Dagur - Tíminn Akureyri - 23.08.1997, Blaðsíða 6

Dagur - Tíminn Akureyri - 23.08.1997, Blaðsíða 6
18 - Laugardagur 23. ágúst 1997 jDagur-ÍEmrirm LIFIÐ I AMERIKU „Coach“ Rhodes Allir íslendingar sem eitthvað fylgjast með íþrótt- um muna eftir Bandaríkjamannin- um John Rhodes. Hann kom upphaf- lega til íslands til að leika körfubolta með Haukum í Hafnarfirði en lék síðustu árin á ís- landi með ÍR ásamt því að þjálfa þá. John Rhodes er meðal bestu bandarísku körfuknatt- leiksmannanna sem leikið hafa á íslandi. Þessi liðlega tveggja metra risi var ekki árennilegur á leikvelli og lék andstæðinga sína oft grátt, bæði í sókn og vörn. Þrátt fyrir grimmd og hörku í leik eignað- ist Rhodes ijölda vina á íslandi. Svo hriflnn var Rhodes af landi og þjóð að þegar John og kona hans, Jackie, giftu sig kom ekk- ert annað til greina en það gerðist í sjálfri Hallgrímskirkju á íslandi í aprflmánuði 1995. Kominn í draumastarfið Dagur-Tíminn náði sambandi við John Rhodes í vikunni, þar sem hann var við vinnu á einkaskrifstofu sinni í St. Bona- venture háskólanum í New York fylki í Bandaríkjunum. Skólinn á lið í fyrstu deild bandarísku háskóladeildanna og því eru það leikmenn í hæsta gæðaflokki sem Rhodes þjálfar nú. „Þetta er draumastarfið mitt. Ég nýt þess fullkomlega að þjálfa hér. Þetta er ekki stór skóli en við erum með mjög góða leikmenn. Tveir strákanna ættu að eiga góða möguleika á að komast að í NBA deildinni á næsta ári.“ Það lá því beint við að spyrja þjálfarann hvort hann ætti ekki góða menn handa íslenskum liðum. „Ekki núna. Ég er með einn strák núna sem er mjög góður. Hann stefnir á að leika í Evr- ópu, Frakklandi eða Þýska- landi. En ég er viss um að á næsta ári verð ég með góða leikmenn sem gætu hugsanlega komið til íslands. Það væri gaman að geta hjálpað íslensk- um liðum aftur.“ Heimsókn frá íslandi John Rhodes var hress að vanda og sagði að íslendingur hefði nýlega verið í heimsókn hjá sér, Gunnar Sverrisson, þjálfari Þórs á Akureyri. „Það var gaman að fá Gunna í heim- sókn. Ég held að hann hafl lært mikið hjá mér og ég lærði líka mikið af að fá hann. Það er góð reynsla að taka á móti öðrum þjálfurum og kenna þeim því „Hún er yndisleg og það er fráhcert að vera orðinn fað- ir. Maður 'öðlast nýja vídd á lífið og það verður miklu skemmtilegra. “ maður lærir alltaf sjálfur af samskiptum við aðra þjálfara." Um það hvort hann ætlaði ekki að láta sjá sig á íslandi aft- ur sagði Rhodes: „Ég hugsa að John Rhodes ásamt Jackie og dótturinni Alexis Ann, sem er fjórtán mánaða. Myndir: GS John Rhodes með þjálfaranum Jim Barron sem er aðalþjálfari liðsins og einnig eru á myndinni ungir körfuboltaáhugamenn sem voru í æfingabúð- um hjá þeim félögum. ég þjálfi ekki aftur á íslandi. Eins og ég sagði áðan er ég nú í mínu draumastarfi". „I love this job,“ en ég ætla að reyna að koma í heimsókn næsta sumar, áður en litla stelpan okkar verður tveggja ára. Mig langar til að koma og hitta vini mína og ferðast á íslandi. Það var mjög gott að vera þar.“ Gott að búa í Olean Fjölskylda Rhodes hefur komið sér vel fyrir í borginni, Olean, í New York fylki, u.þ.b. sex klukkustundar akstur frá New York City. Þar segir John að gott sé að búa. „Það er mjög gott að vera hérna. Þetta er ró- legur og lítill bær og svipað að vera hér og í Hafnarfirði. Mað- ur heilsar öllum sem maður mætir á götunni og hittir í búð- inni. Þannig viljum við hafa það“. Þegar John og Jackie bjuggu á íslandi kenndi hún þolfimi allt þangað til að hún varð ófrísk af barni þeirra hjóna, stúlkunni Alexis. „Hún er yndisleg og það er frábært að vera orðinn faðir. Maður öðlast nýja vídd á lífið og það verður miklu skemmti- legra.“ Þeir eru margir íslending- arnir sem losuðu sig við auka- kflóin með hjálp Jackie. Nú er hún heimavinnandi húsmóðir, eins og það heitir á íslensku, og gætir bús og barns. John sagði að hún stefndi á að byrja að kenna fljótlega aftur. Vetrarstarfið að hefjast Háskólarnir eru að byrja og því er körfuboltinn að fara á fulla ferð. „Fram til þessa hefur maður haft náðuga daga en nú eru strákarnir að koma og æf- ingarnar verða komnar vel á skrið eftir tvær vikur. í fyrra unnum við 50% af leikjunum okkar en nú ætlum við að gera betur. Svo nú verður ekki slegið slöku við. Sumarfríið er úti og nú er það ekkert nema vinna og aftur vinna. Það nær enginn ár- angri í körfubolta nema leggja mikið á sig. Það ætlum við að gera í vetur.“ Áhuginn mikill á ís- lenskum körfubolta Þó John Rhodes sé orðinn þjálf- ari hjá fyrstudeildarháskóla í Bandaríkjunum hefur áhugi hans á íslenska körfuboltanum ekkert minnkað. Hann vildi vita allt um íslensku leikmennina, hverjir væru að fara til útlanda og hvaða Kanar kæmu til ís- lands í vetur. „Ég veit að Albert (Óskarsson úr Keflavík) og ungi strákurinn í Grindavík (Páll Axel) geta vel leikið í Banda- ríkjunum. Palli lærir mikið af að koma hingað. Hann er svo ungur og ómótaður". Um bandarísku leikmennina sem vitað er um að verði á ís- landi í vetur vissi John ekki mikið en var ánægður með að Torrey John Jr. væri aftur kom- inn á Krókinn. Hann þekkti þó vel til Darryl Wilson, sem leikur með Grindvíkingum. „Váá! Verður Wilson á íslandi? Hann ætti að vera í NBA!“ gþö

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.