Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagur

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagur

						Laugardagur   28. október - 40. tölublað
Kvennaskólinn við Austurvöll á fyrsta áratug aldarinnar. Nemendur og kennarar eru framan við húsið. Þóra Melsted, stofnandi skólans og skólastjóri situr fyrir miðri mynd. Við suðurgaflinn með
svölunum er nú skúrbygging sem tengir húsið við Landslmahúsið og er veglegur minnisvarði um hvernig smekkleysan getur tekið sér bólfestu íbyggingalrist hófuðborgarinnar.
THORVALDSENSTRÆTI2
KVENNASKÓLINN
Svona lítur gamli Kvennaskólinn út í dag eftir gagngerðar breytingar en húsið er að utan í upprunalegu horfi.
Árið 1846 keypti Páll Melsteð,
sýslumaður og ritstjóri, hús það sem
Hannes St. Johnsen kaupmaður
byggði á nyrðri hluta lóðar Weil og
Gerson verslunarfélagsins. Húsið
var grindarhús sem snéri framhlið
að Austurvelli.
Páll Melsteð var fæddur á Möðru-
völlum í Hörgárdal, 13. nóvember
1812. Foreldrar hans voru Páll
Þórðarson Melsteð og Anna Sigríð-
ur Stefánsdóttir amtmanns. Páll var
elsta barn foreldra sinna, fæddur
áður en þau gengu í hjónaband. Á
fyrstu árum ævi sinnar var honum
komið í fóstur, en kom síðan aftur
til foreldra sinna nokkurra ára gam-
all. Faðir hans var sýslumaður á
nokkrum stöðum á landinu t.d. í
Suður - Múlasýslu. Haustið 1828
fór frumburður sýslumannshjón-
anna, Páll Melsteð, í Bessastaða-
skóla og útskrifaðist þaðan með
góðum vitnisburði vorið 1834. Um
haustið sigldi Páll til Kaupmanna-
hafnar f framhaldsnám en lauk ekki
námi   vegna   heilsubrests.        Páll
kvæntist þann 30. desember 1840,
Jórunni Isleifsdóttur. Isleifur Ein-
arsson faðir hennar var um tíma for-
seti yfirdóms. Jórunn og Páll eign-
uðust átta börn en aðeins tvö þeir-
ra komust til fullorðins ára. Jórunn
lést í ágústmánuði 1858, tólf árum
eftir að þau fluttu í húsið við Aust-
urvöll. Árið síðar giftist Páll Melsteð
Þóru Grímsdóttur en hún var dóttir
Gríms Jónssonar amtmanns. Þóra
var ein af nokkrum konum sem
gengust fyrir því að Kvennaskólinn í
Reykjavfk var stofnaður árið 1874
og var hún skólastjóri skólans, sem
var á heimili þeirra hjóna.
Þóra hafði áður rekið í Reykjavík
skóla fyrir stúlkur ásamt systur sinni
Ágústu.
Sjá framhald bls.2 og 3
					
Fela smįmyndir
I
I
II
II
III
III
IV
IV
V
V
VI
VI
VII
VII
VIII
VIII