Dagur - 29.07.2000, Blaðsíða 3

Dagur - 29.07.2000, Blaðsíða 3
LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 2000 - 19 IXyptr. Menningarnótt í höfuðhorginni Formaður stjórnar Menningarnætur, Elísabet B. Þórisdóttir afhenti Sylvíu Kristjánsdóttur verðlaun fyrir hugmynd að veggspjaldi Menningarnætur í Ráð- húsi Reykjavíkur föstudaginn 7. júlí sl. Efnt verður til Menningarnæt- ur í miðborg Reykjavíkur í fimmta sinn laugardaginn 19. ágúst næstkomandi. Markmið Menningarnætur er nú sem endranær að beina kastljósinu að því sem borgin hefur upp á að bjóða og að kveikja áhuga á menningarviðburðum hjá fólki á öllum aldri. Menningarnóttin byggist á framlagi fjölda aðila sem alla jafna standa að blómlegu menningarlífi í borginni og einnig framlagi annarra sem nota þetta tækifæri til að setja svip sinn á borgarlífið. Ymsar menningarstofnanir, kirkjur, gallerí, kaffihús, veitinga- hús,verslanir og fleiri hafa opið fram á nótt og bjóða gestum upp á fjölbreytta menningar- viðburði. Glæsileg flugeldasýn- ing í boði Orkuveitu Reykjavík- ur verður við höfnina eftir sól- setur. Samkeppni um veggspjald I tilefni Menningarnætur var efnt var til samkeppni um veggspjald meðal nemenda Listaháskóla Islands í grafískri hönnun og er það í annað sinn sem Menningarnótt efnir til slíkrar samkeppni. Höfundur verðlauntillögunnar í ár er Sylvía Kristjánsdóttir, nemandi á 2. ári í grafískri hönnun. For- maður stjórnar Menningarnæt- ur, Elísabet B. Þórisdóttir af- henti Sylvíu verðlaunin í Ráð- húsi Reykjavíkur föstudaginn 7. júlí. Reykjavíkurmaraþon sama dag Að þessu sinni verður Reykja- víkurmaraþonið sama dag og Menningarnótt, en ekki daginn eftir eins og hingað til, og mun borgarstjóri setja dagskrá Menningarnætur formlega á hádegi þann 19. ágúst um leið og hún ræsir fyrstu hlaupara í Maraþoninu. Dagskrá Menn- ingarnætur mun svo að venju standa allan daginn og fram á nótt. EríUarí óskast, Má hafa með sér kjöt. Kola- og gasgrill í úrvali og auðvitaö gas, kol, grillvökvi, áhöld og ýmislegt til að gera grillveisluna enn skemmtilegri. Renndu inn á næstu ESSO-stöb! Olíufélagiðhf www.esso.is Greiðir götu þátttakenda Sérstök verkefnisstjórn á veg- um Reykjavíkurborgar sam- ræmir atriði, kynnir dagskrá og greiðir götu þeirra sem vilja taka þátt í Menningarnóttinni. Framkvæmdastjóri er Hrefna Haraldsdóttir. Upplýsingar um viðburði á Menningarnótt, sem birtast eiga í prentaðri dagskrá og á heimasíðu skal senda í tölvupósti (hrefnah@rvk.is) eða í pósthólf Menningarnætur, Ráðhúsi Reykjavíkur, 101 Reykjavík. Allar nánari upplýsingar veitir Hrefna Haraldsdóttir í sfma 898 4930. www.reykjavik.is/menningarnott Þeir fiska sem roa... Þeir íiska sem róa... Þeir fiska www.visir.is FYRSTUR MEÐ FRÉTTIRNAR AUK k15d21-1595 sia.is

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.