Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1982, Blaðsíða 10
10
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1982.
Christine sleit því barnsskónum i
umsjón móður sem var að missa þann
ljóma fræðgarinnar sem hún nærðist
á. En Joan Crawford átti eftir að
„koma aftur” en þá oftlega í hlut-
verkum sem greinilega hefðu verið
betri í höndum yngri leikkonu. Þegar
Christine gerðist sjálf leikkona, þjáðist
Crawford af afbrýðissemi út í dóttur
sína og gerði hvað hún gat til að
krækja rullum frá henni, þrátt fyrir
aldursmuninn. Eitt sinn lék Christine i
framhaldsþætti í sjónvarpi en varð að
taka sér hlé vegna veikinda. Crawford
linnti ekki látunum fyrr en hún fékk að
ganga i hlutverk Christine í þáttunum
og lék þá ástarsenur á móti karli, sem
var 30árumyngri.
Síðasta orðið
Kvikmyndin „Elsku mamma” lýsir
þessu sambandi móður og dóttur. Sam-
bandinu lauk með dauða Crawford —
eða um það bil! í erfðaskrá leikkon-
unnar var tekið fram að fósturbörnin
fengju ekki eyri, „vegna ástæðna, sem
þau þekkja bezt sjálf”, lét Crawford
skrifa. Það voru hennar síðustu orð.
,,Hún varð alltaf að hafa síðasta
orðið” segir Christine nú. Og þó, e.t.v.
liggur þarna ástæðan fyrir því að
Christine ákvaðað skrifa bókina.
Fay Dunaway leikur Joan Crawford
og þykir með ólíkindum hversu vel
hefur tekizt að breyta Dunaway í Craw-
ford. Meðfylgjandi ljósmyndir tala þar
skýrustu máli.
Kvikmyndin „Elsku mamma” lýsir
sambandi Joan Crawford við börn sfn. Fay
Dunaway tekur á sig gervi stórstjörnunnar
heldur einnig börn og þjónustufólk.
Hún átti það til að hvítskúra eldhús-
gólfið til að sýna hvernig það ætti að
vera gert. Hún var í eilífu kapphlaupi,
alltaf að keppa við þá sem í kring um
hana voru. Jafnvel börnin. Þegar hún
synti með þeim varð hún að komast
lengst á stytzta timanum. Þegar
Christine sagði þetta vera óréttlátt því
að hún væri minni en mamman, sagði
mamma bara: ,,Og hver segir að
veröldin sé réttlát?”
Einu sinni fann hún herðatré á milli
stafs og hurðar í barnaherberginu og
lamdi þá Christine með því í refsingar-
skyni. Hún setti börnunum mjög
strangar reglur um mataræði og ef þau
ekki borðuðu það sem var á boðstólum
fengu þau ekkert annað, jafnvel dögum
saman.
Christine var, eða átti að vera, prins-
essa. Hún var klædd eftir smekk
móður sinnar og sat fyrir á ótal Ijós-
myndum hvern einasta afmælisdag,
umkringd glæsilegustu gjöfum sem
nokkurt barn gat hugsað sér. Að
afmælisveizlunni lokinni, lét mamma
hana gefa allar gjafirnar til munaðar-
lausra. Mamma hennar lét hana líka
hætta í skóla fyrir að hafa látið strák
kyssa sig og sendi hana í klausturskóla.
Uppbót ef ri áranna
Joan Crawford tók Christine i
fóstur um það leyti sem halla fór undan
fæti á framabrautinni. Crawford hafði
þá sjö sinnum orðið þunguð án þess að
geta fætt lifandi barn, en fósturleiðing-
in var þó ekki aðeins til að fullnægja
löngun eftir barni, heldur jafnframt
auglýsing fyrir fallandi stjörnu.
Stór augu, þykkar augabrúnir, stór munnur og axlapúóar
voru einkennismerki stjörnunnar.
Crawford á andlrtínu.
Kona með andlitsmaska hleypur inn í
haðherbergið sitt og fer að þvo sér í
framan. Til þess notar hún harðan
bursta, sápu og rjúkandi heitt vatn.
Þegar maskinn er horfinn, rekur konan
andlitið ofan í skál með isköldu vatni.
Þá er hún búin að búa sig undir daginn.
Skömmu seinna er hún sezt upp í svarta
drossíu og á meðan bilstjórinn ekur
Joan
Crawford
henni til stúdíóanna, blaðar hún í
handriti og skrifar nafnið silt á ijós-
myndir af sjálfri sér. Joan Crawford.
Joan Crawford tv. og Fay Dunaway th.
Þannig hefst kvikmyndin. Fay Duna-
way leikur Crawford. Myndin er gerð
eftir bókinni „Elsku mamma”
(Mummie Dearest) sem fósturdóttir
hinnar látnu stórstjörnu reit. Bókinni
var lýst af gagnrýnanda Los Angeles
Times sem „hrollvekjandi lýsingu á
sambandi móður og dóttur”.
Christine ásamt stjúpu sinni.
Joan Crawford virðist hafa verið
haldin þeirri kvöð að allt þyrfti að vera
fullkomið; ekki aðeins líkami hennar
og andlit, eiginmenn hennar og leikur,