Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga breidd


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						DAGBLADID& VÍSIR. FIMMTUDAGUR26. NÓVEMBER 1981.

39

Sjónvarp

Veðrið

ABOKKUM

RÍNAR

—útvarpíkvöld

kl. 22,35:

„Þetta eru fimm tæplega hálftíma

þættir sem ég flyt að þessu sinni, viku-

lega. Og ég hygg að bókasafnsfræðing-

ar myndu fella þá undir ferðaþætti

innan um frásagnir manna sem fara á

barnakennara þing í Noregi eða í kór-

söngsierðalög til Írlands en mikið er til

af svoleiðis litteratúr, en það er svo til

eini allsgáði ferðamátinn sem til er í

þessu landi nú orðið," sagði Jónas

Guðmundsson stýrimaður, myndlistar-

m'aður, blaðamaður og rithöfundur

með meiru þegar hann var spurður um

útvarpsþættina Á bökkum Rínar.

Fyrsti þátturinn með því nafni verður

fluttur í kvöld eftir tíufréttirnar.

„Þetta eru annars ömurlegir þættir

sem þó hanga annað slagið uppi á ein-

hverjum lýrískum snögum og hið mikla

fljót, Rín, er í bakgrunni, eða á öllu

heldur að vera það. Kannski má segja

eins og Kjarval sagði þegar einn af

snillingunum ritaði um hann bók:

,,Merkilegt að honum skyldi takast að

nefna nafnið mitt tvisvar eða þrisvar."

Annars nær þessi ferðasaga frá

Amsterdam í Hollandi til Bellizona í

Sviss en borgin liggur við Targa vatnið

og þar eru aðstæður svo haganlegar að

maður býr í Sviss en borðar á ftalíu sem

er nánast þaö sama og að borða á

Hótel Vík en stanga úr tönnunum á

Hótel Borg en það gjörðu ýmsir merkir

Íslendingar á kreppuárunum.

Það er annars hálfeinkennilegt bland

i þessari ferð. Ferðalagið byrjar nefni-

lega á sjávarbotni eða það hefst fyrir

neðan sjávarmál á Schiphol flugvelli

við Amsterdam sem er tvo metra undir

sjávarmáli en þar var áður dálítið inn-

ÞAR ER SAGAN EKKI

SETT í LÍKHÚSIÐ

haf sem flugvöllurinn er núna. Harlem

vatnið nefndu menn þann stað og þar

voru meira að segja haldnar merkilegar

sjóorrustur í eina tíð. Vilhjálmur þögli,

prins af Orange sem Frakkar gerðu að

landstjóra í Niðurlöndum barðist þar

við sænska flotann en hann viWi sam-

eina Niðurlönd og hefur það sjálfsagt

ekki gengið hávaðalaust fyrir sig hjá

þessum annars þögla manni því hundr-

uð skipsfiaka komu í ljós með hvítum

beinagrindum þegar byrjað var að dæla

vatninu yfir akra og til sjávar um miðja

síðustu öld. Nú ferðin hefst sumsé á

hafsbotni og hún endar í ölpunum í

nánd við upptök Rínar.

Við erum á ferð með fjögur börn á

aldrinum frá 6 mánaða til 9 ára með til-

heyrandi bleyjuþvotti, barnavagna- og

kerruakstri og mestan part var gist á

tjaldstæðum sem eru yndislegir staðir

fyrir börn og fullorðna þótt þau séu

talin fátækra bæli á íslandi.

Segja má að ferðazt sé frá einu

þvottahúsinu til annars fremur en milli

frægra borga og undir þungum niði

Rínar grátum við okkur í svefn hverja

nótt.

Inn í þetta blandast svo ýmsar minn-

ingar frá fyrri dögum því maður hugsar

mikið á 5 þúsund kílómetra leið sem

liggur yfir þögla vígvelli, múra, yfir

akra og svarta mold.

Það er munurinn á íslenzkri sögu og

evrópskri að hún er yfirleitt grafin upp

með teskeiðum og flutt í likhús hjá

Þjóðminjasafninu. Á meginlandinu

stendurðu hins vegar andspænis sög-

unni hvern dag, ekur á eftir herbílum

og skriðdrekum eða horfist í augu við

þjáninguna í aldagömlum kirkjum,

turnum og múrum, sem með einkenni-

legum hætti hafalifaðþaðaf að menn

fundu upp deiliskipulagið og púðrið,"

sagði Jónas Guðmundsson.

-ÐS.

TIMAMOT-útvarpí dagkl. 15,10:

HEIMUR HÁSKÓLA-

KONUNNAR TEKUR

STAKKASKIPTUM

—saga ef tir Simone de Beauvoir

„Þessi saga fjallar um konu sem

komin er yfir sextugt. Eins og nafnið

bendir til verða nokkur tímamót i lífi

hennar," sagði Jórunn Tómasdóttir

um sögunaTímamót sem hún byrjaði

að lesa í útvarpinu í gær sem miðdeg-

issögu. Annar lestur er í dag. Sagan

er eftir Simone de Beauvoir og er

Jórunn þýðandi.

Sagan Timamót er eiginlega löng

smásaga sem birtist í bókinni La

femme rontue ásamt tveim sögum

öðrum fyrir nokkuð mörgum árum.

„Konan sem sagt er frá hefur eytt

ævi sinni í að kenna. Fyrst við

menntaskóla og síðan við Sorbonne

haskóla. Einnig hefur hún skrifað

greinar um þá gömlu frönsku heim-

spekinga, Rousseau og Montesque.

Um það leyti sem sagan hefst hefur

hún skrifað bók sem fær afskaplega

slæma dóma. Hún er einnig að slitna

úr tengslum við son sinn. Hann giftist

stúlku sem er móðurinni ekki að

skapi og hættir háskólanámi sem hún

hafði lagt allt í sölurnar til að hann

gæti stundað.

Aldurinn er einnig tekinn að færast

yfir og verður konan að gera líf sitt

upp," sagði Jórunn.

Höfundur sögunnar, Simone de

Beauvoir, er einn af mest metnu

frönsku rithöfundum þessarar kyn-

Simone de Beauvoir er komin á efri

ár. 1 líin er að skrifa um þessar mund-

ir ýmislegt um samlif sitt og Jean-

I'mil Sartre.

slóðar. Hún er nú komin á áttræðis-

aldur og skrifar enn. Núna er hún

að skrifa ýmislegt um Jean-Paul

Sartre, sem ekki var síður frægur rit-

höfundur, en þau áttu í frægu ástar-

sambandi í áratugi. Aldrei bjuggu

þau þó saman nema á ferðalögum en

voru Iikamlegir og andlegir félagar.

Á þeim tímum sem sambandið hófst

vakti það mikla athygli og leikur

fólki enn hugur á að vita allt um þetta

sérstæða samband.

-DS.

Jónas Guðmundsson og kona hans Jónina Jónsdóttir með eitt af börnum sínum

fjórum sem i ferdina fóru. Barnio er reyndar orðið ögn stærra núna en þegar myndin

vartckin.

NÝTT!

Kaffivagninum

kvöld

í kvö»«

og

lcvöW

ii#ÉÍtl§

#.# 'Á

KAFFIVAGNINN

VIÐ GRANDAGARÐ - SÍMI 15932

Veðurspá

dagsins

Búisi er við stormi á suðvestur-

miðum, suðausturmiðum og

Færeyjadiúpi, suðausturdjúpi og

suðurdjúpi. Skammt suðvestur af

Vestmannaeyjum er 978 mb. lægð á

hægri hreyfingu austur. Hiti verður

víðast um frostmark á láglendi.

Suðurland og Faxaflói: Stytt upp

með norðaustan stinningskalda eða

allhvössum vindi.

Breiðafjörður: Austan og síðan

norðaustan stinningskaldi eða

allhvasst. Skýjað og sumstaðar él í

nótt.

Vestfirðir: Austan og norðaustan

stinningskaldi eða allhvasst. Víða

bjart veður til landsins fram eftir

degi en síðan él, einkum

norðanlands.

Strandir, Norðvesturland og

Norðurland   eystra:     Austan

stinningskaldi á miðum en hægara

til landsins og él austan til i dag.

Norðaustan stinningskaldi eða

allhvasst og kalt og él eða snjókoma

i nótt.

Austurland   að   Gleltingi:

Suðaustan   og   síðan   austan

stinningskaldi    eða    allhvasst.

Snjókoma.

Austfirðir:  Austan stinningskaldi

eða allhvasst. Snjókoma.

Suðausturland:  Austan hvassviðri

og sumstaðar stormur á miðum og

slydda. Víðast rigning.

Veðríð

hér og þar

Akureyri  snjóél   -3,     Bergen

léttskýjað 0, Helsinki snjókoma -3,

Kaupmannahöfn léttskýjað 2, Osló

léttskýjað -4, Reykjavík skýjað 2,

Stokkhólmur skýjað -3, Þórshöfn

snjókoma2.

Kl. 6í gær:

Aþena skýjað 6,  Berlín snjóél,

Chicago  mistur  3,     Feneyjar

þokumóða 7, Frankfurt hálfskýjað

7, Nuuk léttskýjað -7, London

skýjað 3, Las Palmas skýjað 21,

Mallorka hálfskýjað, Montreal

alskýjað -4, New York heiðskírt 4,

París skýjað 2, Róm þokumóða 11,

Malaga mistur 16, Vín heiðskírt 3,

Winnipeg alskýjað -1.

Bella

WÍK		

	r	

wXSÍL	r A>fc\	

	BL r~'^	

wkáá   \i   í \    1   Js		

ÁJI		

Hvar let ég bil Athugaðu undii um.	inift? billyklun-	

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40