Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						22
DAGBLAÐIÐ& VÍSIR. FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1981.
Ásgeir með tilboð
frá félögum á
Italíu og Englandi
—einnig tilboð f rá félögum í Belgíu og Hollandi
Frá Guðna Bragasyni í Miinchen.
— Eftir að Ásgeir Sigurvinsson lék
með Bayern Miinchen gegn Duisburg
fékk hann ekki að leika með næsta leik
— gegn Stuttgart. Það er greinilegt að
Ásgeir er óánægður með Pal Csernai,
ungverska þjálfarann hjá Bayern, sem
þykir mjög stirður i samskiptum við
leikmenn og skapstyggur.
Það er ekkert launungarmál að
einhver kergja er komin upp á milli
Ásgeirs og Csernai en Csernai sagði í
viðtali við Vísi að Ásgeir hefði ekki
sýnt það sem hann hefði vænst af
honum. — ,,Ég reikna ekki með að
Ásgeir  fái tækifæri til að leika með
GUNNAR
KRISTINN
Gunnar og
Kristinn
hættir
— með landsliðínu
íkörfubolta
Tveir af bestu körfuknattleiks-
mönnum landsins hafa tilkynnt að
þeir gefi ekkl framar kost á sér í
landsliðið i körfuknattleik. Þetta eru
þeir Kristinn Jörundsson ÍR og
Gunnar Þorvarðarson UMFN.
Búið er að velja liðlega 20 manna
hóp til æfinga með landsliðinu fyrir
leiki vetrarins en fyrstu leikirnir
verða á milli jóla og nýárs þegar
Hoílendingar koma hingað.
Allir sem voru í landsliðinu sl.
vetur eru í þessum hópi nema þeir
Kristinn og Gunnar. Þeir gáfu ekki
kost á sér. Margir nýliðar eru í
hópnum, þar á meðal einir 7 piltar
sem hafa æft og leikið með unglinga-
landsliðinu í haust.
-klp-
Bayern á næstunni," sagði Csernai.
Þessi ummæli koma mjög á óvart
því að það er vitað að Ásgeir hef ur ekki
fengið nein tækifæri til að njóta sín í
leik með Bayern. Csernai hefur yfirleitt
4. deild
í knatt-
spyrau
Stjórn KSÍ mun bera fram þá tillögu
á ársþingi sambandsins 6. desember að
stofnuð verði 4. deildarkeppni i knatt-
spyrnu. Þessi tillaga nýtur mikils fylgis
hjá liðum á landsbyggðinni og er fast-
lega reiknað með að hún verði sam-
þykkt.                      -StíS.
sett  hann inn á þegar stutt
leiksloka.
Það er vitað hér að Asgeir er snjall
leikmaður og það hafa mörg félög
áhuga á að fá hann til sín — hann
hefur fengið tilboð frá félögum í
Hollandi, Belgíu, ftalíu og Englandi en
fyrir stuttu hafði þekktur
umboðsmaður í Englandi samband við
hann.
Ásgeir er ekki fyrsti leikmaðurinn
sem hefur verið „frystur" hjá Bayern
— hann hefur fyrir sér víti til varnaðar
þar sem Karl Del-Haye er. Þessi v-
þýski landsliðsmaður, sem var einn af
bestu     leikmönnum     Borussia
Mönchengladbach, hefur lítið fengið
að leika með Bayern síðan hann var
keyptur þangað 1980. Menn hér í V-
Þýzkalandi kalla varamannabekk
Bayern nú „geðveikrahælið" því að
sagt er að margir snjallir leikmenn hafi
orðið „ruglaðir" af að þurfa að sitja á
honum í langan tima, án þess að fá að
spreyta sig.              -GB/SOS.
ASGEIR . .
hefur litið
fengið að
spreyta sig
með Bayern.
Hann biður
þollnmóður
eftir sinu
tækifæri.
Sjöáopna
skandínavíska
mótið íjúdó
Körfubolta-
skór
Opna skandinaviska meistaramótið i
júdó fer fram f Gautaborg i Sviþjóð um
næstu helgi. Sjö íslendingar eru til-
kynntir sem þátttakendur í mótið og
eru það þessir:
Kolbeinn Gislason,
Halldór Guðbjörnsson,
Bjarni Ág. Friðriksson,
Niels Hermannsson,
Sigurbjörn Sigurðsson,
Ornar Sigurðsson og
Viðar Guðjohnsen,
ÍS-Njarðvík
íkvöld
Einn leikur verður i úrvalsdeildinni f
körfuknattleik f kvöld. ÍS og íslands-
meistarar Njarðvfkur mætast f fþrótta-
húsi Kennarahaskólans kl. 20.00.
Á opna skandínavíska meistaramót-
inu í fyrra vann Bjarni Ag. Friðriksson
gullverðlaun í sínum þyngdarflokki.
-klp-
Bjarni Ág. Friðriksson.
Mark Holmes
fær ekki húsaskjól
— og er á förum f rá Grindavík
Mark Holmes, bandarfski körfu-
knattleiksleikmaðurinn hjá Grinda-
vfk, mun að öllum lfkindum fara frá
Grindavík um áramót. Ástæðan fyrir
þvf er að hann fær ekkert húsnæði
fyrir  fjölskyldu  sfna  f  Grindavik.
Konan hans hefur verið í Bandarfkj-
ununi — beðið með að koma til Ís-
lands þangað til Holmes fengi hús-
næði.
Stærðir: 3 1/2-14
Verð frá kr: 270-420.-
Póstsendum
Ingólfs
Óskarssonar
Klapparstíg 44 — Slmi 11783
Hörður settur
„út í kuldann"
— fær ekki að dæma í úrvals- eða 1. deiMinni í körfubolta eftir áramót
Það hefur vakið undrun körfuknatt-
leiksunnenda við útkomu lelkjaskrár f
körfuboltanum um leikina eftir áramót
að annar af tveim millirfkjadómurum í
fþróttinni er þar settur út i horn ef svo
má segja.
Það er Hörður Tulinius sem af ein-
hverjum undarlegum ástæðum fær
ekki að dæma einn einasta leik í úrvals-
deildinni eða í 1. deild karla. Honum er
aðeins raðað niður á 3 eða 4 leiki — allt
2. deildarleiki á Akureyri.
Hörður er einn færasti körfuknatt-
leiksdómari landsins og er nú eins og
alitaf meir en viljugur til að starfa. Því
er þessi niðurröðun furðuleg og meir en
það þegar körfuknattleiksforustan
getur ekki gefið honum né öðrum
neinar viðhlitandi skýringar á þessu.
-klp-
Aas fdt-
brotnaði
— þegar Foresí lagði
Sunderland að velli
Norðmaðurinn Einar Aas hjá Nott-
ingham Forest varð fyrir því óhappi
að fótbrotna eftir aðeins 20 sek.
þegar Forest lagði Sunderland að
velli, 3:2, á Roker Park f gærkvöldi.
Colin Walsh og Justin Fashanu komu
Forest á bragðið — með mörkum á
31. og 51. mfn. — en þeir Rob Hind-
march og Ally McCoist náðu að
jafna (2:2) — áður en David Need-
ham skoraði sigurmark Forest
fjórum mín. fyrir leikslok.
Aston Villa sló Leicester út úr
deildabikarkeppninni í gærkvöldi—
vann 2:0 á Villa Park. Frank Wall-
ington, markvörður Leicester, átti
stórleik—markvarsla hans minnti á
Gordon Banks þegar hann var upp á
sitt besta. Wallington gat þó ekki
komið í veg fyrir að Gordan Cowans
og Peter Withe skoruðu.
Úrslit urðu þessi í ensku knatt-
spyrnunni í gærkvöldi:
l.deild:
Sunderland—Nott. For.        2:3
2. deild:
Blackburn—Shrewsbury        0:0
Derby—Cambridge            2:1
Deildabikarinn:
Aston  Villa—Leicester        2:0
Lincoln—Watford            2:3
Aston Villa mætir Wigan í 16-Iiða
úrslitum og Watford mætir Q.P.R.
Blissett, Terry og Rostron skoruðu
mörk Watford.
-sos.
Þeir sovésku
tóku gullið
Sovétrfkin sigruðu i liðakeppninni
i fimleikum karla á heimsmeistara-
mótinu sem nú stendur yfir i
Moskvu. Japan varð f 2. sæti, Kfna,
sem nú sendi keppendur á fþróttamót
f Sovétrikjunum i fyrsta sinn f 30 ár,
varð f 3. sæti og Austur-Þýskaland f
4. sætinu.
-klp-
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40