þannig að þið hafið nú sitthvað að tala um í hléum. Já, það er ekki eitt, það er allt, sagði hann og strauk gæðingnum sín- um um makkann. Lárus minn, sagði ég, hún mamma er látin. Mig langar svo mikið að ákveðið stef sé spilað á trompet við útförina. Ekkert mál, elsku vinur, raulaðu bara lagið fyrir mig, ég kann svo margt. - Auðvitað þekki ég þetta, ég mæti. Upphafstónn trompets í stór- um sal er eins og sólarupprás í heiðríkju. Allt fyllist af birtu og fegurð, lífið vaknar og hamingj- an. Við slíkar aðstæður getur tón- Iistin verið allt í senn, huggun og algleymi, samkennd og friður. Nú ætla ég að leggja á og fara heim. Um grænar grundir og geislandi leirur, fjallasal og eyja- band, iðandi mannlíf og blóm- strandi byggð, glaður og reifur. Hestarnir þekkja Ieiðina, þeir vita hvert við erum að fara, þeir rata heim. Vertu blessaður kæri vinur. Guðlaugur Tryggvi Karlsson Helga Björg Hilmarsdóttir Kveðja frá kvenfélaginu Baldursbrá. Nú er hún farin í ferðina sem fyrir okkur öllum liggur og er í raun það eina sem við göngum að sem vísu er við Iítum fram á við. Samt erum við aldrei í stakk búin til að missa og leyfum okk- ur bæði að gráta og sakna. Helga okkar, efst í huga félags- kvenna er þakldæti fyrir að hafa fengið tækifæri til að kynnast þér og að hafa notið starfskrafta þinna og fengið að vera með þér. Það leyndi sér ekki þegar þú gekkst í félagið fyrir tveimur árum sfðan að þú varst komin til starfa af heilum hug. Þú komst strax vel inn í öll mál svo að það var eins og þú hefðir alltaf verið ein af hópnum. Þú sýndir svo mikinn áhuga á öllu sem við vor- um að gera og senda föndurkon- urnar í kjallaranum þér sérstakar saknaðarkveðjur. Þú varst sér- staklega bóngóð hvort sem um var að ræða bakstur eða jólafönd- ur, þú varst jafnvíg á alla hluti og svo rík af góðum félagsanda. Það var okkur sérstök ánægja að þú skyldir geta komið á jólafundinn okkar. Við sölcnum þín sárt en við vit- um að nú líður þér vel. Kæri Hermann, við vottum þér og öllum ástvinum ykkar okkar dýpstu samúð. Megi Guð styrkja ykkur og blessa. Fyrir hönd Baldursbrár, Katrín Ingvarsdóttir.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.