Dagur - Tíminn Reykjavík - 05.09.1997, Blaðsíða 5

Dagur - Tíminn Reykjavík - 05.09.1997, Blaðsíða 5
T Jlagur-XEtmtrat Föstudagur 5. september 1997 -17 LEIKHÚS KVIKMYNDIR TÓNLIST SKEMMTANIR UMSJÓN Kolbniín Berþórsdóttir Frumkvöðull nýrrar húsagerðar Á laugardag verður opnuð á Kjarvals- stöðum sýning um Sigurð Guðmunds- son arkitekt en hann er höfundur margra þekktra húsa, svo sem Aust- urbœjarskóla, Sogs- virkjana og Foss- vogskapellu. Sigurður Guðmundsson, sem fæddist árið 1885 og lést 1958, var annar í röð þeirra íslendinga sem fyrstir nutu háskólamenntunar í bygg- ingarlist í upphafi aldarinnar, næstur á eftir frumherjanum, Guðjóni Samúelssyni. Árið 1925 hóf hann rekstur fyrstu einka- reknu arkitektastofunnar hér á landi og starfrækti hana allt til dauðadags. í rúma þrjá áratugi var Sig- urður einn helsti leiðtogi í stétt íslenskra arkitekta og með verkum sínum hafði hann mik- ilvæg áhrif á þróun íslenskrar húsagerðarlistaar. Hann var í senn seinasti fulltrúi hinnar klassísku hefðar í byggingarlist og frumkvöðull nýrrar húsa- gerðar í anda Bauhaus-stefn- unnar. Áhrif klassísku stefn- unnar eru auðsæ í fyrstu verk- um Sigurðar er hann teiknaði á árunum 1925-30, svo sem Barnaskóla Austurbæjar og innróttingu Reykjavíkurapóteks í Austurstræti. Árið 1929 teiknaði Sigurður íyrsta íbúðarhús hér á landi eftir hugmyndum módernismans, hús Ólafs Thors að Garðastræti 41, en bygging þess markaði tíma- mót í íslenskri húsagerðarsögu. Næstu árin teiknaði Sigurður ýmsar merkar byggingar í anda funksjónalismans og teiknistofa hans varð helsta miðstöð nú- tímaarkitektúrs hér á landi. Tillaga Sigurðar Guðmundssonar að stúdentagarði á Skólavörðuholti. HELGIN FRAMUNDAN HVAÐ ER I BOÐI? abstraktlistar á íslandi. „Það kom mér á óvart þegar ég fór að vinna þessa sýn- ingu að Kristján einskorðar sig ekki við eitt ákveðið form,“ segir Eiríkur. „f fyrstu myndum irá þessum tíu árum er leikandi fjörugt pensillíf út um allan Ööt og mikil htagleði. Síðan koma inn sterkir litíletir. Nú allra síðustu árin er mikil pensil- skrift í einum dökkum lit á næstum hvítan flöt. Þannig að það er heilmikill leikur í þessum myndum." Mér finnst myndlist Kristjáns vera í sí- felldri þróun, hún verður sífellt léttari og fiug og fjör meir en nokkru sinni áður,“ segir Eiríkur Þorláks- son, forstöðumaður Lista- safns Reykjavíkur, um rúm- lega þrjátíu myndir Krist- jáns Davíðssonar frá síðustu tíu árum, en þær getur að h'ta á sýningu á Kjarvals- stöðum sem verður opnuð á laugardaginn. Kristján, sem er áttræður, er helsti fuhtrúi ljóðrænnar Kristján Davíðsson er orðinn áttræður, en er á listrænu flugi sem aldrei fyrr.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.