Dagur - Tíminn - 14.09.1996, Blaðsíða 7

Dagur - Tíminn - 14.09.1996, Blaðsíða 7
Jlitgur-ÍEtmhm ÍSLENDINGAÞÆTTIR Laugardagur 14. september 1996 - VII HAGYRÐINGAR Svavar Gests Af hnefum og rósum Nú ríkir hjá krötunum kœti og gaman, komin sú hjörð sem var gengin af trúnni. Baldvinur landsmanna Ijómar íframan, lífsgleðin sindrar af Pjóðvakafrúnni. Atvikin draga þau sundur og saman. Seigur aðfiska er karlinn í brúnni! Happy end Senn á Bretum brúnir lyftast, bráðum sorgum lokið er; þá mun Kalli krónprins giftast Kamillu — sem betur fer. Búi Að yrkja hringhent vefst ekki íyrir bestu hagyrðingum og sannast það á botnum, sem ortir eru við fyrripart sem gamli Tíminn setti skáldmæltum fyrir: Fyrripartur: Grána hlíðar, gil og fjöll, grettir tíðin brúnir. Búifer létt með og botnar: Prautum kvíðir þjóðin öll, þrestir víðast flúnir. eða: Vellir skrýðast vetrarmjöll, vorsins prýði rúnir. eða: Pögla smíðar haustið höll, hljómar þýðir búnir. Gr.G. botnar þannig: Gerist hríðin grimm sem tröll, grefur lýðum rúnir. Minningar- greinar Minningargreinar birtast aðeins í laugardagsblöðum Dags-Tímans. Þær þurfa að berast á tölvudiskum eða vélritaðar. Myndir af þeim sem skrifað er um þurfa að berast með greinunum. Sendist merkt Dagur-Tíminn Strandgötu 31, 600 Akureyri Garðarsbraut 7, 640 Húsavík Brautarholti 1, 105 Reykjavík Svavar Lárus Gests fæddist í Reykjavík 17. júní 1926. Hann lést á Landspítalanum 1. september síðastliðinn. Dánar- mein hans var krabbamein. For- eldrar hans voru Gestur Guð- mundsson, kaupmaður í Reykja- vík, f. 28. sept. 1901 í Arnardal, Eyrarhr., N.-Is., d. 26. aprfl 1974, og k.h. Helga Loftsdóttir, f. 25. okt. 1889 á Gríshóli í Helgafells- sveit, Snæf., d. 29. jan. 1934. Fósturforeldrar Svavars frá unga aldri voru (Svanlaugur) Hjörtur Elíasson, verkstjóri í Reykjavík, f. 13. júlí 1890 í Gálutröð, Breiða- víkurhr., Snæf., d. 20. jan. 1967, og k.h. (Jónína) Guðrún Krist- jánsdóttir, f. 30. des. 1886 í Innri- Lambadal í Dýrafirði, d. 3. nóv. 1962. Systkini hans voru: Hulda (d. 1908), Hulda (d. 1985), Hörð- ur (d. 1975), Sigurjón (d. 1961), Loftur (d. 1977), Gunnar (d. 1989). Systkini hans samfeðra voru fjögur: Rafn og Ósk eru á lífi, en látnir eru Geir og Hlöðver. Einnig er á lífi uppeldissystir Svavars, Gyða Erlingsdóttir, hús- freyja í Reykjavík. Hinn 30. ágúst 1946 kvæntist Svavar Maríu Ólöfu Steingríms- dóttur, f. 1. okt. 1928, húsfreyju í Reykjavík. Foreldrar hennar voru Steingrímur Stefánsson, fast- eignasali í Reykjavík, f. 4. maí 1895 á Hofsstöðum, Gufudalshr., A.-Barð., d. 4. sept. 1973, og kona hans Þuríður Jóna Bryndís Eggertsdóttir, f. 1. ágúst 1899 á Flateyri, d. 23. maí 1995. Börn Svavars og Maríu eru fjögur: 1. Bryndís, f. 7.4. 1946, banka- starfsmaður, býr í Reykjavík, gift Óskari H. Friðþjófssyni hárskera- meistara, þau eiga tvö börn. 2. Hjördís Guðrún, f. 25.6. 1949, húsfreyja í Reykjavík, gift Gísla Steinari Jónssyni prentara, þau eiga tvö börn. 3. Hörður, f. 15.1. 1960, framkvæmdastjóri í Reykjavík, í sambúð með Kristínu Elfu Guðnadóttur, ritstjóra í Reykjavík, þau eiga einn son og Kristín á eina dóttur fyrir. 4. Gunnar, f. 26.9. 1962, verkfræð- ingur í Hafnarfirði, kvæntur Hrönn Ásgeirsdóttur kennara, þau eiga tvö börn og Gunnar á eina dóttur fyrir. Svavar og María slitu samvistum 1966. Hinn 5. júlí 1966 kvæntist hann Elly Vilhjálms, f. 28. des. 1935, söngkonu í Reykjavík. For- eldrar hennar voru Vilhjálmur Hinrik ívarsson, bóndi og útgerð- armaður í Merkinesi í Ilöfnum, f. 12.8. 1899 að Eyvík í Grímsnesi, d. 24.1. 1994, og kona hans Hólmfríður Oddsdóttir, f. 29.4. 1996 í Reykjavík, d. 5.6. 1994. Börn Svavars og Ellyjar eru tvö: 1. Máni, f. 15.6. 1967, tónlistar- maður í Reykjavík, kvæntur Þur- íði Jónsdóttur deildarstjóra. 2. Nökkvi, f. 29.6. 1971, verslunar- maður í Reykjavík, í sambúð með Ásdísi Wöhler þroskaþjálfa. Hjá þeim ólst einnig upp dóttir Ellyj- ar, Hólmfríður Á. Bjarnason, f. 19.2. 1962, í Reykjavík, í sambúð með Kristjáni Helgasyni bflstjóra. Hólmfríður á einn son. Elly Vil- hjálms lést árið 1995. Útför Svavars Gests fór fram í kyrrþey. Fallinn er einn af máttarstólp- um í húsi þeirra, sem sinnt hafa hljómlistarstörfum á liðnum all- mörgum áratugum. Húsið eins og riðar við, það hriktir í því og það skekkist svolítið áður en það sest í farveg aftur. Það verður aldrei sama húsið. Svavar Gests er fallinn frá. Lit- ríkur frumkvöðull hefur sagt sitt síðasta orð hérna megin. Hann var auðvitað með glens á vörum þegar við hittumst síðast í hófi sem Félag hljómlistarmanna hélt honum í júní sl., þar sem hann var gerður að heiðursfélaga, en hann var hug- myndaríkur formaður þess félags í mörg ár. Nýstiginn fram úr rúminu og upp úr erfiðum veikindum, með harm í hjarta eftir fráfall Ellyjar fyrir tæpu ári, bar hann sig vel og sté í pontu til að þakka fyrir sig. Auðvitað kom hann öllum til að skellihlæja. Það var hans stfll. Grín- ið var alltaf skammt undan og hann var fljótur að finna hvað myndi „gera sig“, eins og sagt er í „sjóbisnisnum“. Áður hafði hann sagt mér yfir kaffibolla að hann væri hugsanlega eitthvað að skána af veikindunum, að minnsta kosti í bili, og sposkur á svipinn laumaði hann því að mér að nýja hárið sem væri að vaxa aftur væri miklu dekkra og flottara en það gamla, sem hann hafði misst. Svavar gerðist liðsmaður í mús- íkinni ungur að árum. Hann fór gjarnan þær slóðir, sem hér á landi voru lítt troðnar, og byrjaði með því, þá dansmúsíkant og trommari á gömlu dönsunum, að fara til tón- listarnáms við Juilliard-tónlistar- skólann í New York. Þangað fór hann ásamt Kristjáni Kristjánssyni, stjórnanda KK-sextettsins, og það- an komu þeir félagar báðir með fangið fullt af nýjum hugmyndum og innleiddu ýmsa nýja hætti með- al íslenskra hljómlistarmanna, svo ekki sé dýpra tekið í árinni. Enn þann dag í dag stendur það ljóslif- andi fyrir hugskotssjónum mínum þegar ég kom á æfingu heim til Svavars, skömmu eftir að hann kom að utan. Hann hafði víst beðið mig að skrifa eitthvað fyrir litla hljómsveit og spila með, en ég man einkum hve mér þótti rosalega flottur splunkunýi víbrafónninn og trommusettið, sem þarna stóð ný- komið frá Ameríku. Þetta hefur lík- lega verið útvarpsprógramm, sem við æfðum þarna, en ég man bara víbrafóninn glæsilega — og Svavar sjálfan brennandi af áhuga og upp- fullan af hugmyndum og hugsjón- um. Svo kom Jazzblaðið. Svavar gaf það út einn og tiltölulega óstuddur af hreinni hugsjón í nokkur ár, því tæplega hefur það gefið af sér fé og rniklu fremur þurft að borga með því. Þar áttum við nokkra samleið og ég skrifaði fáeinar greinar á- samt fleirum, en Svavar var þá þegar prýðilega ritfær, enda liggja eftir hann bækur. Næst lá leið okk- ar saman vegna hljómplötuútgáfu, ef ég man rétta röð, enda starfaði ég fyrir fyrirtæki hans, SG-hljóm- plötur, í mörg ár og við margar hljómplötur af ýmsu tagi. „Ég var allt of mikill hugsjónamaður í plötuútgáfunni,” sagði Svavar glett- inn á svip í hófinu hjá FÍH í júní, „ég gaf út þrjár plötur sem ekkert gáfu af sér á móti hverri einni, sem seldist vel." Vissulega var hann hugsjónamaður. Á þriðja hundrað hljómplötur frá SG-hljómplötum, auðvitað misjafnar, en sumar með ómetanlegu efni, sem annars hefði trúlega glatast, sýna fram á það. Kannski seldust þær einmitt ekkert vel, sem geyma merkasta efnið, eins og gengur. Leiðirnar lágu víðar saman. í litlu húsi, líklega skólastofu eða leikfimisal, á Sólheimum í Gríms- nesi, lék ég undir á hverju ári í mörg ár skömmu fyrir jól, þegar Svavar var potturinn og pannan í að halda jólaskemmtun fyrir vist- menn á staðnum ásamt félögum í Lionsklúbbnum Ægi. Þar fór hann hreinum hamförum og skemmti vistmönnum eins og honum var best lagið, enda dáðu þeir hann hver einasti og gengu sumir langan veg á móti rútunni, þegar hans og hinna Lionsmannanna var von á sunnudegi í desember. Ég veit ekki hvort þetta var hans hugmynd að halda lítil jól fyrir vistmennina á Sólheimum á hverju ári, en það hefði vel getað verið. Þannig var hjartalagið, þótt stundum væri brynjað með spaugi. Svavar stjórnaði sem kunnugt er eigin hljómsveit um árabil. Aldrei atvikaðist svo, að ég léki fastráðinn með honum í hljómsveit hans, en nokkra dansleiki áttum við þó saman á palli. Hins vegar lék ég oft inn á upptökur með hljómsvéit hans og alltaf var það vitað mál, ef farið var í stúdíó til Svavars, að þar var allt þaulskipu- lagt fyrirfram og fór enginn í graf- götur um það sem gera skyldi. Svavar sat þar gjarnan sjálfur í stjórnklefanum þegar grunntökum var lokið og gætti þess vandlega að söngvarar bæru rétt fram íslensk- una og auðvitað að hljómlistar- mennirnir hittu á réttar nótur. Ekki gleymast heldur útvarps- þættir Svavars Gests. Þeir höfðu mikil áhrif og varanleg í íslensku útvarpi, ekki síst skemmtiþættirnir með áhorfendum í sal, sem margir muna eftir. Þar lágu reyndar leiðir okkar Svavars líka saman, því ég man eftir að hafa setið í slíkum þætti með gítarinn í fanginu. En mál er að linni. Aðrir munu rifja upp á skipulegri hátt og í réttri röð allt það, sem Svavar Gests tók sér fyrir hendur á lífsleiðinni. Ég hef aðeins svona í kveðjuskyni tipl- að á nokkrum skyndimyndum, sem koma mér í hug þegar við sjáum á bak Svavari. Hér vil ég einnig minnast góðrar vinkonu okkar um árabil, Ellyjar Vilhjálms söngkonu, eiginkonu Svavars, sem lóst síðla árs 1995. Fráfall þeirra beggja á innan við einu ári er mikil harm- saga. Við Svanhildur og fjölskyldan söknum traustra vina og þökkum fyrir árin öll. Börnum þeirra Ellyjar og Svavars vottum við innilega samúð. Ólafur Gaukur

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.