Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1981, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1981, Blaðsíða 32
32 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MÁNUDAGUR 7. DESEMBER 1^81. Menning Menning Menning Menning FORMRÆNIR MOGULEIKAR Undanfarið hefur staðið yfir sýn- ing að Kjarvalsstöðum á málverkum eftir Margréti Reykdal, en þetta er þriðja einkasýning hennar. Aðgefa ískyn Þegar litið er yfir sýningu Margrét- ar er Ijóst að landslagið hér er ekki í eiginlegum skilningi. Hér er fremur um að ræða myndsýn sem gefur í skyn (ákveðnar sögur eða tilfinning- ar), en lýsir ekki fyrirmyndinni ná- kvæmlega. Myndverkin sem virðast standa milli draums og veruleika eru gerð með malerískri pensilskrift, og í lifandi hreinum litum, þar sem allt er gert til að forðast nákvæma útlist- un á fyrirbærinu, sem fær óskil- greindan blæ, sem áhorfandinn er frjáls um að túlka. í hvernig rými? En aðalspumingin hjá listakon- unni virðist þó vera formræn, — eða i hvernig rými á að tjá þessar draum- sýnir? Við tökum eftir þvi að lista- konan leitar fyrir sér og við kynn- umst hér á sýningunni nokkrum möguleikum á myndbyggingu. Fyrst er það heföbundið landslag, þar sem miöjufjarvídd elur af sér þá sjónblekkingu sem er vel þekkt í hinu natúraliska málverki. I öðru Iagi brýtur listakonan upp miðjufjarvíddina með því að setja vel afmarkaðar smámyndir inn á flötinn, (mynd nr. 10). Myndin fær skemmti- lega tvöfeldni, þar sem óhorfandinn skynjar í senn: litlu flatarmyndirnar og hefðbundið landslag. Þessi mynd- bygging nær vel að tjá hina ólíku tíma á myndfletinum. Hér er um að ræða sterka frásögn: fólkið, landslagið og mismunandi tímar (litlu myndirnar) eru vel að- greindir þannig að áhorfandinn, sem þrátt fyrir allt hefur frjálsa túlkunar- möguleika, stendur frammi fyrir ákveðnu sögulegu ferli; í þriðja myndbyggingarmöguleik- anum er persóna sett inn í „loft- „Hafið” ’81. „Áhorfandanum er tjáð- ur samruni forma sem er frjálst að túlka.” Ljósmyndin GBK. kennda fjarvídd” (perspectif atmos- pherique) án þess að henni sé gefið jarðsamband. Formið virðist fljóta inn í rýminu, en er þó tengt grunnin- um og umhverfinu með sjálfri pensil- skriftinni. Formið er þannig rissað inn í umhverfið. Hér er ekki um að ræða hið sögulega ferli sem við tók- um eftir í myndum eins og „Myndir” Myndlist Gunnar B. Kvaran nr. 10, heldur er áhorfandanum tjáð viss samruni forma (sjór, land figura), sem honum er frjálst að upp- lifa og túlka á sinn persónulega hátt. „Opin kerfi" Allar formrannsóknir listakonunn- ar virðast beinast að því að miðla óraunsærri frásögn. Draumar, minn- ing og óskilgreindar verur, staldra við á myndfletinum, blandast og gefa okkur upplýsingar um persónulega listsýn listakonunnar. Hér getum við vart talaö um neitt heimspekilegt eða frumspekilegt (metaphysique) Nýjar bækur Þrautgóðir á raunastund 13. bindi Bókaútgáfan örn og örlygur hf. hefur sent frá sér 13. bindi bókaflokks- ins Þrautgóðir á raunastund eftir Steinar J. Lúðviksson, en bókaflokkur þessi hefur að geyma björgunar- og sjó- slysasögu íslands. Fjallar 13. bindið um atburði áranna 1900—1902 að báðum árum meðtöldum, en auk þess eru í bókinni viðbætur við fyrri bindi bókaflokksins. Með bók þessari hefur sagan verið rekin frá aldamótum fram til ársins 1958, en fram kemur í formála bókarinnar að ætfun útgáfunnar sé að taka síðan til við söguna frá 1958 og rekja hana fram undir nútímann. í bókinni er sagt frá ýmsum stórvið- burðum er urðu á fyrstu árum aldar- innar. Þannig er t.d. ýtarleg frásögn af hörmulegu sjóslysi er varð við Vest- mannaeyjar á uppstigningardag árið 1901; en þá drukknuðu 27 manns þar í höfninni er bát hvolfdi, og komst aðeins einn maður lífs af. Þá segir einnig frá öðru slysi er aðeins einn komst af, en það var er togarinn Cleo- patra strandaði við Loftstaði í árs- byrjun 1901, sagt er frá mannskaða- veðrinu mikla 20. september árið 1900 og ýtarleg frásögn er af undarlegum ör- lögum togaraskipstjórans Nilssons, þess er varð þremur mönnum að bana á Dýrafirði laust fyrir aldamót. Þrautgóðir á raunastund er sett, filmuunnin og prentuð hjá Prentstofu G. Benediktssonar, en bundin hjá Arn- arfelli hf. Káputeikning er eftir Pétur Halldórsson. INNANDYRA • A HVERFISG0TU 6 I FJ0GUR AR 0G FJ0RA DAGA ^ etta er fyrsta bók höfundarins. Hún er ný- Gamansemi Vilhjálms gægist víða fram. Og árleg, því enginn íslenskur ráðherra hefir oft er seilst eftir svipmyndum utan dyra þótt )ur sett saman bók um ráðuneytið sitt. Hverfisgata 6 sé þungamiðja bókarinnar. ilhjálmur kemur víða við og ræðir m.a. Frásögnin er opinská en laus við alla beiskju. öðuveitingar, írafár á Alþingi, námsmanna- 180 myndir eru í bókinni. ssa og kalda stríðið um peningana. Verð kr. 320.00 ÞJOÐSAGA ÞINGHOLTSSTRÆTI 27 — SIMI 13510 Troðfull búð af glæsilegum töskum Töskur og hanskar eru góð jólagjöf Fyrir herra: Ferðatöskur skjalatöskur hanskar, belti og regnhlífar í glæsilegu úrvali Sendum í póstkrofu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.