Dagur - Tíminn Reykjavík - 21.05.1997, Blaðsíða 1

Dagur - Tíminn Reykjavík - 21.05.1997, Blaðsíða 1
Verð í lausasölu 150 kr. ÍUamtr- CLLtmmn 7 ^ Miðvikudagur 21. maí 1997 - 80. og 81. árgangur 92. tölublað BladA. Fréttir og þjóðmál Háfsfjara Akureyri Vikartindur skorinn Vikartindur verður horíinn af Háfsfjöru í haust - en nú þegar eru menn byrjaðir að logskera skipið. Verður unnið við það á sólarhringsvöktum á næstunni. Fjörur hafa verið hreinsaðar og margt eitt félagið aflað fjár: íþróttafélög, lions- klúbbar, karlakórar, stúdents- efni úr framhaldsskólum og ýmsir fleiri. Komust færri að en vildu. Friðjón Guðröðarson, sýslu- maður Rangæinga, segir að frá því Vikartindur strandaði í marsbyrjun hafi lögregla verið með stöðuga gæslu á strand- stað. „Það hefur verið allskonar lið á sveimi í ijörunni. En núna höfum við ekki lengur tök á því að vera með lögreglumenn þarna allan sólarhringinn, við þurfum að fara að sinna öðrum verkefnum í héraðinu. Það er einnig minni ástæða til þess að vera með löggæslu þarna, þeg- ar að staðaldri verða menn að vinna í skipinu," segir Friðjón. í það heila talið hafa lög- reglumenn verið 2.200 klukku- stundir á vakt á strandstað Vik- artinds. Sjá frásögn og mynd á bls.6 Mynd GS Góðmálmar Stórfé frá Kanada til gullleitar á íslandi Á annað hundrað milljónir í áhættufé, erlent og innlent sér- fræðingsvit og leitað í Mosfellsbæ og á Reykjanesi. Kanadískt fjármögnunar- fyrirtæki sem sérhæfir sig í leit að málmum leggur fram talsvert á annað hundrað milljónir króna í því skyni að leita að gulli á íslandi á þessu ári. Fyrirtækið Melmi hf. í eigu Iðntæknistofnunar íslands og Glóir gullið í augum leitarmanna í sumar? Tækin eru til, sérfræðingar komnir og nú afl þeirra hluta sem gera skal: peningar! Kísiliðjunnar er frumkvöðull að gullleitinni. Hallgrímur Jónasson, for- stjóri Iðntækni- stofnunar, sagði í gærkvöld að leit að gulli væri haf- in að nýju. Leitað er í Mosfellsbæ og á Reykjanesi. „Við erum að leita okkur að sérþekkingu til að koma að þessu máli. Það koma að þessu aðilar frá Ástralíu og tveir frá Svíþjóð sem munu vinna hérna að hluta til,“ sagði Hallgrímur Jónasson. Talsverð bjartsýni rfldr í gull- málum, enda mundu erlend fjárfestingarfýrirtæki varla verja svo miklu fé til leitarinnar ella. „Ef þetta gengur þokkalega í sumar, þá má reikna með að meira fé komi til verksins," sagði Hallgrímur. Um þessar mundir eru þrír útlendingar að vinna við gullleit- ina og tveir íslendingar. Unnið hefur verið takmarkað síðan í febrúar, með hléum. Leitað hef- ur verið á Reykjanesi, en nú verður imnið áfram í Mosfells- bæ. Hallgrímur sagði í gær að leitin muni trúlega berast víðar um landið í sumar. -JBP Hlýindi og heitir litir Það er skammt stórra högga á milli í veðurfari Norðlend- inga. Fyrir viku var hrímköld jörð og horfur á kuldatíð fram eftir mánuði en veðurguðirnir hafa sjálfstæðan vilja og út- deildu um hvítasunnuna vor- veðri eins og það gerist best, hlýindum og sól. Héðinn Jónas- son, málarameistari á Akureyri, dró upp málningarpensilinn í gær í Þingvallastrætinu og mál- aði heiminn rauðan til að fagna sumrinu. Komin er brún slikja á ásjónur bæjarbúa og ekki laust við að þess gæti líka á þeim Reykvíkingum sem héldu sig úti við um helgina. Nú fara í hönd fimm daga vinnuvikur eft- ir fimmtudaga og aðra frídaga. Hún var samt ekki að spá í það litla stúlkan á Ráðhústorginu á Akureyri í gær sem söng mót (heldur kaldri) gjólu, bílum og gangandi: „BÍ BÍ BÍ BÍ - vorið er komið víst á ný!“ BÞ BIACK&DECKER Handverkfæri SINDRI -sterkur í verki BORGARTUNI 31 * SÍMI 562 7222 • BRÉFASÍMI 562 1024

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.