Dagur - Tíminn Akureyri - 21.02.1997, Blaðsíða 8

Dagur - Tíminn Akureyri - 21.02.1997, Blaðsíða 8
20 - Föstudagur 21. febrúar 1997 Lífog fy&t' Jbgur-'ðlÍOTmn Listin til fólksins Tolli ætlar að opna málverkasýningu í Blómavali Sigtúni í dag kl. 18 eða svona um það leyti sem fólk er að fara úr vinnu, kannski búið að gera helgarinnkaupin, og getur þá kíkt við í Blómavali á leiðinni heim. Svo verður Bubbi bróðir líka á staðnum. Það er engin tilviljun að Tolli velur sér verslun sem sýningaraðstöðu því honum er umhugað um að koma listinni til fólksins í stað þess að sitja á afturendanum og bíða eftir því að almenningur hætti sér inn í siðfágaða sýningarsali listastofnana. Kannski að næsta skref hjá honum verði að setja upp sýningu í stigagangi blokkar í Breiðholtinu (honum ku víst hafa dottið það í hug). Aukasýning á Undir berum himni Síðasta sýning Leikfélags Akureyrar á Undir berum himni eftir Steve Tes- ich var áformuð á föstudagskvöld en þar sem löngu er uppselt á sýning- una og vegna fjölda fyrirspurna hefur verið ákveðið að efna til aukasýning- ar laugardaginn 1. mars klukkan 20:30. Undirbúningur að sýningu á Vefar- anum mikla frá Kasmír hefst á Renniverkstæðinu strax á mánudagskvöld- ið og því eru allra síðustu forvöð að sjá hina mögnuðu sýningu á Undir berum himni á laugardaginn. ísland ógnvekjandi reynsla „íslandsferðin varð mér mikil og ógnvekjandi reynsla. Mér fannst ísland vera töfrastaður og vona að myndirnar mínar séu landinu samboðnar... Ég hef um ævina ferðast um fjöl- mörg lönd og teiknað í öllum þeim ferðalöguum en þessi bíl- ferð frá Keflavík til Reykjavíkur klukkan hálf sjö um morgun hafði á mig djúp áhrif,“ segir Barbara Westman sem heldur sýningu á Kjarvalsstöðum á vatnslitamyndum sem hún mál- aði eftir ferð hingað til lands á síðasta ári. Rýminu á Kjarvals- stöðum deilir hún með Jacques Monory, einum helsta frum- kvöðli evrópskrar popplistar. Jacques er mikill áhugamaður um leynilögreglureyfara og heita allar myndir hans á sýning- unni: Ráðgáta. Lóur og Lóuþrælar að Breiðumýri Kórarnir Sandlóurnar og Lóuþrælarnir frá Hvammstanga verða með söng- skemmtun að Breiðumýri í Reykjadal, laugardagskvöldið 22. febrúar kl. 21.00. Dansleikur verður á eftir og leika félag- ar í Harmonikufélagi Þingeyinga fyrir dansi. Frumsýning í Ljósvetningabúð Leikfélagið Búkolla frumsýnir gaman- leikinn Á SVIÐ í Ljósvetningabúð laug- ardaginn 22. febrúar kl. 20.30. Verkið er eftir Rick Abbot, þýðinguna gerði Guð- jón Ólafsson og leikstjóri er Skúli Gautason. 2. sýning á verkinu er mánu- daginn 24. febrúar. Miðapantanir í síma 464-3550 (Elín) og í Ljósvetningabúð fyrir sýningar í síma 464-3617. Lukkuriddarinn í Skjólbrekku Góð aðsókn hefur verið á sýningar leik- deildar Umf. Mývetnings á Lukkuridd- aranum og verkið hefur fengið prýði- lega dóma. Leikritið verður sýnt í Skjól- brekku sunnudaginn 23. febrúar kl. 21. Lokasýning á Lukkuriddaranum verður þriðjudaginn 25. febrúar.

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.