Tķmarit.is   | Tķmarit.is |
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						16

DAGBLAÐID& VÍSIR. FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1981.

Útlönd

Útlönd

Utlönd

Utlönd

Nærrí tvö ár f rá innrás Soviétríkjanna í Afganistan:

Rauöi herinn ráðþrota

gagnvart skærufíðunum

-aðalvopna-

birgdir

afganskra

skæruliðaeru

hertekin

sovézkvopn

Síðan innrás Sovétríkjanna hófst í

Afganistan í desember 1979 hefur hin

harða andstaða hinna 80 þúsund íbúa

Pansjirdals, sem er um 60 kílómetr-

um fyrir norðan höfuðborgina

Kabul, sífellt vakið sovézka hernáms-

liðinu og stjórnarher Bubraks Kar-

mal meiri áhyggjum. í augum flestra

Afgana er Pansjirdalurinn miðstöð

skæruliðahreyfingarinnar í landinu.

Sovézki herinn hefur gert f jórar til-

skæruliðum sem beittu herteknum

sovézkum vopnum. Samkvæmt

heimildum vestrænna diplómata og

hershöfðingja innan afganska hersins

varð sovézki herinn fyrir miklu

manntjóni í árásinni og missti auk

þess mikið magn vopna. Sú stað-

reynd að stjórnin í Kabul hefur í út-

varpi og sjónvarpi lýst árásinni sem

miklurn sigri stjórnarhersins í barátt-

unni gegn „and-múhameðskum ræn-

Sovézkur brynvagn i Afganistan

raunir til að gera út af við skæruliða-

hreyfinguna í dalnum, en nánast með

engum árangri. Fyrstu árásina gerðu

þeir í apríl 1980 og aftur í ágúst sama

ár. Þriðja árásin var síðan gerð i

janúar síðastliðnum og að henni lok-

inni hafði hernum tekizt að leggja um

fjóra fimmtu hluta allra húsa, verzl-

ana, skóla og bænahúsa í þessum 100

kílómetra langa dal í eyði. En mann-

fallið var lítið og því var undirbúin

önnur árás um miðjan ágúst síðast-

liðinn. Stjórn Bubraks Karmals safn-

aði saman um 15 þúsund manna her-

liði sovézkra og afganskra hermanna

og með stuðningi 1.500 herflutn-

ingatækja og aðstoð sprengjuþotna

var sprengjunum Iátið rigna yfir bau

þorp í dalnum sem grunuð voru sér-

staklega um stuðning við skærulið-

ana.

Þi átt fyrir að sovézki herinn næði

tveimur þorpum á sitt vald í árásinni

var hann fljótlega hrakinn burt af

ingjaflokkum" þykir þvert á móti

benda til þess aö árásin hafi verið

meiriháttar áfall fyrir stjórnina.

Sigur skæruliðanna er sagður mest

að þakka foringja þeirra í Pansjir,

Ahmad Shah Massoud, 27 ára verk-

fræðistúdent sem nú er hylltur sem

þjóðhetja í Afganistan. En skærulið-

arnir eru auk þess mun betur vopnum

búnir en þeir voru fyrir ári síðan og er

það ekki sizt að þakka vopnum sem

þeir hafa hertekið frá sovézka hern-

um. t viðtali við blaðamann banda-

ríska blaðsins International Herald

Tribune sem nýkominn er frá Afgan-

istan segir Massoud að sú herstjórn-

arlist skæruliðahreyfingarinnar felist

nú aðallega í því að koma í veg fyrir

að Sovétmönnum takist að draga

saman mikinn liðsafla til stórsóknar,

með þvi að gera sífelldar árásir á heri

þeirra frá öllum hliðum. Með því sé

hægt að þreyta þá og drepa niður

baráttuþrekið. Massoud segir að

þegar skæurliðarnir hafi yfir nægi-

lega miklum vopnum að ráða muni

þeir sækja að sovézka hernum inn í

borgirnar. Blaðamaðurinn segir að

Massoud hafi getið sér svo mikinn

orðstír fyrir skipulagshæfileika sína

og þekkingu á skæruhernaði að

honum hafi verið líkt við kúbanska

byltingarforingjann Ché Guevara.

Árangur Massouds og hins þúsund

manna skæruliðahóps hans, Jamiat

Islami, þykir hafa sýnt að afganskir

stjórnarandstæðingar     eigi     mikla


Þessi gæti verið frá því f fyrri heimsstyrjöldinni og dugir væntanlega skammt gegn

skriðdrekum og eldflaugum Rauða hersins.

Vopnaiðnaður skæruliðanna er frumstæður. Hér er verið að endurhlaða skothylk-

in með púðri.

möguleika á að verjast árásum

sovézka hersins og stjórnarhersins,

þrátt fyrir yfirburði þeirra síðar-

nefndu í mannfjölda og vopnabún-

aði. Afganski stjórnarherinn er álitinn

telja um 20 þúsund manns en Sovét-

ríkin hafa auk þess 85 þúsund manna

herlið til styrktar honum. En stjórn-

arherinn er sagður næstum óvirkur

vegna skorts á baráttuanda og mikils

liðhlaups.

Árangur skæruliðanna þykir ekki

sízt því að þakka að þeir hafa sýnt

mikla samstöðu þrátt fyrir að rótgró-

inn innbyrðis ágreiningur sé ríkjandi

Skæruliðar i Pansjir.

OLAFUR EINAR

FRIÐRIKSSON

milli hinna ólíku ættflokka í landinu.

Sjö helztu skæruliðahreyfingarnar,

sem allar hafa aðsetur sitt í Peshawar

í Pakistan, hafa samræmt aðgerðir

sínar gegn sovéthernum, með einni

undantekningu. Skæruliðahreyfingin

Hezbi Islami hefur neitað að taka

þátt í sameiginlegum aðgerðum og

þar að auki átt i bardögum við

skæruliða Massouds. Svo virðist að

Hezbi lslami hafi meiri áhuga á að

styrkja stöðu sína í innbyrðis valda-

tafli skæruliðahreyfinganna en að

kollvarpa hinni sovézku leppstjórn

Karmals.

Massoud rekur nú þjálfunarbúðir

fyrir skæruliða í Pansjir og segist nú

þegar hafa þjálfað um 5 þúsund

manns víðsvegar af landinu. Honum

til aðstoðar eru liðhlaupar úr

afganska stjórnarhernum sem kenna

nýliðum grundvallaratriði skæru-

hernaðarins á tveggja mánaða

námskeiðum. En vopnaskorturinn

háir enn skæruliðunum, þrátt fyrir

það sem þeir hafa komizt yfir af

sovézkum hergögnum. Skæruliðarnir

hæðast að þeim orðrómi að þeim

berist vopn frá Egyptalandi, Banda-

ríkjunum og Kína. Þeir segja að þau

vopn sem komi utanlands frá séu

keypt í Pakistan og smiðuð þar. Ef

vopnasendingar berist annars staðar

frá þá séu þær stöðvaðar í Pakistan

og þeim skipt fyrir þarlend vopn.

Þeir telja að Pakistanar mati krókinn

á þessum vopnaviðskiptum en sjálfir

hirði þeir aðeins ruðurnar og því

verði að koma vopnasendingum

beint inn í Afganistan ef þær eiga að

komaaðgagni.

Þrátt fyrir að algert styrjaldar-

astand ríki í Pansjir og að skærulið-

arnir lendi í bardögum við sovézka

herinn að meðaltali á tveggja vikna

fresti, þá gengur lífið að miklu leyti

sinn vanagang. Bændurnir vinna á

ökrunum og hús eru byggð upp eftir

sprengjuárasirnar. Vinnan í námun-

um, þar sem unnir eru emeraldar og

rúbínsteinar, heldur enn áfram, enda

mikilvægasta tekjulind íbúanna.

Komið hefur verið á fót sjálfstæðu

samgöngukerfi, þar sem hertrukkar

plægja götuslóðana á eldsneyti úr

yfirgefnum sovézkum skriðdrekum.

Pansjir er að verða eins og sjálfstætt

ríki innan Afganistan sem innheimtir

skatta og sér um varnir sínar út á við.

Með innrasinni í Afganistan eru

Sovétríkin búin að skapa nýtt Víet-

nam, þau berjast vonlausri baráttu

með gífurlegum herstyrk gegn þjóð

sem lætur ekki kúgast.

(Endimagl íir Intcrn. Herald Tribune).

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40