Dagur - 30.05.2000, Blaðsíða 11

Dagur - 30.05.2000, Blaðsíða 11
 I’RIDJUDAGUR 30. MAÍ 2000 - 11 ERLENDAR FRÉTTIR L. A David Trimble, leiðtoga Sambandsfíokks Ulsters, tókst að fá fíokksfélaga sína til þess að slá til og reyna á ný. * Heimastjóm N-Mands starfliæf á ný Fyrsti áfangiim í af- vopmm IRA gæti haf- ist á alira næstu dög- um, ef marka má yfir- lýsinguna frá þeim fyrir nokkram vikum. Heimastjórn Norður-Irlands tek- ur til starfa á ný í dag el’tir nærri fjögurra mánaða hlé. Sambands- flokkur Ulsters samþvkkti með naumum meirihluta nú um helg- ina að taka að nýju þátt í stjórn- arsamstarfinu eftir að Irski lýð- veldisherinn (IRA) hefur lofað að afvopnast. Úrslit atkvæðagreiðslunnar á flokksþinginu eru sigur fyrir Dav- id Trimble, leiðtoga flokksins, en hann hefði væntanlega þurft að segja af sér formennskunni ef til- laga hans um framhald stjórnar- samstarfsins hefði ekki hlotið samþykki. Bresk og írsk stjórnvöld fögn- uðu niðurstöðu atkvæðagreiðsl- unnar og segja það mikinn létti að friðarsamkomulagið komi nú aftur til framkvæmdar. Bretar afhentu heimastjórn- inni formlega völdin nú í nótt, en Norður-írlandi hefur verið stjórnað beint frá London frá því í febrúar. Heimastjórnin og þing- ið höfðu þá aðeins starfað í 72 daga, en Sambandsflokkur UI- sters treysti sér þá ekki til þess að starfa lengur með Sinn Fein meðan ekki hafði fengist ótvíræð yfirlýsing frá IRA um afvopnun. Slík yfirlýsing kom loks frá IRA fyrir fáeinum vikum, þar sem þ\á var heitið að láta vopnabrigðir af hendi í áföngum til óháðra eftir- litsmanna og með þeim hætti að þau verði ekki notuð á ný. IRA sagði afvopnunina geta hafist jafnskjótt og heimastjórnin tæki til starfa á ný, þannig að nú verð- ur þess beðið að IRA standi við þau loforð strax á næstu dögum. Standi IRA ekki við yfirlýsingar sínar þannig að öðru sinni slitni upp úr heimastjórninni gæti orð- ið afar erfitt að koma ferlinu af stað á ný. Heimastjórnin á Norð- ur-Irlandi starfar samkvæmt frið- arsamkomulaginu sem gert var á páskum árið 1998. Hún fer með stjórn fjölmargra málaflokka á Norður-írlandi, en breska stjórn- in fer þó áfram með skattamál, utanríkismál og varnarmál. Afar mjótt var á mununum í at- kvæðagreiðslunni á flold\sþingi Sambandsflokks Ulsters nú á laugardaginn. Aðeins 53% voru fylgjandi því að taka þátt í heimastjóninni á ný, en 47% voru á móti. David Trimble hefur lagt mikla áherslu á að reynt verði á ný. Vangaveltur voru um það í Bandaríkjunum og á Bretlandi að Bill Clinton, forseti Bandaríkj- anna, ætli að bregða sér í heim- sókn til Norður-Irlands nú þegar bjartara er yfir málefnum þar en verið hefur, hugsanlega strax í næsta mánuði en þó e.t.v. ekki fyrr en í haust. Lögreglan á írlandi hefur á síð- ustu dögum handtekið fjölmarga sem grunaðir eru um að tilheyra klofningshópi úr IRA, sem nefnir sig „Hið sanna 1RA“, og er and- vfgur friðarsamkomulaginu. Þessi klofningshópur hefur lýst sig ábyrgan á voðaverkum sem framin voru til þess að koma í veg fyrir framkvæmd samkomulags- ins, þar á meðal sprengjuárás á markaðstorginu í Omagh árið 1998 sem varð 29 manns að bana. Suharto í stofufangelsi INDÓNESÍA - Suharto, fyrrverandi for- seti Indónesíu, var settur í stofufangelsi í gær og á að koma fyrir dómstól innan tveggja mánaða vegna ásakana um að hafa sankað að sér stórfé með ólöglegum hætti meðan hann var við völd. Vaxandi þrýst- ingur hefur verið á stjórnvöld um að setja Suharto í stofufangelsi, og hafa m.a. stúd- entar fylkt liði til stuðnings þeim kröfum. Suharto neyddist til þess að láta af völdum vorið 1998. Fujimori áfram forseti PERU - Alberto Fujimori verður forseti Perú næsta kjörtímabil, en kosningar voru haldnar í landinu á sunnudag þrátt fyrir hörð mót- mæli og kröfur um að fresta þeim til þess að tryggja að framkvæmd þeirra yrði með réttum hætti. Fujimori hlaut 75,62% atkvæða, en andstæðingur hans, Alejandro Toledo, hlaut 25% atkvæða þrátt fyrir að hann hafi verið hættur við framboð. Um það bil 32% atkvæða voru dæmd ógild, en í Perú ber íbúum skylda til þess að mæta á kjörstað og greiða atkvæði. Toledo sagði kosningarnar engan veginn geta tal- ist gildar. Herstjóm á Fídjí-eyjum FÍDJÍ-EYJAR - Herinn hefur tekið völdin á Fídjí-eyjum, herstjórn er tekin til starfa og herlög hafa verið sett. Forseti landsins hefur sagt af sér. Ekki var í gær ljóst hvernig uppreisnarmaðurinn George Speight, sem ásamt stuðningsmönnum sínum hefur haft hinn ind- verska forsætisráðherra landsins og 33 aðra gísla í haldi í þinghúsinu frá því 18. maí. Speight vill að frumbyggjum eyjanna verði tryggð völd, jafnvcl þótt þeir séu innan við helmingur íbúanna. Indverjar eru sömuleiðis tæplega helmingur íbúanna, og náðu meirihluta í síð- ustu þingkosningum. Herinn segir markmiðið með valdatökunni vera að koma ástandinu aftur í stöðugt horf. Gíslamir í Sierra Leone frjálsir SIERRA LEONE - Uppreisnarmennirnir í Sierra Leone hafa gefið öllum friðargæsluliðum Sameinuðu þjóðanna, sem þeir höfðu hald- ið í gíslingu, frelsi. Fjórir friðargæsluliðar eru þó taldir Iátnir. Upp- reisnarmennirnir tóku um það bil 500 friðargæsluliða í gíslingu, en hafa smátt og smátt verið að láta þá lausa. Leiðtogi þeirra, Foday Sankoh, var handtekinn í síðustu viku og verður væntanlega fluttur úr landi. Vatnsskortnr í Kína KÍNA - Þurrkarnir í norðurhluta Kína breiðast sífellt út, og nú er svo komið að meira en 21 milljón manns skortir vatn og nærri 2000 skip komast ekki leiðar sinnar um ána Huaihe vegna þess hve vatnsmagn- ið í henni er lítið. Síamstvíbura minnst ÍTALIA - Þúsundir manna söfnuðust saman í Palermo á Italíu í gær þar sem þriggja mánaða gamalla síamstvíbura, sem létust um helg- ina, var minnst. Reyna átti að skilja tvíburana að á sjúkrahúsi í Pal- ermo um helgina, og var vonast til þess að annar þeirra lifði af að- gerðina, en svo fór að þeir létust báðir. ■ FRÁ DEGI ÞRIÐJUDAGURINN 30. MAÍ 151. dagur ársins, 215 dagar eftir. Sólris kl. 3.27, sólarlag Id. 23.26. Þau fæddust 30. maí • 1908 - Mel Blanc, sem léði mörgum hel- stu persónum teiknimyndanna rödd sína. • 1909 - Benny Goodman, konungur sveifl- unnar. • 1926 - Christine Jorgensen, bandarískur hermaður sem varð fyrstur til þess að gangast undir kynskiptiaðgerð árið 1952. Hét upphaflega George. • 1928 - Agnes Varda, kvikmyndaleikstjóri. • 1936 - Keir Dullea, bandarískur leikari. • 1944 - Jónas Ingimundarson píanóleik- ari. • 1955 - Nicky „Topper“ Headon, trommu- Ieikari Clash. Þetta gerðist 30. maí • 1431 var Jóhanna af Örk brennd á báli í Rúðuborg aðeins 19 ára gömul. • 1498 hélt Kristófer Kólumbus af stað í þriðju ferð sína til Nýja heimsins. TIL DflGS • 1768 sigldi Eggert Ólafsson skáld í sína hinstu för frá Skor og drukknaði á Breiða- firði við áttunda mann, 42 ára að aldri. • 1851 var Jón Sigurðsson kosinn forseti Kaupmannahafnardeildar Hins íslenska bókmenntafélags, og var jafnan nefndur forseti upp frá því. • 1922 réðst lögreglan í Chicago á verka- menn stálverksmiðju sem voru í verkfalli og létust 10 manns. • 1971 þurftu á fjórða tug aðdáenda hljóm- sveitarinnar Greatful Dead að leita sér læknishjálpar eftir að hafa drukkið epla- drykk blandaðan ofskynjunarlyfinu LSD, sem boðið var upp á á tónleikum hljóm- sveitarinnar í San Francisco. • 1981 var forseti Bangladesh, Ziaur Ra- hman, myrtur. • 1982 fékk Spánn aðild að Nató. Vísa dagsins Nú er ég genginn í bindindi bróðir, Bakkus er dúinn, það helvítis svin. Augun, scm voru sem eldrauðar glóðir, eru nú fögur og snör eins og þín. Páll Ólafsson Afmælisbam dagsins Þorsteinn Antonsson rithöfundur er fæddur sunnudaginn 30. maí árið 1943. Fyrsta skáldsaga hans, Vetrar- bros, kom út árið 1967, en skáldsögurn- ar Sálumessa 77 (1978) og Fína hverfið (1980) vöktu athygli á sínum tíma. Skrif hans eru mörg hver ævisöguleg í aðra röndina, og hann hefur skrifað mikið um utangarðsfólk og ýmsar teg- undir af sérvisku og afbrigðum í mann- lífinu. Fyrir nokkru gaf hann út afar persónulega frásögn um einhverfu, sem hann segist sjálfur vera haldinn. Sá sem byrjar á of miklu, kemur litlu í verk. Þýskt spakmæli Heilabrot Sá sem þarf á þeim að halda, veit það ekki. Sá sem kaupir þær, notar þær ekki. Sá sem býr þær til, gerir það til þess eins að selja þær. Hverjar eru þær? Lausn á síðustu gátu: Hann ráðlagði þeim að skipta um hesta. Þá myndu báðir reyna að fara sem hraðast, því sá fengi arfinn sem væri eigandi hestsins sem tapaði. Veffang dagsins Héraðsfréttanlaðið Bæjarins besta á ísa- firði er eitt þeirra öflugustu á landinu, og vefútgáfan er ekki síður athyglisverð. Sjáið bara sjálf, á www.bb.is

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.