Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						20
DAGBLAÐ1Ð& VlSIR. FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 1982.
Hvað er á seyði um helgina
Hvað er á seyði um helgina
Málverkasýning helgarinnar:
Rómantískar fugla- og landslagsmyndir
eftír Hornfirðinginn Höskuld Björnsson
Laugardaginn 17. apríl nk. kl.
14.00 verður opnuð sýning á Kjar-
valsstöðum á verkum Höskulds
Björnssonar, þcirra er enn eru í eigu
fjölskyldu hans.
í ár verða 75 ár liðin frá fæðingu
Höskulds Björnssonar og af því
tilefni er efnt til þessarar sýningar.
Höskuldur Björnsson var fæddur
26. júlí 1907 að Dilksnesi í Horna-
firði og lézt 2. nóvember 1963.
Höskuldur lærði teikningu hjá
Rikharði Jónssyni myndhöggvara
veturinn 1925—26. Hann naut einnig
tilsagnar Jóns Stefánssonar list-
málara 1928—31.
Lengst af dvaldist Höskuldur i
Austur-Skaftafellssýslu   þangað   til
hann fluttist búferlum til Hvera-
gerðis, þar sem ekkja hans,
Hallfríður Pásdóttir, býr enn. Eftir
lát eiginmanns síns, breytti hún
vinnustofu hans í notalega
kaffistofu, Blaskóga, þar sem gestir
geta virt fyrir sér handbragö lista-
mannsins. Þar getur að líta það sem
helzt einkenndi Höskuld Björnsson.
Rómantiskar fugla- og landslags-
myndir auk mynda af gömlum
byggingum, svo nokkuð sé nefnt.
Auk verkanna á vinnustofunni
verður fjöldi annarra, sem ekki hafa
veriðsýndáður.
Alls verða um 150 myndir á
sýningunni. Hún verður opin til 9.
mai, alla daga frá kl. 14—22.
Samkomur
Samkoma í
Norrœna húsinu
Norræna félagiö i Rcykjavik efnir til samkomu i
Norræna húsinu taugardaginn 17. april '82 kl.
20.30. Þar munu Unnur Guöjónsdóttir og Þór
Bengtson kynna Sviþjóð og sænska menningu með
frásögnum, tónlist og myndum.
Þau eru búsett i Stokkhólmi og hafa kynnt fsland ,
víösvegar um Svíþjóð á hliðstæðum samkomum. Nú
eru þau hér á landi í boði Norræna hússins og
Norræna félagsins og hafa kynnt Svíþjóö víða um
land. Samkoman í Norræna húsínu á laugardag 17.
april verður siðasta samkoman í Reykjavík, sem þau
koma fram á. Öllum er heimill ókeypis aðgangur.
Tilkynningar
Frá fólagi einstæðra foreidra
Hvaö gerist við skilnað? F.E.F. heldur almennan
fund um barnalog að Hötei Heklu þríðjudaginn 20.
april kl. 20.30. Ólöf Pétursdóttir, fulltrúi í dóms-
málaráðuneytinu kynnir barnalögin. Sálfræðingarn-
ir Guðfínna Eydal og Álfheiður Steindórsdóttír tala
um foreldraraðgjðf. Ásdís Rafnar lögfræðingur
F.E.F. svarar fyrirspurnum. Fundurínn er öllum
opinn og áhugafólkkum málefni barna og foreldra
serstaklega bent aö mæla. Stjórnin.
Félag sálfræðinema
viöHáskólaíslands
efnir til málþings, laugardaginn 24. apríl kl. 13.30 i
Felagsstofnun stúdenta.
Umræöuefni þingsins veröur: Hvernig verður
mannshugurinn rannsakaður? Fyrirlesarar verða:
Anna Valdemarsdóttir sálfræöingur, Jörgen Pind
sálfræðingur, Páll Skúlason prófessor i heimspeki.
AÖ loknum fyrirlestrum verða fyrirspurnir og
frjátsar umræður.
Áhugafólk er eindregið hvatt til að mæta.
Frá Iðnf ræðinga-
f élagi fslands
Nýlega var haldinn á Hótel Loftleiðum aðalfundur
Iðnfræöingafélags íslands og var hann vel sóttur.
Þar kom fram að mikil gróska var í starfsemi
félagsins á siðasta starfsári. Þau mái sem hæsl báru
voru lögvcrndunarmálið svonefnda og stofnun
kjaradeildar.
Síðan félagið var stofnað fyrir 2 árum hefur verið
unnið að því aö fá starfsheitið Íðnfræöingur, lög-
verndað. Frumvarp til laga um þetta efni liggur nú
fyrir alþíngi og verður væntanlega afgreitt sem lög
fyrir þinglok.
Kjaradeild félagsins var stofnuð í júní tl. og cr
starfssvið hennar að vinna að kjaramálum iðn-
fræðinga.
Fjárhagsafkoma félagsins var sæmileg og ieigir
félagið nú skrífstofuhúsnæði að Borgartúni 29.
Stjórn félagsins skipa nú. Sígurður örn Gislason
formaöur, Magnús Björnsson, Bcnedikt Egilsson,
jGarðar Sigurðsson og Gunnar HÓIm Hjálniarsson.
Verkfræðingafólag
(slands
Öt er komið Verkfræöingatal 1981. í því eru 962
æviskrár íslenzkra verkfræðinga og annarra félags-
manna Vcrkfræðingafélags íslands, auk ritgerðar
um menntun isienzkra verkfræðinga cftir Svein-
björn Björnsson og skráa yfír mannanöfn, fyrírtæki
ogstofnanir.
( Einnig fylgir upplýsingarit um Verkfræðingafélag
íslands. Þar er getið þess helzta sem félagið varðar.
Verkfræðingafélag Islands verður 70 ára 19. april
1982. Afmælishátíðin verður haldin i Súlnasal Hötcl
Sðgu 21. maí 1982 og á eftir verður haldinn á Húsa-
vik fundur norrænu Verkfræðingafelaganna um
sameiginleg áhugamál verkfræöinga á Norður-
löndum.
Laugarneskirkja
Opiö hús fyrir aldraða á morgun, föstudag, klukkan
14.30. Torfi Ólafsson sýnir li.tskyggnur um Hf og
starf móður Theresu. Kafí'iveitingar.
Frá Norræna
fólaginu
Svíþjóðarkynnlng.
Scnn líður að lokum ferðar Unnar Guðjónsdóttur og
Þórs Bengtssonar um landið til kynningar á Svíþjóö.
Siðustu samkomurnar veröa sem hér segir: Á
Selfossi mánudagskvöld 19. apríi. Á Hvolsvelli
þriðjudagskvöid 20. apríl og í Hveragerði miðviku-
dagskvöld21.april.
Eru kynningarnar á vegum Norrænu félaganna á
viðkomandi stöðum. Einnig munu þau koma fram í
skólum á þessum stöðum.
Til viðskiptavina
Hafskips hf.
Viö vekjum hér með athygli yöar á nýrri áætlunar-
höfn Hafskips hf.
Hafskíp hf. hefur hafíð reglulegar áætlunarsigl-
ingar tii Álaborgar, Danmörku og verðum við þar á
tveggja vikna fresti, með línuskip okkar sem sigla á
Skandinaviu.
Meö þessari nýju áætlunarhöfn, vonumst við til
Tónleikar helgarínnar—Lækjartorgl:
Ego kynnir ef ni nýju plötunnar
Hljómsveitin EGO hefur vakið á sér mikla athygli undanfarið, ekki slzt eftir útkomu hljómplótu þeirra félaga fyrir
skómmu. Platan nefhist Breyttir tímar og munu þeir félagar með Bubba Morthens í fararbroddi kynna aódúendum stn-
um efhi hennar á hljómleikum, sem þeir efha til á Lœkjartorgi á morgun kl. 14.00.
að ná betri hagkvæmni fyrir viðskiptamcnn Haf-
skips hf. i flulningi vöru frá Danmörku.
Umboðsmaður Hafskips hf. í Álaborg er: E.A.
Bendix og Co., Slotsgade 35, 9100 Aalborg. Sinii:
08-138300. Teiex: 69643.
Varfiandi frekari upplýsingar, vinsamlegast hafið
samband vifi Markaðsdeild Hafskip hf.
.. .:   •ÍSJgR
Fram-skftamót
Innanfélagsmót verður haldið nk. laugardag 17.
april. Keppt verður i öllum ilokkum. Skráning fcr
fram við sklfiaskálann I Eldborgargili i Bláfjollum
sama dag til kl. 12.30. Keppni hefst kl. 13.00. Rás-
númer keppenda gildir sem happdrættismiði. Veg-
legur vinningur fr4 verzl. Sportval. NÆOUR
SNJÓR.
Fundir
Fundaskrá
AA-samtakanna á
íslandi
Föstudagur
REYKJAVÍK
Tjarnargata 5 (91-12010). Græna húsið kl. 14.00
Tjarnargata 5. Græna húsiö Enska. kl. 19.00
Graham, sími 20129
Tjarnargata 5 (91-12010). Græna húsíft, opinn fjöl-
skyldufundurkl. 21.00
Tjarnargala 5 (91-12010). lokaður uppi kl. 21.00
Tjarnargata 3 Rauðahúsið, Hádegisfundur ki. 12.00
Tjarnargata 3 (91-16373). Rauðahúsið kl.1l.00
Haiigrímskirkja, Byrjendafundir kl. 18.00
Ingólfsslræti láíhkl. 21.00
Neskirkja, 2. deild kl. 18.00
Neskirkjakl. 21.00
LANDID
Akureyri, Sporafundur kl. 21.00
Akureyri, (96-22373) Gcislagala 39 kl. 12.00
Hellissandur, Hellisbraut 18 kl.21.00
Húsavik, Höfðabrekka 11 kl. 20.30
Ncskaupsstaöur, Egílsbúð kl. 20.00
Selfoss, (99-1787). Sigt. 1, Sporafundur kl. 20.00
Laugardagur
REYKJAVÍK
Tjarnargata 5 (91-12010). Græna húsiö kl. 14.00
Tjarnargala 5. (91-12010). Græna húsiö kvennadeild
uppikl. 14.00.
Tjarnargata3(91-16373). Rauðahúsið kl. 21.00
Tjarnargata 3 (91-16373). Rauða húsið kl. 23.30
Langholtskirkjakl. 13.00
ölduselsskóli Breiðholti kl. 16.00
LANDIÐ
Akureyri, (96-22373). Geislagata 39 kl. 16.00
Höfn Hornafirði, Miðtún 21 kl. 17.00
Staðarfell Dalasýslu, (93-4290). Staðarfell kl. 19.00
•  Tálknafjðrður, Þinghóll kl. 13.00
Vestmannacyjar, (98-1140). Heimagata 24, opinn ki.
17.00
Keflavík (92-1800). Klapparstlg7 kl. 14.00
• og þegar togari er inni.
Ferðalög
Slysavarnafólag
íslandsfRvk
ráðgerir ferö um Snæfeilsnes og Borgarfjörö dagana
26. og 27. júní nk. Upplýsingar i síma 84548.
Ferðanefnd.
Frá Feröaf ólagi
(slands
Dagsferðlr sunnudaglnn 18. april:
1.  kl. 09 — Skarðsheiflin. Ath.: Torfí Hjaltason og
Hreinn Magnússon fétagar í islenzka Alpaklúbbnum
leiðbeina þátttakendum í meðfcrö brodda og ísaxa.
Verðkr. 150.-.
2.  kl. 13 — Reynfvallahals i KJós. Léti ganga fyrir
alta fjölskylduna. Fararstjóri: Baldur Sveinsson.
Verðkr. 100.-.
Fariö fra Umferðarmiöstöðinni, austanmegin. Fríttt
fyrir börn í fylgd futlorðinna. Farmiðar við bil.
Tónlist
Tóntoikarí
Laugarneskirkju
Sunnudaginn 18. april verða tónleikar t Laugarnes-
kirkju kl. 17.00. Á efnisskránni veröa eingöngu verk
eftir Ounnar Reyni Sveinsson, bæfli orgelverk og
verk fyrír baritonrödd og orgel. Á tónlcikunum
verflur m.a. frumfíutt kantata fyrír orgel og einsöng,
en höfundur tileinkar hana minningu kennara sins
Dr. Viktors Urbancic.
Flytjcndur veröa Halldór Vilhetmsson og Oústaf
Jóhannesson.
Sónataá
Kjarvalsstöðum
Laugardaginn 17. april kl. 5 heldur brezki pianóleik-
arinn John Lewis tónleika aö Kjarvalsstöðum. Á
efnisskránni er sónata nr. 2, „Concordsónatan" eft-
ir Charles Ives, og er þetta í fyrsta skipti sem þessi
sónata er fíutt hér á tandi.
Sónatan er samin á árunum 1908—1915 og draga
kaflaheitin nöfn af þeim rithöfundum og heimspek-
ingum sem bjuggu í Concord, Massachusetts um
miðja siöustu öld, Emmerson, Hawthorne, Álcotts
og Thoreau. Á tónleikunum mun herra Lewis eínnig
spjalla um sónötuna.
John Lewis stundaði nám i heimalandi sinu og
hefur tcikið talsvert af nútímatónlist í Lundúnum,
en hefur einbeitt sér æ meir síöustu ár að tóntist
Chartes Ives. í nóvember siðastliönum lék hann ýmis
af smærri verkum Charles Ives á tónleikum I Nor-
ræna húslnu. John Lewis hefur i vetur verið kennari
við Tónlistarskólann í Stykkishólmi.
„Að sunnan og
að noröan"
Sextíu og þriggja manna hljómsveit hcldur tón-
leíka á Akureyri og i Reykjavik núna um helgina.
Þetta er strengjasveit auk fimm blásara og eru
hljóðfæraleikararnir allir nemendur úr fjórum tón-
listarskólum, Tontistarskólanum í Reykjavík, Tón-
skóla Sigursveins D. Kristinssonar, Tónmenntaskól-
nnurn og Tónlistarskólanum á Akureyri.
Hljómsveitarstjóri er Mark Reedman og einteíkari
á fíðlu verður Guðný Guðmundsdóttir, konsert-
mcistari Sinfóniuhljómsveitar Islands.
Æft hefur verið sitt í hvoru lagi, bæði fyrir norðan
og hér fyrir sunnan. Næsta föstudag fljúga Reykvik-
ingar norður og er ætiunin að æfa saman fyrir tón-
leika sem haldnir verða á vegum Tónlistarfélagsins á
Akureyri, laugardaginn 17. april kl. 1? í íþrótta-
skemmunni. Eru þetta fjóröu áskriftartónleikar
félagsins á þessu starfsá.-i. Sunnudaginn 18. apríl
mun þcssi ovenjustóra híj^nsveit halda tónleika í
Reykjavík i ia_l Menntaskólans viö Hamrahlið, kl.
17.
Sata aflgöngumiöa fer fram í bókabúðinhi Huld á
Akureyri og við innganginn á báðum stöðum.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24