Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagur - Tķminn Reykjavķk

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagur - Tķminn Reykjavķk

						-24 -Muvntudagm£r.maU£97
JPagyF-®tmtmt

Ný atvinnu-
tækifæri
Seinnipart mánað-
arins verður nám-
skeið fyrir fólk til
sveita sem er að
reyna að hasla sér
völl á nýjum vett-
vangi.
Nú eru að minnka svolítið
umsvifin hjá okkur en á
döfinni er námskeið sem
heitir Tímamót - ný atvinnu-
tækifæri. Það er námskeið sem
við skipulögðum í samstarfi við
Hansínu B. Einarsdóttur, sem
er með fyrirtækið Skref fyrir
skref. Hún er framúrskarandi
fyrirlesari og þetta fyrirtæki
hennar er eingöngu með nám-
skeið fyrir fyrirtæki og stofnan-
ir," segir Haukur Gunnarsson,
endurmenntunarstjóri Bænda-
skólans á Hvanneyri. Þetta um-
rædda námskeið er þriggja
daga og verður 20.-22. maí.
„Þetta er fyrir fólk til sveita
sem er að reyna að hasla sér
völl á nýjum vettvangi, finna
nýjar  leiðir,"  segir  Haukur.
Hann segir námskeiðið byggjast
á fyrirlestrum um breytingar á
búsetuháttum, búskaparháttum
og mannfjöldaþróun. Bæði sé
litið á fortíðina og framtíðina til
að menn verði ekki hræddir við
breytingarnar heldur reyni að
sjá þær fyrir og átti sig á því
hvernig þeir geti fært sér þær í
nyt.
„Svo er kynnt úrvinnsla á
hugmyndum til atvinnusköpun-
ar. Ef fólk gengur með hug-
mynd í maganum þá er til
markviss leið til að fara í gegn-
um ferli sem er unnið í hópum
til að kanna hvort hugmyndin
er raunhæf eða ekki. Það eru til
vinnublöð sem leiða menn í
gegnum þá vinnu. Það eru tveir
eða þrír saman í hópi. Þeir
verða að sannfæra hina um
hvort hugmyndin er tæk eða
ekki. Þetta er mjög lærdómsríkt
ferli sem nýtist mönnum
seinna. Þó þeir séu ekki með
eigin hugmyndir á námskeiðinu
þá geta þeir notað eyðublöðin
og hugsunarháttinn til að vinsa
úr og kannski undirbúa sig að
því að leita aðstoðar t.d. at-
vinnuráðgjafa." Eitt viðfangs-
efni námskeiðsins eru mögu-
leikar til aðstoðar, bæði sjóða-
kerfi, stoðkerfi landbúnaðarins
LANO-
^ROVER
VARAHLUTIR
í LAND ROVER
OG RANGE ROVER
HAGSTÆTT VERÐ
SENDUM.HVERT
Á LAND SEM ER
HöUur
VARAHLUTAVERSLUN-SÍMI461 3016
Haukur Gunnarsson, endurmenntunarstjóri Bændaskólans, við Landrover bifreið sína. Gamla skóiahúsið í bak-
sýn.
og hvaða faglegu aðstoð sé
hægt að fá eins og t.d. hjá at-
vinnuþróunarfélögum.
Haukur segir að þarna sé
skipulega unnið í gegnum efni
sem virðist óyfirstíganlegt fyrir-
fram. „Menn sitja kannski með
einhverja hugmynd og eru að
velta fyrir sér: „Er þetta svo góð
hugmynd hjá mér?" Þetta er
skipulögð leið til að fara í gegn-
um það og þrengja hringinn."
Þetta er byggt á eldra nám-
skeiði sem hét Auðlindir í dreif-
býli sem var ætlað konum. En
það er búið að þróa það upp í
þetta námskeið sem er ætlað
báðum kynjum og byggt á fyrri
reynslu. „Þetta er mjög mótað
og gott námskeið," segir Hauk-
ur. „Það er samdóma álit þeirra
sem hafa tekið þátt í námskeið-
inu að það virki uppörvandi og
hvetjandi."             -ohr
Gömlu húsin á Hvanneyri.
Landbúnaður í
eðlilegu umhverfi
Bœndaskólinn á
Hvanneyri stendur
fyrir landbúnaðar-
sýningu í sumar í
tengslum við lands-
mót UMFÍ í Borgar-
nesi.
Við erum að undirbúa það
sem við köllum landbún-
aðarsýningu, sem er í
raun og veru samstarf milli
bændaskólans og Ungmenna-
sambands  Borgarfjarðar.  Við
ætlum í tengslum við landsmót
ungmennafélaganna að vera
hér með litla landbúnaðarsýn-
ingu, kynningu á starfsemi
skólans, kynningu á systur-
stofhunum landbúnaðarins;
svolítið um húsdýr og svolítið
um vélar," segir Magnús B.
Jónsson, skólastjóri Bændaskól-
ans. Það á að gefa fólki tækifæri
til að skoða skólann og land-
búnaðinn í sínum einfaldleika í
þrjá daga, föstudag til sunnu-
dags.
„Við ætlum í raun og veru
með þessu að gera landsmóts-
gestum og öðrum þeim sem
eiga  leið  um  héraðið  þessa
helgi auðveldara með að eyða
hluta af sínum tíma til að skoða
það sem við höfum upp á að
bjóða hér, Vesturland," segir
Magnús.
Á Hvanneyri verða kynnt
borgfirsk fyrirtæki og hvað
rannsókna- og kennslustofnanir
landbúnaðarins eru að bjóða
því fólki sem vill sækja þær
heim. „Það er nú svona hug-
myndin. Þetta á ekki að vera
stórkostleg sýning en fyrst og
fremst á að reyna að sýna land-
búnaðinn í sínu eðlilega um-
hverfi."               -ohr
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32