Dagur - 06.01.2001, Blaðsíða 6

Dagur - 06.01.2001, Blaðsíða 6
VI - LAUGA RDAGUR 6. JANÚAR 2001 MINNINGA R GREINA R Dúi Bjömsson Kveðja frá St. Georgsgildiiiu Kvisti Við skátar á Akureyri sem fæddir erum í kringum miðja síðustu öld minnumst Dúa Björnssonar sem glæsilegs skátaforingja. Við mínnumst Dúa frá fjöl- mörgum skátamótum þar sem hann mætti í fullum skrúða, léttur og hress, með alla fjölskylduna. Við minnumst Dúa sem samnefnara fyrir skátastarf á Akureyri. Þegar stjórna þurfti skrúð- göngu á Sumardaginn fyrsta eða i7. júní, þá gerði Dúi það. Ósjaldan þurfti að laga útileguskála eða byggja nýjan þá mætti hann fýrstur manna með tæki sfn og tól og lét ekki deigan síga fyrr en lokið var. Öli störf sin í þágu skáta vann hann með sínu létta skopskyni, sem ógleymanlegt er öllum sent kynntust,og hreif með sér unga jafnt sem aldna. Víst er að öll verk ganga betur ef lundin er létt.Margar eru þær skáta- sveitir og þeir skátaflokkar stórir og smáir sem Dúi reisti úr kaldakoli og blés í lífsanda svo dugði. Meðan Hjálparsveit skáta hér í bæ sleit barnsskónum var Dúi þeim ungu mönnum sem þar störfuðu innan handar, þvældist með þeim á æfingum og í leitum og var þeim andlegur lciðtogi. Hann gerði sér fulla grein fyrir því að ef virkja á þann ógnarkraft sem í ungu fólki býr til góðra verka þarf fulltingi þeirra fullorðnu. Jafnframt var hann ólatur að halda til haga skátaminj- um sem til féllu og vann að því að koma þeim á viðeig- andi söfn, enda varð hann svo gamail í starfi að hann gerði sér fulla grein fyrir gildi sögunnar fyrir þróttmikið æskulýðsstarf. Dúi Björnsson var ekki „toppfígúra" í skátastarfi heklur hlúði hann að grasrót- inni og gætti þess að þau störf sem vinna þurfti til við- gangs hreyfingunni væru unnin. Við vottum eiginkonu, börnum og barnabörnum samúð okkar og kveðjum okk- ar góða vin með skátakveðju, St. Georgsgtldið Kvistur. Bjom Fr. Bjömsson Ég á góðar minningar um marga samferðamenn. En fáir hafa orð- ið mér kærari og minnisstæðari en Björn Fr. Björnsson sýslu- maður Rangæinga í 40 ár, flokks- hróðir minn og samþingsmaður í nærri hálfan annan áratug, öðlingsmaður og höfðingi. Það tók okkur Björn varla meira en fimm mínútur að verða góðir málvinir vorið 1960 á kaffi- stofu Alþingis og úr því trúnaðar- vinir í 40 ár. Nú er þessi góði samferðamaður fallinn í valinn, enda aldraður og hlaut að búast við ævilokunum fyrr en síðar. Björn sýslumaður var með sanni vel á sig kominn um það sem mann má prýða. Hann var atorkusamur, skarpur til skiln- ings og skynjunar, ungur í anda þótt kominn væri á tíræðisaldur þegar lífsleiðin var á enda. Eins og hann fæddist á fyrsta tug 20. aldar lifði hann til aldarloka má segja, sannur 20. aldar íslend- ingur, sem lá ekki á liði sínu að gera þá öld að blómaskeiði ís- Ienskrar þjóðarsögu, hvað sem líður sögu mannkynsins að öðru leyti með ógnþrungnum heims- styrjöldum, fótum troðnum mannréttindum og útrýmingar- herferðum. Björn Friðgeir Björnsson var ekki borinn til frama og forustu fyrir ætt og uppruna. En hann naut þeirrar aðstöðu, sem fylgt hefur 19. og 20. aldar mönnum að geta brotið af sér hlekki stétt- bundinna réttinda, komast til áhrífa, ryðja brautir til jafnaðar og jafnréttis. Upplag hans hneig í þessa átt. Hvað það snertir lét hann til sín taka með athöfnum og eftirdæmi sem sýslumaður, al- þingismaður og lögfræðingur. Mannréttindamál, réttarfars- og dómsmál voru Birni hugstæð. Vert væri að rekja nánar viðhorf hans og tillögur í þeim efnum, en ég get þeirra aðeins Iauslega í þessari stuttu vinarkveðju. Vinátta okkar Björns var ekki einungis bundin við það sem saman fór um skoðanir okkar á samfélagsmálum hvers konar, virðingu fyrir siðmannlegum samskiptareglum og tillitssemi við náungann. Við létum ekki standa upp á okkur urn siðfágun. En við höfðum líka rúm fyrir ým- islegt sem var utan og ofan við (eða neðan við) virðuleika og al- vöru. Slíkt framferði (reyndar sakleysið uppmálað) er að sjálf- sögðu aðeins fyrir innvígða. I slíkum vinahópi var Björn manna glaðastur, lét ýmis snjall- yrði fjúka, þ. á m. beinskeyttar athugasemdir um menn og mál- efni. Björn kunni vel að meta „slæman kveðskap" eins og um- vöndunarsamir menn fyrrum kölluðu skringilegar vísur og samdi sjálfur ágætar „búrleskur" eins og þessa: Ó, að ég væri úti í Pest með eina flösku af víni, skoskan hatt og skjóttan hest, skyldi ég deyja úr gríni. Eins og Björn var reglusamur og réttsýnn embættismaður, sem tók alvarlega hvert það hlutverk sem honum var falið, var hann glaður á góðri stund og ekki djúpt á græskulausum æringjan- um. Og nú eru leiðarlok. Frú Ragnheiði Jónsdóttur, eft- irlifandi eiginkonu Björns sýslu- manns, sendi ég hugheila sam- úðarkveðju okkar Ólafar Auðar, svo og börnuin og barnabörnum. Sem vandamenn syrgja góðan heimilisföður og forsjármann söknum við vinar í stað. Ingvar Gíslason Viltu velja þér _ _ _SDeni pennandi ■ * Viltu læra að gera tónlistarmyndbönd, auglýsingar, heimildarmyndir, sjónvarpsþætti og margmiðlunarefni. Ert þú með allar góðu hugmyndirnar Einfaldasta og ódýrasta leiðin er að fara í Grunnnám í kvikmyndagerð hjá Kvikmyndaskóla íslands. Námið hefst í lok janúar. Boðið er upp á morgun- dag- og kvöldtíma. Áfjórða hundrað nemenda hafa stundað nám við Kvikmyndaskóla íslands. Tugir þeirra hafa starfað um lengri eða skemmri tíma í íslenskum kvikmyndaiðnaði. Kvikmyndaskóli íslands Skúlagata 51 Sími: 5882720

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.