Dagur - Tíminn Reykjavík - 09.01.1997, Blaðsíða 1

Dagur - Tíminn Reykjavík - 09.01.1997, Blaðsíða 1
Menning Hoppmiðar í loikhúsið s Aformað er að bjóða upp á sérstakar tilboðssýningar á leikritum í miðri viku í Borgar- leikhúsinu í vetur, líkt og gert er í kvikmyndahúsum á þriðju- dögum. Leikfélag Reykjavíkur hyggst fitja upp á ýmsum nýj- ungum til að minnast aldaraf- mælisins á þessu ári og til að auka nýtingu Borgarleikhúss- ins. Auk tilboðssýninga virka daga, á að bjóða fjölskylduaf- slátt og reyna með því að hvetja foreldra til þess að taka böm sín með í leikhús. Einnig á að bjóða upp á miða á tilboðsverði klukkutíma fyrir sýningar. Það hefur ekki verið reynt í íslensku leikhúsi, en má kannski helst líkja við svokölluð hoppfargjöld flugfélaganna. í kvöld verður leikrit Jökuls Jakobssonar, Domino, frumsýnt hjá L.R. Engir „hoppmiðar" verða í boði á þá sýningu, enda uppselt. Myndin var tekin á æfingu. Landbúnaður Slagur um mjóUdna hindrar hagræðingu Samkeppni um mjólk- urkvóta sprengir upp verðið og kemur í veg fyrir hagræðingu. Sveitarfélög, kaupfélög og afurðarstöðvar keppast við að ná til sín framleiðslu- rétti á mjólk og hefur verð á kvóta verið hátt af þeim sökum. Sú hagræðing sem átti að nást með frjálsu framsali kvóta hef- ur því ekki náðst að mati Sigur- geirs Þorgeirssonar fram- kvæmdastjóra Bændasamtak- anna: „Menn hafa af því áhyggjur að verðlagið á kvótan- um sé allt of hátt þannig að kvótakaupin skili í raun engri hagræðingu. Inngrip sveitarfé- laga og einstakra kaupfélaga eða afurðastöðva hafa örugg- lega stuðlað að hærra verði en ella og það hefur líka þau áhrif að það er ekki sjálfgefið að kvótinn fari á þau svæði sem hag- kvæmust eru.“ Sigurgeir segir að verðið sé nú það hátt að erfitt sé að sýna fram á það á næstu árum að kvótakaup borgi sig. „Ég sé hins vegar enga lausn á þessu eða leiðir til afskipta sem geti breytt verðlagningu. Um þetta eru deildar meiningar og við endurskoðun á samningi um mjólkurframleiðslu verður skoðað hvort halda eigi áfram frjálsu framsali á greiðslu- marki. Þetta er mjög erfitt mál.“ Sigurgeir segir að engin stýr- ing fari fram af hálfu stjórn- sýslu bænda í þessum efnum, hugsxmin á bak við kerfið með frjálsu framsali kvóta sé að hann leiti þangað þar sem hann gefi mestan arð. Ljóst er að hagkvæmara er að stunda mjólkurframleiðslu í sumum byggðarlögum en öðrum. Sigur- geir á þó ekki von á að tilfærsla kvóta leiði til þess að stærstu kúaræktarhéruðin muni á næst- unni éta hin minni. „Til lengri tíma má þó reikna með að framleiðslan þjappist meira saman á þau svæði sem liggja best við kúabúskap og næst markaði. Við höfum varla efni á því - á grundvelli byggðastefnu - að ætla að sporna gegn þróun sem ýtir undir hagkvæmari mjólkurframleiðslu." BÞ Sportkafarafélagið Engin tilmæli um köfun Sportkafarafélag íslands segir að félaginu hafi ekki borist nein ábending eða tilmæli um að köfun sé óheimil á Þingvöll- um yfir vetrarmánuðina. „Aðeins er til ein samþykkt Þingvallanefndar staðfest af forsætisráðuneytinu sem varðar köfun og fjallar hún einungis um köfunargjald á Þingvöllum. Þjónustumiðstöðin á Þingvöllum er lokuð yfir vetrarmánuðina og því ekki hægt að inna af hendi köfunargjald þar nema yfir sumarmánuðina, en benda má á að árskort voru og hafa einnig verið seld,“ segir í frétt frá SL Vegna villandi fróttaflutnings vill fólagið taka fram að rangt er að Silfra sé sama gjá og Peningagjá. Hún sé lítið eitt úr alfaraleið og sé sú gjá sem Þingvallanefnd hafi sérstaklega talið æskilegt að kafa í og eigi það einkum við um sumarmán- uðina. BÞ Sigurgeir Þorgeirsson frkvstjóri Bændasamtakanna „Við endurskoðun á samningi um mjólkur- framleiðslu verður skoðað hvort halda eigi áfram ftjálsu framsali á kvóta. “ Bls. 6 Hvað kostuðu jólin? Bls. 9 Skiptar skoðanir SÍMANÚMER Á RITSTJÓRN ER 80010 80

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.