TÝmarit.is
Search | Titles | Articles | About | FAQ |
login | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagbla­i­ VÝsir - DV

and  
M T W T F S S
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Open in new window:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Vertical fit


Your browser does not support PDF files
Click here to view the page as JPG
Dagbla­i­ VÝsir - DV

						DAGBLAÐIÐ&VÍSIR.MÁNUDAGUR4.JANÚAR1982.
19
íþróttir
íþróttir
íþróttir
íþróttir
Alan Young er
Dýrlingur í
Leicester
— eftir að Leicester hafði lagt Southampton að
velli 3:1 á Filbert Street — Manchester United
og Nottingham Forestfengu skelli
Skotinn Aiun Young er si maður er
allir i Leicester töluðu um á laugardag-
inn. Hann var hetja Leicester, sem
vann óvæntan sigur (3:1) yfir Dýrl-
ingunum frá Southampton — átti stór-
góðan leik og skoraði tvö mörk. Kevin
Keegan, sem hefur skorað 18 mörk á
keppnistímabilinu fyrir Southampton,
varð að yfirgefa Filbert Street - meidd-
ist á ökkla.
Leikmenn Leicester mættu ákveðnir til
leiks og eftir 19. mín. mátti Júgóslav-
inn Ivan Katalinic, markvörður
Southampton, hirða knöttinn úr netinu
hjá sér.Katalínic misreiknaði fyrirgjöf
fyrir mark Southampton, þannig að
Andy Peake náði að skalla knöttinn til
Young, sem sendi knöttinn i netið —
1:0.
Andy Peake var síðan aftur á ferð-
inni á 26. mín. — þá átti hann góða
krosssendingu fyrir mark Southampton
þar sem Alan Young var á réttum stað
og skallaði hann knöttinn i netið - 2:0.
Kevin Keegan náði að minnka mun-
inn rétt fyrir leikhlé með góðu marki,
eftir fyrirgjöf frá Mike Channon.
Þegar 10 min. voru til leiksloka var-
Alan Yong tekinn út af-var orðinn yfir
sig þreyttur og inn kom annar Skoti—
Jim Melrose, sem ekki var búinn að
vera inn á nema þrjár mín., þegar hann
lagði upp þriðja mark Leicester. Hann
Enska bikar-
keppnin...
Úrslit urðu þessi í 3. umferð ensku
bikarkeppninnar á laugardaginn:
Bamet-Brighton	0—0
Birmingham-Ipswich	2—3
Bolton-Derby	3—1
Bournemouth-Oxford	0—2
Coventry-Sheff. Wed.	3—1
Doncaster-Cambridge	2—1
Enfield-C. Palace	2—3
Leicester-Southampton	3—1
Luton-Swindon	2—1
Man.Cit'y-Cardiff	3—1
Nott. For.Wrexham	1—3
Orient-Charlton	1—0
QPR-Middlesb.	1—1
Rotherham-Sunderland	1—1
Stoke-Norwich	0—1
Swansea-Liverpool	0—4
Tottenham-Arsenal	1—0
Watford-Man.Utd.	1—0
WBA-Blackburn	3—2
West Ham-Everton	2—1
Wolves-Leeds	1—3
Þremur leikjum var frestað vegna
veðurs. Millwall-Grimsby, Notts C-
Aston Villa og Newcastle-Colchester.
Aðrir leikir, sem eftlr er að leika i 3.
umferð éru: Carlisle eða Bishop Auck-
Iimil - Huddersfield, Blackpool-Barns-
ley, Scunthorpe-Hereford, Petersbor-
ough - Bristol City, Shrewsbury - Port
Vale, Altrincham - Bury eða Burniey
og Gillingham - Oldham.
átti snjalla sendingu fram á Gary
Lineker, sem náði að rifa sig lausan frá
Alan Ball og skora 3:1 við mikinn fögn-
uð áhorfenda.
Unitedfókkskell
Það var einnig mikill fögnuður hjá
áhorfendum Vicarage Road í London,
þar sem „gulldrengirnir" hjá Watford
náðu að leggja Manchester United að
velli -1:0. Eftir að dómarinn var búinn
að flauta leikinn af, dönsuðu leikmenn
Watford og fjölmargir áhorfendur -
stríðsdans á vellinum. Leikmenn Unit-
ed gengu vonsviknir af velli —
minnugir þess, að það var einmitt Wat-
ford sem sló þá út út bikarkeppninni
fyrir þremur árum.
Leikmenn Watford lögðu allt 1 söl-
urnar til að vinna sigur og þeir léku vel
ogvörn þeirravar mjög öflug. Það var
22 ára Hollendingur — Jan Lowmann
sem skoraði sigurmark Watford á 44.
mín.úr þvögu eftir hornspyrnu. Þetta
var fjóiði leikur hans með Watford.
Palace íerfiðleikum
Leikmenn Crystal Palace áttu í
miklum erfiðleikum með utandeildar-
liðið Enfield. Palace byrjaði vel—
iDavid Price og Vince Hilaire voru bún-
ir að skora (2:0) eftir 23 mín. Þá náði
Nikky Ironton að minnka muninn en
Vince Hilaire skoraði síðan 3:1 fyrir
Palace á 72. mín. Aðeins 60 sek. síðar
var Ste've Oliver búinn að skora fyrir
Enfield og eftir það sóttu líkmenn
utandeildarliðsins stíft aö marki
Palace. Leikmenn Palace urðu mjög
glaðir, þegar þeir heyrðu dómarann
flauta leikinn af.
Brighton átti einnig í miklum erfið-
leikum með utandeildarliðið Barnet
frá N-London. 4 þús. ahorfendur
mesti áhorfendafjöldinn hjá Barnet i 15
ár, sáu leikmenn Barnet halda jöfnu
(0:0) gegn B'righton. Garry Philip,
markvörður Barnet, átti mjög góðan
leik.
Óskabyrjun dugöi
Forest ekki
Það voru ekki upplitsdjarfir leik-
menn Nottingham Forest sem yfírgáfu
leikvöll sinn, City Ground, eftir að
þeir höfðu tapað þar 1:3 fyrir
Wrexham. Forest fékk óskabyrjun -
þegar Mark Proctor skoraði eftir að-
eins 67 sek. Þettá mark dugði ekki—
leikmenn Wrexham gerðu út um leik-
inn á 11 mín. kafla í s. hálfleik, er þeir
skoruðu þrjú mörk. Það var Steve Fox
sem var hetja Wrexham — hann átti
snilldarleik og lagði upp jöfnunar-
markið, þegar Steve Downan skallaði
knöttinn i netið 1:1. Mick Vinter skor-
aði siðan glæsilegt mark, eftir auka-
spyrnu af 25 m færi og síðan gull-
tryggði Dixie McNeill sigurinn, eftir
sendingu frá Fox.
öruggt hjá Coventry
Leikmenn Coventry unnu góðan sig-
ur (3:1)1 yfir Sheffield Wednesday. Eft-
ir að Andy McCulloch hafði skorað
fyrir Wednesday, tóku leikmenn
Coventry leikinn í sínar hendur og
Steve Hunt skoraði 2 mörk fyrir leikhlé
og Mark Hateley gulltryggði síðan sig-
urinn
Ross Jack tryggði Norwich sigur
(1:0) yfir Stoke, með marki á 1 l.mln.
Keit Cassell og táningurinn Andy
Thomas skoruðu sigurmörk Oxford
(2:0) gegn Bournemouth. Ian Moores
fyrrum leikmaður Tottenham, skoraði
sigurmark Orient (1:0) gegn Charlton.
WBA vann góðan sigur yf-
ir Blackburn — 3:2. Þeir Steve Mac-
Kenzie, Andy King og Clive Whitehead
skoruðu fyrst (3:0) fyrir Albion en
Simon Garner tókst að minnka mun-
inn, með tveimur mörkum.
Englendingar
leika í Bilbao
Búið að raða níður í styrkleikaf lokka í
HM-keppninni á Spáni
Heimsmeistarakeppnin i knatt-
spyrnu fer fram á Spani i sumar og
nú hefur verið dregið i styrkleika-
• Alan Young leikmaðurinn gnjalli
hjá Leicester.
„Boro" óhappiö
Það var ekki langt frá að Middles-
brough næði að tryggja sér sigur yfir
QPR á Loftus Road i fyrsta skipti.
Bobby Thompson skoraði gott mark
fyrir Boro á 9. mín., skallaði knöttinn
þá fram hjá hinum unga markverði
QPR, Peter Huker. David Hearer átti
siðan þrumuskot, sem skall i stönginni
á marki Lundúnaliðsins. Það var
Simon Stainrod sem tryggði QPR jafn-
tefli 1:1. Þegar 19 mín. voru til leiks-
loka
Tony Towner skoraði mark Rother-
ham, en Gary Rowell jafnaði (1:1) fyrir
Sunderland á 80. min.
Alan Gowling Foster og Chris
Thompson skoruðu mörk Bolton (3:1)
gegn Derby, en Steve Powell skoraði
fyrir Derby.
Leikmenn Cambridge urðu fyrir þvi
óhappi að byrja að skora sjálfsmark
gegn Doncaster, en Alan Tylor, fyrr-
um leikmaður West Ham - náði siðan
að jafna metin - 1:1. Það var Alan
Warboys, sem skoraði siðan sigurmark
Doncaster-2:l.________________-SOS
Anderlecht
f ékk skell
Belgiumeistarar Anderlecht fengu
heldur betur skell i 16-liða úrslitum
belgísku bikarkeppninnar, þegar þeir
töpuðu 1:3 fyrir Waterschei á útivelli.
Pétur Pétursson kom inn á sem vara-
maður hjá Anderlecht — undir lok
leiksins.
Arnór Guðjohnsen og félagar hans
hjá Lokeren unnu öruggan sigur 3:0
yfir Molenbeek á útivelli og er það
mjög gott. Arnór tókst ekki að skora í
leiknum. Pólverjinn Lato skoraði 2
mörk og Ver Heyen bætti því þriðja
við.
Þau lið sem eru eftir í bikarkeppn-
inni og leika í 8-liða úrslitum, eru:
Lokeren, Waterschei, Tongtes, Patro
Eisden, Lierse, Waregem, Antverpen
og Beveren.                 -SOS.
flokka. Englendingar eru i fyrsta
styrkleikaflokki og leika þeir sina
leiki i Bilbao i undankeppninni.
Aðrar þjóðir  sem eru i fyrsta
styrkleikaflökki eru:
Spánri,   sem  leikur sína leiki  í
Valencia.
Brasilia, sem leikur sina leiki í
Sevilla.
Argentina, sem leikur sína leiki í
Alicante.
ftalia, sem leikur sfna leiki í Vigo.
V-Þýzkaiand, sem leikur leiki sína i
Gijon og Oviedo á N-Spáni.
Þessar þjóðir geta ekki dregizt
saman, en þær lenda í riöli með
þjóðum í öðrum, þriðja og fjórða
styrkleikaflokki.
Sovétríkin, Tékkóslóvakía, Ung-
verjaland, Pólland, Júgóslavía og
Austurríki eru í öðrum styrkleika-
flokki.
Frakkland, Belgía, Skotland, N-
írland, Chile og Perú eru í þriðja
styrkleikaflokki.
Cameroon,    El     Salvador,
Hondúras, Alsír, Kuwait og Kína eða
N-Sjáland eru í fjórða styrkleika-
flokki.
Ástæðan fyrir því að Englending-
ar voru settir í fyrsta styrkleikaflokk
er sú að Englendingar urðu HM-
meistarar 1%6, en í fyrsta styrkleika-
flokki eru fimm fyrrverandi HM-
meistarar asamt gestgjöfunum —
Spáni.
-sos.
Fiorentina
vann Inter
og heldur f orustunni á ítalíu
markið í leiknum. Hann kom inn sem
varamaður fyrir Marco Tardelli. Úr-
slit urðu annars þessi:
Efsta liðið i 1. deildinni itölsku í
knattspyrnunni, Fiorentína, byrjaði
áriö 1982 vel. Sigraði Inter Milanó
4—2 á heimavelli i gær. HM-leik-
muðurinn Daniel Bertoni skoraði eina
markið fyrir Fiorentina i fyrri hálf-
leiknum. Aldo Serena jafnaði á 47.
mín. en á 51. min. skoraði Bertoni
aftur. Nú úr vitaspyrnu. Francesco
Graziani kom Fiorentina i 3—1 og
spenna var mikii. Serena skoraði
aftur og minnkaði muninn i 3—2.
Það nægði ekki Milano-liðinu.
Eraldo Pecci skoraði fjórða mark
Fiorentina á 64. min.
Juventus komst í annað sætið með
sigri á Udinese, 1 —0. 18 ára strákur,
Giuseppe  Galderisi,  skoraði  eina
Ascoli-Torino
Bologna-Genúa
Catanzaro-Cesena
Como-Avellino
Fiorentina-Inter
Juventus-Udinese
AC Milano-Cagliari
Napoli-Roma
Staða efstu liða:
Fiorentina
Juventus
Roma
Inter
Napoli
13 8
13 8
12 6
13 5
13 4
0—0
1 — 1
3—0
0-1
4—2
1—0
1—0
1—0
18—10 19
17—6 18
17—10 16
16—12 16
13—8 15
-hsim.
Steve Fleet
til Eyjamanna
Englendingurinn Steve Fleet, sem
þjálfaði Skagamenn með góðum
árangri sl. keppnistimabil, verður
aftur hér i sviðsljósinu i sumar. Fleet
verður þjálfari Vestmannaeyjaliðs-
ins. Eyjamenn höfðu samband við
Fleet fyrir stuttu og um áramótin var
endanlega gengið frá þvi, að Fleet
kæmi til þeirra — og kemur hann til
landsins i byrjun marz.
Nú hafa öíl 1. deildarliðin í knatt-
spyrnu nema Vaiur og Keflavik ráðið
þjálfara fyrir næsta keppnistimabil.
Þess má geta að Keflvikingar höfðu
áhuga & að fá Fleet til sín.
-FÓ/-SOS.
tfr
Steve Fleet.
HRESSINGARLEIKFIMI
KVENNA OG KARLA
Kennsla hefst aftur fimmtudaginn 7. janúar 1982 í leikfimisal
Laugarnesskóla.
Fjölbreyttar æfingar — músík — slökun.
Get bætt við örfáum nemendum.
Upplýsingar í síma 33290.
Ástbjörg S. Gunnarsdóttir
íþróttakennari.
					
Hide thumbnails
Page 1
Page 1
Page 2
Page 2
Page 3
Page 3
Page 4
Page 4
Page 5
Page 5
Page 6
Page 6
Page 7
Page 7
Page 8
Page 8
Page 9
Page 9
Page 10
Page 10
Page 11
Page 11
Page 12
Page 12
Page 13
Page 13
Page 14
Page 14
Page 15
Page 15
16-17
16-17
Page 18
Page 18
Page 19
Page 19
Page 20
Page 20
Page 21
Page 21
Page 22
Page 22
Page 23
Page 23
Page 24
Page 24
Page 25
Page 25
Page 26
Page 26
Page 27
Page 27
Page 28
Page 28
Page 29
Page 29
Page 30
Page 30
Page 31
Page 31
Page 32
Page 32