Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						24

DAGBLADID & VÍSIR. FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1981.

Hún prjónar jólasveina:

Byrjaði á þessu

fyrir barnabörnin

„Ég byrjaði á þessu þegar barna-

börnin fæddust. 1 staðinn fyrir að

prjóna hosur eða peysur sem svo

margir gerðu bjó ég til iitla karla og

síðan jólasveina um jólin. Karlarnir

vöktu mikla hrifningu og svo fór að

íslenzkur heimilisiðnaður sýndi þeim

einnig áhuga," sagði Guðrún Sigur-

jónsdóttir húsmóðir og amma sem

notar llestar sínar frístundir til að

prjóna litla karla og jólasveina, sem

síðan prýða heimili og gleðja börn

bæði hér á landi og erlendis.

,, Utlendingar sem komið ha/'a inn í

verzlun heimilisiðnaðarins hafa sýnt

þessum brúðum mikinn áhuga,

þannig að salan er ekki einungis fyrir

jolin," sagði Guðrún. Ekki sagðist

hún vita hvað karlarnir hennar væru

orðnir margir en ekkert stoppa þeir

við.

,,Ég sit ekki við þetta," segir hún,

„grip í prjónana þegar ég hef ekkert

að gera. Það er mikið puð að troða

inn í karlana. Eiginlega finnst mér

það leiðinlegast við þetta," sagði hún

Guðrún sagðist alltaf hafa prjónað

hosur og vettlinga hér áður fyrr en

ekkert meira en það. ,,Ég fann þesssa

prjónakarla upp hjá mér og gerði

þetta í fyrstu aðeins að gamni mínu

fyrir barnabörnin. Siðan komu kunn-

ingjarnir á eftir og þannig hefur þetta

þróazt," sagði Guðrún Sigurjóns-

dóttir.

Nú þegar líða tekur að jólum situr

Guðrún og býr til jólasveina og hefur

varla við að framleiða, svo vinsælir

eru karlarnir hennar.        -ELA.

Guörún ásamt tveimur barnabörn-

um sínum, þeim Þórdisi Evu Þor-

laiksdáttur fimm éra og Kötfu

Kristjénsdóttur sem er aðeins eins

og hálfs árs. Guðrún byr/aði ein-

mht að gera prjónakariana fyrir

barnabömin.  DB-mynd Hilmar K.

Þrír af fjórum eigendum Salon ffitz þau Guðrún Þorbjarnardóttir, Jón Stefnir og Guðjön Þór. A myndina vantar

Sigríði Eysteinsdóttur.

Vantaði stað þar sem boðið

er upp á alla fegrunaraðstoð

— segja fjórmenningarnir sem opnað hafa Salon Ritz —fegrunar-

miðstöð við Laugaveginn

„Það var alllaf gamall draumur

hjá okkur þegar við vorum á Lofl-

leiðum að setja upp stofu þar sem

viðskiptavinurinn gæli fengið alla

þjönustu á einum stað og þá fyrir

sanngjarnt verð," sagði Guðjón Þór

Guðjónsson rakari sem nýlega opn-

aði hárgreiðslu-rakara-snyrlislofu að

Laugavegi 66 ásamt Jóni Stefni,

Guðrúnu Þorbjarnardóttur og Sig-

ríði Eystein.sdóttur. En all.s vinna átta

manns á stofunni.

,,Við bjóðum upp á allt sem boðið

er upp á á rakara- og hárgreiðslu-

•stofum. Auk þess sem við erum með

snyrlisiofu bjóðum við Ijósaböð og

vanisnudd,"     sagði     Guðjón

eniifremur. Bæði Guðjón og Jón

voru áður rakarar á Hótel Loft-

leiðum en nú hefur sú stofa verið

lögð niðnr.

„Okkur fannst vanta stofu þar sem

allt þetia væri að fá en hugmyndin er

komin erlendis frá þar sem mikið er

um siofur sem reknar eru með

þessum hætti. Það má kannski kalla

þetta fegrunarmiðstöð," sagði

Guðjón.

Þeir félagar Jón og Guðjón höfðu

ákveðið að lála þennan draum rætast

fyrir einu ári siðan en þá bauðst þeim

húsnæðið að Laugavegi 66. „Það

varð síðan aldrei neitt úr því, þannig

að þetta fyrirtæki datt upp fyrir í

heilt ár. Við fengum húsnæðið síðan

mjög  skyndilega  15.  október  og

vorum ákveðin í að opna síðasta

laugardag. Til þess að það yrði hægl

var unnið hér dag og nótt t.d. frá kl.

7 um morguninn sl. föstudag til kl. 6

á laugardag, sleitulaust, en þá hófsl

hér hjá okkur reisugillið," sagði

Guðjón ennfremur.

Stofuna kalla þau Salon Ritz.

Hvers vegna? „Það er ekki vegna

þess að við séum á móti íslenzku

nafni heldur einnig vegna þess að

þetta nafn kom alltaf upp þegar við

vorum að velta nafninu fyrir okkur,"

sagði Guðjón Þór.          -ELA.

Alþjóðavaraforseti JC og hefitr Afríku sem

umráðasvæði:

Verður örugglega

ógleymanleg

og spennandi ferð

— segir Andrés Sigurðsson sem heldur

til Afríku ífebrúar

„Ég hef gegnt öllum störfum hér

innanlands hjá JC og langaði til að

prófa eitthvað nýtt. Það hefur

kannski verið ákveðinn metnaður og

ákveðinn áhugi á að láta gott af sér

leiða sem réð því að ég gaf kost á

mér," sagði Andrés B. Sigurðsson

sem nýlega var kosinn einn af

alþjóðavaraforsetum JC. Andrés er

annar Íslendingurinn sem gegnir því

mikilvæga starfi en hinn var Ólafur

Stephensen auglýsingaframleiðandi.

„Það er einn alheimsforseti,"

sagði Andrés ennfremur, „síðan

koma fimm framkvæmdvaraforsetar

og síðan sextán varaforsetar. Hver

varaforseti hefur u.þ.b. átta lönd til

að fylgjast með, fyrst og fremst sem

fulltrúi JC. Á hann að heimsækja

löndin a.m.k. tvisvar á ári og skiptast

á skoðunum og upplýsingum auk

þess sem hann er nokkurs konar

ráðgjafi. Mitt umráðasvæði er Mið-

og Suður-Afríka og kom það mér

nokkuð á óvart að fá þau lönd,"

sagði Andrés.

í byrjun janúar fer hann til Banda-

rikjanna þar sem hann mun sitja

ráðstefnu JC-stjórnarinnar og strax í

febrúar heldur hann til Afríku. „Jú,

þetta eru frekar erfið lönd sem ég

lenti á en mér finnst þau mjóg spenn-

andi. Það má kannski segja að ég

hafi átt von á að fá önnur lönd. Ég er

þegar farinn að undirbúa þessa erfiðu

ferð, er t.d. með langan lista yfir lyf

og það er ýmislegt sem maður þarf að

passa sig á þegar út er komið.

Jú, ég hef einu sinni áður komið til

Afríku. Ég fór til Jóhannesarborgar,

Kenya og Nairobi árið 1977 á vegum

JC en þessi ferð mín núna verður allt

annars eðlis," sagði Andrés.

Hann hefur starfað innan JC-

hreyfingarinnar i átta ár. Starfið sem

varaforseti er sjálfboðavinna en al-

heimsstjórnin tekur þátt i að borga

ferðir og uppihald. „Þetta verða

sjálfsagt heilmikil útgjöld fyrir mig

að fara þetta," sagði Andrés, ,,en á

móti örugglega ógleymanleg ævin-

týraferð," sagði hann.       -ELA.

Andrés Sigurðsson starfar á skrifstofunni hjá Vörumarkaðnum auk þess

sem hann starfar með JC hreyfingunni.

DB-mynd Kristján Orn.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40