Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagur - Tķminn Reykjavķk

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagur - Tķminn Reykjavķk

						20 - Fimmtudagur 8. maí 1997
r-umtram
LANDBUNAÐUR  I  LANDINU
Afkoman ætti að geta
Iiðað við það rekstrarumhverf i
sem nú mótar sauðf járræktina
virðist óumflýjartfegt að breyta
ýmsu í framleíðsluferli hennar eigi
þeim, sem hana stunda, að takast að
hafa af henni viðunandi tekjur. Tækni-
iega á fátt að vera því tii fyrirstöðu.
Með öðrum orðum: Með breyttum
hugsunarhætti, markvissari vinnubrögð-
um og aukinni samvinnu geta sauðfjár-
bændur stórbætt afkomu búa sinna.
Fasteignakostnað     á
vetrarfóðraða kind má
lækka úr um 2.300 kr. á
ári í um 550 kr. Til við-
bótar má enn spara í
þeim lið með því að gefa
fénu heilar rúllur í
gjafagrindur. Vinnu við
fóðrun sauðfjár má
stytta um tvo þriðju
þess tíma sem hefð-
bundið er. Rafgirðingar
kosta innan við helming
þess sem hefðbundnar
girðingar kosta. Með
samnýtingu rúUu- og
pökkunarvéla er hægt
að lækka framleiðslu-
kostnað á hvern rúllu-
bagga um hundruð
króna, auk þess sem
hægt er að lækka veru-
lega kostnað vegna
heimaksturs með sam-
nýtingu tækja.
Þrír Hvanneyringar
tóku saman nokkur at-
riði um sauðfjárbúskap fyrir ráðunauta-
fund 1997, þeir Grétar Einarsson og
Gísli Sverrisson hjá bútæknideild Rann-
sóknarstofnunar landbúnaðarins og
Bjarni Guðmundsson hjá búvísindadeild
Bændaskólans á Hvanneyri. Þættirnir
sem þeir tóku fyrir voru fjárhirðing og
heyöflun, vinna, vélar, útihús og kostn-
aður. Niðurstöður þeirra eru mjög at-
hyglisverðar og í raun sláandi. Hér verð-
ur drepið á þeim helstu.
Ódýrari hús
Séu fjárhús byggð með hefðbundinni
heygeymslu (hlöðu) og djúpri tað-
geymslu er árskostnaður á kind um
2.300 krónur þó svo að styrkir fáist
greiddir eins og Iög kveða á um. Með
grunnum taðgeymslum lækkar kostnað-
urinn í um 2.000 krónur á ári og í um
1.600 með taðgólfi. Þessar tölur hækka
verulega sé gert ráð fyrir að lán séu á
Á 400 kinda búi
eru þaðum 13
dagsverk að moka
út með handafli.
Ur vélfœrum
taðkjöllurum eru
það hins vegar um
1,9 dagsverk og
úr grunnum,
vélfœrum
kjöllurum um
3,8 dagsverk.
6% vöxtum. Reynslan hefur sýnt að
rúllubagga þarf ekki að geyma innan
dyra. Séu húsin byggð með stálgrind
sem burðarvirki (ekki uppsteypt) og ekki
gert ráð fyrir hlöðu auk þess að beitt
verði nýrri gjafatækni, þ.e. að rúllurnar
séu gefnar í heilu lagi verður kostnaður-
inn um 550 krónur á vetrarfóðraða kind
á ári, eða um fjórðungur þess sem hann
annars væri. Séu húsin með vélgengum
kjallara er kostnaðurinn áætlaður um
880 krónur á kind. Spara má um 1.420
krónur á vetrarfóðraða
kind með breyttum hús-
byggingum. Þremenn-
ingarnir setja reyndar
ákveðna fyrirvara um
taðhús.
Ný gjafatækni
Með því að gefa heyrúll-
ur í heilu lagi í sérsmíð-
aðar gjafagrindur spar-
ast veruleg vinna sem
annars fer í að bera
heyið fram á jöturnar.
Sömuleiðis     sparast
verulegt gólfpláss (allt
að 15-20%) þar sem jöt-
urnar verða óþarfar.
Kostnaðarlækkunin á
kind er áætluð 200-400
krónur á ári. Nánar er
fjallað um þessa breyttu
gjafatækni annars stað-
ar í landbúnaðarblaði
Dags-Tímans.
Utmokstur
Það segir sig sjálft að sé ekki kostur á að
koma vélum við að moka út úr fjárhús-
um verður útmoksturinn mjög vinnu-
frekur. Á 400 kinda búi eru það um 13
dagsverk að moka út með handafli. Úr
vélfærum taðkjöllurum eru það hins veg-
ar um 1,9 dagsverk og úr grunnum, vél-
færum kjöllurum um 3,8 dagsverk.
Útmokstur úr taðhúsum, opnanlegum
á stöfnum er um 3,4 dagsverk. Á seinni
árum hafa verið byggð hús með um 2 m
djúpum áburðargeymslum sem eru lok-
aðar á öllum hliðum. Taðið er þá bland-
að vatni með mykjudælum, svonefndum
skádælum. Aðeins þarf lúgur ofarlega á
veggjum til að koma þeim við, bæði til
blöndunar og dæhngar upp í tank. Þess-
ar geymslur verða mun ódýrari í bygg-
ingu þar sem ekki þarf dyrabúnað til að
koma vélum inn. Umhverfi húsanna get-
ur þá einnig verið á sömu hæð sem er
Guðmundur Hallgrímsson, bústjóri á Hvanneyri, með nýborið lamb í höndunum.
kostur vegna umferðar, fjárhags o.fl. Þá
er einnig kostur að unnt er að nota
sömu tækni og notuð er í fjósum, bæði
við losun húsanna og útakstur ekki síst
ef unnt er að koma við samrekstri á
tækjunum.
Sauðburður
Vinna við sauðburð er mjög breytileg frá
einum bæ til annars, þó um sömu húsa-
gerðir sé að ræða. Þremenningarnir
benda á að vinnumagn og hagræðingar-
þættir í sauðburði virðist bundnir ein-
staklingum fremur en tilteknu innra
skipulagi húsanna. „í grófum dráttum
má segja að án skipulegrar aðstöðu
mældist vinnan oft um 4-5 mín. á dag á
vetrarfóðraða kind, um 2-3 mín. þar
sem skipulagðri aðstöðu var komið upp
og um 1,5-2 mín. þar sem sauðburði er
seinkað og ærnar látnar bera mikið til
úti."
Girðingar
Áætlað er að árlega séu settir upp um
500 km af nýjum girðingum. Hefðbundin
net- og gaddavírsgirðing kostaði um 315
þús. kr. á kílómetra á síðasta ári. Raf-
girðing sem við flestar aðstæður hefur
sambærilegt vörslugildi kostar um 160
þús. krónur á kílómeter. Heildarsparn-
HORFT TIL VEÐURS
Sauðfjárbúskapur á barmi byltingar?
Olgeir Helgi
Ragnarsson
skrifar
Það er í raun full ástæða
til að spyrja þeirrar
spurningar hvort sauð-
fjárþúskapur í landinu sé á
barmi byltingar. í landbúnað-
arblaði Dags-Tímans í dag
koma fram mjög athyghsverð-
ar upplýsingar um möguleika
á gífurlegum sparnaði við
sauðfjárbúskap. Þessar upp-
lýsingar koma bæði frá rann-
sóknarstofnunum landbúnað-
arins á Hvanneyri og Jóhann-
esi Sveinbjörnssyni, sem er að
Ijúka mastersritgerð við land-
búnaðarháskólann í Uppsala í
Svíþjóð.
Hér er ekki aðeins verið að
tala um prósentubrot í sparn-
aði, heldur upphæðir sem
hlaupa á hundruðum þúsunda
á ársgrundvelli, hátt í sjötíu
prósent vinnusparnað við
.vetrarfóðrun og yfir 1.400
króna sparnað á hverja vetr-
arfóðraða kind með breyttum
húsbyggingum. Á 300 kinda
búi þýðir það um 420 þúsund
krónum meira í vasa bóndans
á ársgrundvelli fyrir utan
vinnusparnaðinn.
Nú er tæpur áratugur síðan
heyrúllutækni við heyskap hóf
innreið sína í einhverjum
mæli. Þrátt fyrir þá breytingu
sem það hefur þýtt við hey-
Eftir mögur dr
hafa komið
magrari dr að
undanförnu, en
nú sjd sauðfjdr-
hœndur e.t.v.
fram d möguleika
til að auka
tekjurnar af
húum stnum með
því að lœkka
tilkostnað.
skap og aukið öryggi við hey-
verkun hefur breytingin á
vetraríöðrun samfara rúllu-
byltingunni orðið lítil sem
enginn. Algengast er að menn
ýmist beri heyið á sjálfum sér
fram jöturnar eins og gert
hefur verið frá ómunatíð eða
aki því í vögnum. Heyrúllur
hafa menn ekki gefið í heilu
lagi nema helst úti við á vorin.
Nú hafa hins vegar verið í
gangi tilraunir á Hvanneyri
með að gefa heilar heyrúllur
við vetrarfórðun sauðfjár. Það
hefur komið í ljós að það er
vel mögulegt og aðferðin hef-
ur verið þróuð þannig að
slæðingur er orðinn sáralítill,
en hann er þáttur sem menn
hafa sérstaklega sett fyrir sig í
þessu sambandi. Sömuleiðis
er í blaðinu í dag bent á sam-
nýtingu tækja sem möguleika
á verulegum sparnaði fyrir
bændur. Sá möguleiki er
einnig tilkominn vegna rúllu-
tækninnar og öryggisins sem
hún skapar við heyverkun.
Ef til vill stendur sauðfjár-
búskapur í landinu nú á
barmi byltingar. Eftir mögur
ár hafa komið magrari ár að
undanförnu, en nú sjá sauð-
fjárbændur e.t.v. fram á
möguleika til að auka tekjurn-
ar af búum sínum með því að
lækka tilkostnað og ekki síður
með því að styttri vinnutími
við vetrarfóðrun gefur aukna
möguleika á því að sinna öðr-
um verkefnum sem gætu gefið
tekjur. Betur væri að rétt
reyndist.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32