Dagur - Tíminn - 24.09.1996, Blaðsíða 11

Dagur - Tíminn - 24.09.1996, Blaðsíða 11
 Þriðjudagur 24. september 1996 -11 l LYFJAMÁL Finnur dæmdur i tveggja ára bann Finnur Jóhannsson, hand- knattleiksmaður úr Sel- fossi var dæmdur í tveggja ára bann frá þátttöku á íþrótta- mótum af sérskipuðum dóm- stóli ÍSÍ í gær. Finnur féll á lyíjaprófi sem tekið var eftir Bikarkeppnina í frjálsum íþrótt- um sem haldin var í síðasta mánuði en þar keppti Finnur fyrir Ármenninga. Rannsókn leiddi í ljós að hann hafði neytt amfetamíns og kókaíns og viðurkenndi hann brot sitt, segir í fréttatilkynn- ingu sefti íþróttasambandið, sendi frá sér í gær. Dómstóllinn taldi brotið al- varlegt, þar sem um var að ræða ólöglegt fíkniefni. Vegna þess að sýnt þótti að þeirra hafði ekki verið neytt í þeim til- gangi að ná betri árangri í íþróttum, var þó ákveðið að beita lágmarksrefsingu, sem er tveggja ára keppnisbann, segir ennfremur í fréttatilkynning- unni. Samkvæmt dómsúrskurðin- um er Finnur útilokaður frá þátttöku í íþróttamótum á veg- um allra sérsambanda ÍSÍ í 24 mánuði og tók bannið gildi 9. þessa mánaðar. KNATTSPYRNA • Akureyri Úvíst hvort Pétur og Hói verði áfram Formenn knattspyrnu- deilda KA og Þórs segjast ekki getað svarað því hvort þjálfarar liðanna nú, þeir Pétur Ormslev hjá KA og Nói Björnsson hjá Þór, verði áfram þjálfarar meistaraflokksliða fé- laganna, en ýmsar sögur hafa verið á kreiki um væntanleg þjálfaraefni hjá félögunum. „Við erum ekki búnir að út- loka neitt, en ég á alveg eins von á því að málin komist á hreint fyrir vikulokin,“ sagði Árni Jóhannsson, formaður knattspyrnudeildar KA á sunnudaginn. Peter Jones, formaður knatt- spyrnudeildar Þórs, sagði einnig að málin væru stutt á veg komin. „Nói (Björnsson) stjórnar æfingum til 1. október og við ræðum við hann fyrst. Við munum vinna nauðsynlega undirbúningsvinnu, en teljum ekki rétt að skrifa undir samn- ing við nýjan þjálfara, nema við verðum alhr í stjórn. Það væri ekki rétt af okkur að binda hendur nýrrar stjórnar." HANDBOLTI • Þýskaland Þriðji sigurínn hjá Essen Tusem Essen, liðið sem Patrekur Jóhannesson leikur með, heldur sig- urgöngu sinni áfram í þýsku úr- valsdeildinni. Liðið tók á móti TV Niederwurzbach á heima- velli sínum á sunnudagskvöldið og sigraði 27:24. Patrekur Jó- hannesson skoraði eitt mark fyrir Essen, sem er á toppi deildarinnar eftir þrjá sigur- leiki, en þess ber að geta að ílest lið deildarinnar hafa að- eins leikið tvo leiki. Minden, liðið sem Sigurður Bjarnason leikur með, sigraði Schuttervald á útivelli með þriggja marka mun á sunnu- daginn. Sigurður skoraði þrjú marka Minden en Róbert Sig- hvatsson tvö mörk fyrir Schutt- ervald. ÍBA áfram i fyrstu deild IBA og Reynir Sandgerði áttust við í síðari leik liðanna um sæti í 1. deild á næsta keppnistímabili. Leikið var á Akureyr- arvellinum á laugardaginn og það var ÍBA sem fagnaði sigri, 2:1, með mörkum Rósu Sigbjörnsdóttur og Karenar Friðriks- dóttur. ÍBA heldur því sæti sínu í deildinni og Reynisstúlkur verða áfram í 2. deild. Mynd: Jón Hrói KR-ingum nægir jafntetti á Skaganum Úrslit íslandsmótsins í knattspyrnu ráðast ekki fyrr en næst- komandi sunnudag þegar ÍA og KR mætast í lokaleik 1. deildar- innar. Myndin er úr fyrri viðureign liðann á mótinu. KR hafði betur í þeim leik en liðinu dugir jafntefli til hreppa íslands- meistarabikarinn í fyrsta sinn frá árinu 1968, eða í 28 ár. Mynd.Gs HANDBOLTI Fram með fuitt hús Framliðið er eitt með fullt hús stiga eftir tvær fyrstu umferðirnar í 1. deild karla, en önnur umferð deildar- innar var leikin á sunnudags- kvöldið og urðu úrslit þessi. FH-KA 26:23 HK-Haukar 3:23 Grótta-Fram 24:25 ÍR-ÍBV 20:23 Valur-Selfoss 27:27 Afturelding-Stjarnan 20:21 Fram hefur hlotið 4 stig, Val- ur 3, Afturelding, Grótta, ÍR, ÍBV, Stjarnan, KA og FH hafa 2 stig og Haukar, HK og Selfoss reka lestina með eitt stig. Næstu leikir fara fram annað kvöld, en að þeim loknum tekur við hálfsmánaðarhlé á deildar- keppninni vegna landsleikja ís- lands og Grikklands og leikja félagshðanna í Evrópukeppn- inni. KNATTSPYRNA KR-ingar á toppnum Úrslit leikja í 17. og næst síðustu umferð 1. deildar karla urðu þessi: Fylkir-Leiftur 3:2 Grindavík-Keflavík 4:0 ÍBV-ÍA 3:2 Breiðablik-Valur 1:1 KR-Stjarnan 1:1 Staðan er nú þessi: KR 17 11 4 2 37:12 37 ÍA 17 12 1 4 42:18 37 Leiftur 17 8 5 4 33:27 29 ÍBV 17 8 1 8 30:32 25 Stjarnan 17 6 4 7 22:29 22 Valm 17 6 3 8 18:23 21 Fylkir 17 5 3 9 24:25 18 Grindavík 17 4 4 9 22:34 16 Keflavík 17 3 7 7 15:28 16 Breiðabl. 17 3 6 8 17 32:15 Leikir lokaumferðinnar: Stjarnan-Breiðablik, Kefla- vík-ÍBV, Leiftur-Grindavík, Valur- Fylkir, ÍA-KR. HANDBOLTI „Kaffibombu“ fíeygl i Eríing Einn áhorfandi í fþrótta- húsinu í Kaplakrika á leik FH og KA í 1. deild karla í handknattleik fleygði bréfpoka fullum af kaffi yfir Erling Krist- jánsson, fyrirliða KA-manna. Lokað var fyrir pokann sem sprakk á Erlingi með þeim af- leiðingum að hann fékk kaffi yf- ir sig allan. Atvikið átti sér stað á átj- ándu rnínútu síðari hálfleiksins, en Erlingur var þá að sitja af sér tveggja mínútna brottvísun á varamannabekk KA-liðsins. Gísli Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson, dómarar leiksins, stöðvuðu leikinn í stutta stund, en eftir stutta reikistefnu við tímaborðið var leikurinn flaut- aður á að nýju. Það vakti at- hygli að engin tilraun var gerð til að finna áhorfandann og vísa honum út úr húsinu. Bjamibestur hjáKA Meistaraflokkur KA í knatt- spyrnu hélt uppskeruhátíð sína í KA- heimilinu sl. föstudagskvöld, eftir leikinn við ÍR. Bjarni Jónsson, miðjumaður og fyrirliði hðs- ins, var valinn besti leik- maður sumarsins og Steinn Viðar Gunnarsson, sem bæði lék í vörn og á miðjunni, var valinn sá efnilegasti. Þor- valdur Makan Sigbjörnsson varð markakóngur KA-hðs- ins í sumar, en hann skoraði tólf mörk í 2. deildinni. Fjölmenn grillveisla Sigurður Arnórsson, stuðn- ingsmaður Þórsliðsins í knattspyrnu, sem búsettur er í Reykjavík bauð öllum leikmannahópnum og að- standendum Þórsliðsins í veglega grillveislu eftir loka- leik Þórsliðsins á föstudags- kvöldið, sem var gegn Leikni í Reykjavík. Á milli 30-40 manns voru í veislunni sem haldin var á heimili Sigurð- ar. Landslið valiðídag Þorbjörn Jensson, íslenski landsliðsþjálfarinn í hand- knattleik, mun að öllum lík- indum velja landslið sitt gegn Grikkjum í dag. Liðið mætir Grikkjum í tveimur leikjum í undankeppni HM, í KA-heimilinu 2. október og ytra fjórum dögum síðar. Frissi bestur hjá Skallagrími Friðrik Þorsteinsson, mark- vörður, var valinn besti leik- maðm SkaUagríms, sem vann sér sæti í 1. deildinni á föstudagskvöld. Friðrik, eða „Frissi fríski" eins og hann er stundum kahaður, gekk til liðs við Skallagrímsliðið sl. vor eftir nokkurra ára dvöl hjá Leiftri. Gunnar aðstoðar hjáÞór Gunnar Sverrisson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari úrvalsdeildarliðs Þórs í körfuknattleik. Hann mun aðstoða hinn bandaríska þjálfara hðsins, Fred WiUi- ams, en Gunnar var áður aðstoðarþjálfari John Rho- des lijá ÍR-liðinu. Sigurður tekur viðafVöndu Sigurður Þórir Þorsteins- son, sem verið hefur aðstoð- arþjálfari Vöndu Sigur- geirsdóttir hjá íslands- og bikarmeisturum Breiða- bliks, mun taka við þjálfun liðsins. Vanda hefur þjálfað liðið sl. þrjú ár en gaf ekki kost á sér áfram. I

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.