Dagur - Tíminn Reykjavík - 22.03.1997, Blaðsíða 6

Dagur - Tíminn Reykjavík - 22.03.1997, Blaðsíða 6
Laugardagur 22. mars 1997 - VI 33agur-(Dmxmx MINNINGARGREINAR Tómas Karlsson Tómas Karlsson, fyrrver- andi deildarstjóri í utan- ríkisráðuneytinu, fæddist 20. mars 1937. Hann lést 9. mars síðastliðinn í Reykjavík. Hann var sonur hjónanna Karls Guðmundssonar rafvélameist- ara og Margrétar Tómasdóttur, einn af níu börnum þeirra hjóna. Eiginkona Tómasar er Ása Jónsdóttir. Synir þeirra eru: 1) Jón Frosti Tómasson, f. 2. apríl 1962, prentsmiður í Reykjavík. Maki hans er Hallgerður Thor- lacius, f. 21. september 1966. Sonur þeirra er Tómas Fróði, f. 3. nóv. 1992. Fósturdóttir Jóns Frosta er Silja ívarsdóttir, f. 19. ágúst 1982. 2) Jökull Tómasson, f. 15. júní 1965 í Reykjavík, grafískur hönnuður í San Francisco. Kona hans er Cathy Clark, skólastjóri og listamaður. Tómas varð stúdent frá Menntaskólanum í Rekjavík árið 1958 og hóf nám í lögfræði við Háskóla íslands en hætti. Hann lauk prófi í forspjaUsvísindum árið 1964 og stundaði síðar nám í alþjóðaviðskiptum við Lund- únaháskóla á árunum 1965- 1966. Tómas varð blaðamaður við Tímann árið 1959 og var fréttastjóri frá 1960-1961, fuU- trúi ritstjórnar á árunum 1961- 1969 og ritstjóri árin 1970-1974. Hann var skipaður fulltrúi í ut- anríkisþjónustunni árið 1974 og deUdarstjóri uplýsinga- og menntadeUdar utanríkisráðu- neytisins árið 1981. Gegndi hann því starí! þar til fyrir nokkrum árum að hann hætti vegna heilsubrests. Tómas var varafastafuUtrúi íslands hjá Sameinuðu þjóðun- um 1974-1978 og hjá Alþjóða- stofnunum í Genf 1978. Hann sat í stjórn Félags ungra fram- sóknarmanna í Reykjavík og var formaður félagsins um tíma auk þess sem hann átti sæti í full- trúaráði framsóknarfélaga í Reykjavík. Hann var formaður Blaðamannafélags íslands 1966- 1967, sat í Útvarpsráði á árun- um 1971-1974 og var varaþing- maður í Reykjavík á árunum 1967-1974. Útför Tómasar var gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík sl. þriðjudag. Það var vinum Tómasar Karls- sonar ekki síður en fjölskyldu hans erfitt og þungbært að sjá þennan annars hrausta og glað- væra mann Qarlægjast umheim- inn smátt og smátt sökum sjúk- dóms, sem læknavísindin hafa ekki enn fundið lækningu við. í lok sjöunda áratugarins og í byrjun þess áttunda var Tómas Karlsson í hópi þeirra framsókn- armanna sem efnilegastir þóttu. Sem varaþingmaður flokksins í Reykjavík og ritstjóri Tímans hafði hann vakið landsathygli fyr- ir skörulegan málflutning á Al- þingi og beinskeytt skrif í blað- inu. Ekki sakaði, að hann þótti glæsimenni með örugga fram- komu svo að eftir var tekið. En örlagagyðjurnar geta verið duttlungafullar. Það átti ekki fyrir Tómasi Karlssyni að liggja að feta stigu stjórnmálanna fyrir Framsóknarflokkinn frekar en Ólafi Ragnari Grímssyni, en þeir tveir voru aðalpólar í átökum innan flokksins á þessum tíma, sem snerust aðallega um afstöð- una til varnarliðsins og samein- ingu vinstri flokkanna. Tómas Karlsson var eindreg- inn fylgismaður vestrænnar sam- vinnu og var afar ósáttur við þá fyrirætlun vinstri stjórnarinnar 1971-74 að senda varnarliðið úr landi. Jafnframt taldi hann óraunsætt að Framsóknarflokk- urinn sameinaðist vinstri öflun- um. Allt þetta leiddi til átaka og uppgjörs þar sem sjónarmið Tómasar urðu ofan á. Engu að síður kaus hann að stíga af sviði stjórnmálanna í kjölfar þessara deilna og gerðist starfsmaður ut- anríkisþjónustunnar. Má því segja, að Framsóknarflokkurinn hafi misst á einu bretti foringja beggja arma ungliðahreyfingar- innar, Tómas og Ólaf Ragnar, þó að þeir færu í ólíkar áttir. I ritstjóratíð Rómasar á Tím- anum í Edduhúsinu 1970-74 var blaðið mjög öflugt, enda ritstjór- ar og blaðamenn metnaðarfullir fyrir hönd blaðsins. Er margs að minnast frá þessum árum, þegar gamla blýsetningin var enn við lýði og blaðamenn unnu af slík- um áhuga að þeir fylgdu blaðinu í gegnum prentsmiðju og út í nóttina til að vera vissir um að ekkert færi úrskeiðis. Greiðsla fyrir eftirvinnu þekktist ekki í þá daga í blaðamennskunni. Á þess- um árum bryddaði Tómas upp á ýmsum nýjungum í blaða- mennsku og má nefna það hér, að hann er sennilega upphafs- maður svokallaðrar rannsóknar- blaðamennsku hérlendis, en slrk blaðamennska hafði þá rutt sér til rúms erlendis. Varð töluverður taugatitringur vegna þessara skrifa, enda um nýbreytni að ræða og hrist upp í málum sem áður lágu í þagnargildi. Blaða- mennska af þessu tagi þykir hins vegar sjálfsögð í dag. Enginn vafi leikur á því, að íjölþætt reynsla Tómasar úr blaðamennsku og stjórnmálum, sem færði honum yfirgripsmikla þekkingu á innanlands- og al- þjóðamálum, gagnaðist honum vel í utanríkisþjónustunni. Ófáir íslendingar nutu gestrisni þeirra hjóna Tómasar og Ásu Jónsdótt- ur á erlendri grund á þessum árum, hvort sem það var í New York, Genf eða London. Sá sem þessar b'nur skrifar naut vináttu og handleiðslu Tómasar á blaðamennskuárum sínum á Tímanum. Ófáar ferðir fórum við saman til laxö og sil- ungsveiða og var Tómas raunar sá, sem kenndi mér fyrstu hand- tökin á því sviði. Þess vegna var það dapurlegt að upplifa það fyr- ir 5-6 árum, þegar alzheimer- sjúkdómurinn var farinn að herja á hann, að verða vitni að því í veiðiferð hvernig honum brugð- ust hin öruggu handtök sem hann hafði fyrrum á veiðistöng- inni. Þó að Tómas sé nú horfinn af sjónarsviðinu lifir í minningunni hið glaðværa bros hans, glæsi- leiki og örugga fas. Hans er sárt saknað af vmum og fjölskyldu, þó að dauðinn hafi verið líkn að lok- um. Blessuð sé minning Tómasar Karlssonar. Alfreð Þorsteinsson Tómas Karlsson sendiráðunautur og fyrrverandi ritstjóri Tímans er látinn langt fyrir aldur fram. Hann hefði orðið sextugur nú á fimmtudaginn. Fyrir nokkrum árum uppgötvaðist að hann væri með Alzheimersjúkdóminnn og varð hann því að láta af störfum í utanríkisþjónustunni. Dvaldist hann um skeið heimavið í góðum höndum Ásu konu sinnar, en eftir að sjúkdómurinn hafði heltekið hann dvaldi hann á sjúkrastofn- unum þangað til yfir lauk. Við fráfall Tómasar koma margar myndir í hugann. Sú fyrsta sem mér birtist er frá síð- sumardögum árið 1963 þegar ég var um það bil að hefja störf á Tímanum. Þá stóð yfir fyrsta al- menna verkfall Blaðamannafé- lagsins, og þar var Tómas í for- ystusveit fyrir sjálfsögðum rétt- indum blaðamanna, s.s. varðandi vinnutíma og yfirvinnugreiðslur. Ákafinn og krafturinn leyndi sér ekki hjá honum við þessi fyrstu kynni okkar, og þannig var það ætíð síðan hjá honum. Tómas tók virkan þátt í starfsemi Blaða- mannafélags íslands og var um tíma formaður þess. Hann var ekki aðeins baráttumaður fyrir bættum kjörum og réttindum okkar blaða- og fréttamanna, heldur var hann ekki síður virkur í félagslífinu sem þá stóð með blóma, og var fremstur f flokki þegar haldin voru svokölluð Pressuböll, þangað sem gjarnan var boðið frægum persónum utan úr heimi, eða þegar haldnir voru fundir með frammámönnum í Blaðamannaklúbbnum. Tómas var bæði hugmyndarík- ur og fylginn sér í blaðamennsk- unni og reiddi oft hátt til höggs þegar honum þótti við eiga í gagnrýni á menn og málefni. Eft- irminnilegur er laugardagsmorg- unn einn fyrir mörgum árum á ritstjórnarskrifstofum Tímans við Skuggasund þegar verið var að ganga frá forsfðu sunnudags- blaðsins og hún lögð undir gagn- rýni á þjóðkunnan íslending, sem að mati Tómasar gegndi full- mörgum ábyrgðarstöðum í þjóð- félaginu. Til að undirstrika áhrifamátt fréttarinnar voru birt- ar einar 10 andlitsmyndir af hon- um með mismunandi myndatext- um um stöðuheiti og völd. Ef ég man rétt hrikti töluvert í sums staðar þegar blaðið kom út, en Tómas lét það ekki á sig fá, og átti eftir að halda áfram rétt- mætri gagnrýni sinni og gaf sig hvergi. Sami ákafinn einkenndi störf hans á Alþingi og í blaðamennsk- unni. Lengi átti hann metið í framlagningu mála sem vara- þingmaður, þegar hann sat á þingi fyrir framsóknarmenn í Reykjavík. Hann var ekki fyrr sestur í þingsalinn en frá honum streymdu margskonar fyrir- spurnir og þingsályktunartillögur um ýmis mál. Þar naut hann líka reynslu sinnar sem þingfréttarit- ari um árabil. Hugur hans stefndi í þingmennsku, en árið 1974 kvaddi hann bæði blaðamennsk- una og pólitíkina þegar hann gekk í utanríkisþjónustuna og sama ár héldu Ása og hann ásamt sonunum tveimur Jóni Frosta og Jökli vestur um haf til New York þar sem Tómas varð fastafulltrúi í sendinefnd íslands hjá Sameinuðu þjóðunum. Síðar starfaði hann svo á vegum utan- rxkisþjónustunnar í Genf, Lund- únum og hér heima. Tómas var hrókur alls fagnað- ar á gleði- og hátíðarstundum og kunni vel við sig í margmenni. Mér eru minnisstæðar margar ánægjustundir sem við áttum í Lundúnum þegar við vorum þar samtíða við nám. Upp úr því hafði hann forystu um stofnun „Lundúnaklúbbsins", sem skipað- ur var nokkrum félögum sem kynntust í heimsborginni og hafa haldið saman alla tíð síðan, þótt oft hafi heimshöfin skilið okkur að um tíma. Þá má ekki gleyma mörgum ánægjustundum við vötn og ár, sem urðu enn dýrmætari og mikilvægari fyrir okkur eftir að hann fór til starfa erlendis. Flestar urðu þessar stundir á bökkum Vatnsdalsár, og þar vor- um við líka saman nokkrir félag- arnir þegar ljóst var að Tómas var orðinn alvarlega veikur, með einn af þessum hrörnunarsjúk- dómunum sem læknavísindunum hefur gengið illa að vinna bug á, þrátt fyrir miklar rannsóknir og tilraunir. Kári Jónasson Mjög er mismunandi, hvernig við geymum með okkur minningar Útför Tómasar Karlssonar, deildarstjóra í utanríkisráðuneytinu og fyrrverandi ritstjóra Tímans var gerð frá Dómkirkjunni 18. mars s.l. Séra Kjartan Örn Sigurbjörnsson jarðsöng. Þeir sem báru kistuna úr kirkju eru Alfreð Þorsteinsson, Finnur Ingólfsson, Kári Jónasson, Valdimar K. Jónsson, Aðalsteinn Hallsson, Gylfi Sigurjónsson, Jökull Tómasson og Jón Frosti Tómasson. Mynd Pjetur

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.